Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innkallanir á sýktu kjöti tvöfaldast á fimm árum
Fréttir 8. febrúar 2019

Innkallanir á sýktu kjöti tvöfaldast á fimm árum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt tölum sem Land­búnaðar­ráðuneyti Bandaríkjanna hefur birt tvöfölduðust innkallanir á sýktu rauðu og hvítu kjöti í landinu á árunum 2013 til 2018. Innkallanir á alvarlega sýktu kjöti voru 97 árið 2018, eða fjórða hvern dag og alls rúm 5,4 milljón tonn.

Í flestum tilfellum var kjötið innkallað vegna alvarlegrar salmónellusýkingar, það sem í Bandaríkjunum kallast „Class One“ sýking og getur valdið alvarlegri sýkingu og jafnvel dauða neytenda.

Samkvæmt nýlegri skýrslu um sýkingar í kjöti í Bandaríkjunum segir að því miður sé það staðreynd að sífellt meira af hættulega sýktu kjöti sé á markaði og að berast inn á borð þjóðarinnar og breytir þá engu hvort um sé að ræða rautt kjöt eða kjúklinga.

Kjötframleiðendur í Banda­ríkjunum hafa svarað skýrslunni og segja að auknar innkallanir séu vegna aukins eftirlits en ekki vegna þess að meira af sýktu kjöti sé í umferð.

Þrátt fyrir aukið eftirlit eru skráð um 48 milljón tilfelli af völdum mataeitrunar á ári í Bandaríkjunum. Um 120.000manns lenda á spítala og um 3.000 manns látast af völdum matareitrana í Bandaríkjunum á ári.

Í skýrslunni er eftirlit með matvælum og matvælaframleiðslu í Bandaríkjunum gagnrýnt harðlega. Meðal annars vegna þess að þrátt fyrir að afbrigði sýklalyfjaónæmrar salmónellu greinist í kjöti sé sala þess leyfileg.

Svar kjötframleiðenda við þessu er að salmónella sé náttúruleg baktería sem ekki sé hægt að losna við að fullu. Í svari sínu greina þeir ekki á milli salmónellu sem hefur öðlast sýklalyfjaónæmi vegna ofnotkunar á sýklalyfjum í landbúnaði og salmónellu sem finnst víða í umhverfinu.

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara