Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri
Fréttir 27. janúar 2023

Innflutningur erfðaefnis skilar góðum árangri

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt niðurstöðum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) úr skýrsluhaldi nautakjötsframleiðslunnar fyrir síðasta ár var þyngsta ungneytið sem slátrað var á árinu 502,2 kg, naut nr. 1204 í Nýjabæ undir Eyjafjöllum.

Sama naut náði einnig hröðustum vexti ársins, eða 729,5 grömm á dag sem þykir afar hraður vöxtur.

Skýrsluhaldið nær til 126 búa og þar af holdakýr af erlendu kyni á 96 búum. Heildarframleiðslan á þessum búum nam um 885 tonnum, sem er 201 tonni meira en árið 2021. Þessi bú framleiða nálægt 18 prósenta alls nautgripakjöts á landinu, en yfirlitið nær ekki yfir þær holdakýr sem eru á búum þar sem mjólkurframleiðsla er.

„Segja má að stærstu tíðindin í kjötframleiðslunni séu þau hve innflutningur erfðaefnis úr Angus frá Noregi er að skila góðu. Það má best sjá á því að synir þeirra nauta raða sér á toppinn, bæði hvað varðar fallþunga og vaxtarhraða. Notkun þessa erfðaefnis býður því upp á áður óþekkt tækifæri fyrir íslenska nautakjötsframleiðslu,“ segir Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður í nautgriparækt hjá RML. Nautið númer 1204 í Nýjabæ var holdablendingur, 63 prósent Angus, 33 prósent íslenskur og 4 prósent Limousine, undan Vísi­ET 18400 en honum var slátrað við 22 mánaða aldur og flokkaðist hann í UN U+3­.

Í yfirlitinu kemur fram hversu holdablendingarnir skara fram úr hvað varðar þyngd og vaxtarhraða, einkum og sér í lagi synir yngri Angus­ nautanna frá einangrunarstöðinni á Stóra­Ármóti. „Það er mjög eðlilegt að gripir af kynjum sem hafa verið ræktuð m.t.t. vaxtar og kjötgæða, taki þeim gripum sem eingöngu eru ræktaðir til mjólkurframleiðslu fram. Þetta ætti hins vegar að vera þeim sem stunda framleiðslu nautakjöts mikil hvatning til þess að nýta það erfðaefni sem nú stendur til boða úr gripum fæddum á einangrunarstöðinni á Stóra­Ármóti. Þetta eru gripir sem hafa til að bera meiri vaxtargetu og kjötgæði en gömlu Angus­ og Limousine­gripirnir, auk þess sem þeir voru valdir m.t.t. mæðraeiginleika.
Þeir sem halda holdakýr ættu því eindregið að notfæra sér sæðingar ef nokkur kostur er,“ segir í yfirliti Guðmundar og Sigurðar Kristjáns sonar, starfsmanna RML. 

Sjá nánari umfjöllun um niðurstöður skýrsluhalds RML í nautakjötsframleiðslunni á blaðsíðum 58–59.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...