Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innflutningi fylgir áhætta
Fréttir 9. janúar 2020

Innflutningi fylgir áhætta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með síðustu áramótum er ekki lengur gerð krafa um frystiskyldu á innfluttu kjöti. Þess í stað þurfa innflytjendur að sýna fram á vottorð sem sýna að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter.

Auk þess er krafist viðbótar­trygginga með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklinga­kjöti og kalkúnakjöti og þeim þurfa að fylgja staðfestingar á að ekki hafi greinst salmonella í vörunni.

Evrópska eftirlitskerfið margsinnis brugðist

Arnar Árnason, formaður Lands­sambands kúabænda, segir að nú verði Íslendingar að treysta á evrópska eftirlitskerfið og að dæmi sýni að það virki ekki alltaf.

„Dæmi um þetta eru eggja­skandallinn í Hollandi fyrir fáum árum, auk stóra kjötmálsins þar sem mikið magn af hrossakjöti var selt til Evrópu sem nautakjöt.

Á hverju ári kemur fram fjöldi minni mála sem tengjast matvælasvindli og þar sem eftirlitskerfið sem við eigum nú að reiða okkur á hefur brugðist.“

Arnar segir að innflutningi á fersku kjöti fylgi mikil hætta á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem Íslendingar hafi verið lausir við til þessa. Viðbótartryggingin sem er hluti af regluverkinu sem varðar innflutninginn er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda og meðal annars ætlað að efla matvælaöryggi og tryggja vernd búfjárstofna í landinu.

„Vissulega er áætlunin til bóta en hún er engan veginn fullnægjandi og því verið að taka talsverða áhættu með innflutningi á kjöti án frystiskyldu.“
 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...