Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Innflutningi fylgir áhætta
Fréttir 9. janúar 2020

Innflutningi fylgir áhætta

Höfundur: Vilmundur Hansen

Frá og með síðustu áramótum er ekki lengur gerð krafa um frystiskyldu á innfluttu kjöti. Þess í stað þurfa innflytjendur að sýna fram á vottorð sem sýna að ófrosið og óhitameðhöndlað kjöt af kjúklingum og kalkúnum sé ekki smitað af kampýlóbakter.

Auk þess er krafist viðbótar­trygginga með sendingum af eggjum, svínakjöti, nautagripakjöti, kjúklinga­kjöti og kalkúnakjöti og þeim þurfa að fylgja staðfestingar á að ekki hafi greinst salmonella í vörunni.

Evrópska eftirlitskerfið margsinnis brugðist

Arnar Árnason, formaður Lands­sambands kúabænda, segir að nú verði Íslendingar að treysta á evrópska eftirlitskerfið og að dæmi sýni að það virki ekki alltaf.

„Dæmi um þetta eru eggja­skandallinn í Hollandi fyrir fáum árum, auk stóra kjötmálsins þar sem mikið magn af hrossakjöti var selt til Evrópu sem nautakjöt.

Á hverju ári kemur fram fjöldi minni mála sem tengjast matvælasvindli og þar sem eftirlitskerfið sem við eigum nú að reiða okkur á hefur brugðist.“

Arnar segir að innflutningi á fersku kjöti fylgi mikil hætta á að til landsins berist búfjársjúkdómar sem Íslendingar hafi verið lausir við til þessa. Viðbótartryggingin sem er hluti af regluverkinu sem varðar innflutninginn er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda og meðal annars ætlað að efla matvælaöryggi og tryggja vernd búfjárstofna í landinu.

„Vissulega er áætlunin til bóta en hún er engan veginn fullnægjandi og því verið að taka talsverða áhættu með innflutningi á kjöti án frystiskyldu.“
 

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...