Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum
Fréttir 3. október 2023

Illgresinu sagt stríð á hendur með umhverfisvænum leiðum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Öflun nýrrar þekkingar á baráttunni við illgresi í ræktun er meginmarkmið nýs samstarfsverkefnis um umhverfis­væna illgresiseyðingu, AGROSUS.

Er um að ræða samevrópskt verkefni og er Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins (RML) þátttakandi. Leitast verður við að afla nýrrar þekkingar í baráttunni við illgresi í ræktun helstu nytjaplantna í Evrópu og leita umhverfisvænna leiða við illgresiseyðingu. Hlutverk RML verður m.a. að afla upplýsinga um aðferðir við illgresiseyðingu hér á landi og prófa nýjar aðferðir. Mun RML hefja þá upplýsingaöflun hjá bændum, hagsmunaaðilum og sérfræðingum á næstu vikum.

Gagnagrunnur fyrir evrópska illgresisstjórnun

Meðal þess sem unnið verður að er gagnagrunnur fyrir evrópska illgresisstjórnun, skoðaðar hindranir og tækifæri varðandi illgresi í landbúnaðarvistfræði, gerðar athuganir á lífrænum illgresiseyðum og frumgerðaprófanir, unnar ráðleggingar til bænda og hvernig stuðla má að betra eftirliti.

Að verkefninu, sem hleypt var af stokkunum í sumar og á að standa yfir í 4 ár, standa 16 samstarfsaðilar frá 11 Evrópulöndum og eru þar á meðal háskólar, samtök, býli, bændasamtök, spænsk rannsóknamiðstöð og RML. Vefur verkefnisins er agrosus.eu.

Skylt efni: Agrosus

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...