Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Íhugar að setja umhverfis- skatt á dýraafurðir
Mynd / Bbl
Fréttir 12. febrúar 2020

Íhugar að setja umhverfis- skatt á dýraafurðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Evrópuþingið íhugar nú tillögu sem ætlað er að hækka kjötverð í öllum Evrópusambandslöndunum. Er hugmyndin ekki sögð sprottin af gróðasjónarmiðum heldur einungis af „umhverfissjónarmiðum“.
 
Taka átti tillögu ­þingmanna þessa efnis fyrir á þingi Evrópu­sambandsins í gær, 5. febrúar. Er hugmyndin um hækkun á kjötverði sniðin að kröfu bandalags sem sett hefur verið á fót í kringum kröfu um raunvirði á dýraprótein. Ber það nafnið „True Animal Protein Price Coalite“, eða TAPP Coalition. Það er hluti af ProVeg sem er hollenskt samfélag grænmetisæta. Er þarna sagt vera um að ræða „sjálfbærnigjald“ sem er enn ein birtingarmynd í nýju peningahagkerfi sem spunnið hefur verið í kringum loftslagsumræðuna. 
 
Þetta kom fram í frétt Global Meat News á dögunum. Þar er sagt að með þessu sé hugmyndin að láta meinta mengunarvalda borga sérstakan mengunarskatt samhliða kjötverðinu. Þannig er ætlunin að neyða borgarana með pólitískri hækkun kjötverðs til að draga úr eftirspurn eftir dýraafurðum. Ekki kemur fram hvert þetta gjald á að renna.  
 
Er gjaldið sagt miðað við þann kostnað sem hlýst af meintri losun dýraeldis, landnotkun og dýrasjúkdómum. TAPP Coalition hefur lagt til að fyrir 2030 hafi verð á nauta- og kálfakjöti hækkað um 47 evru-cent á hvert gramm, svínakjöt um 36 evru-cent og kjúklingakjöt um 17 evru-cent á hver 100 grömm. 
Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018
Fréttir 13. september 2024

Fyrsta myglulausa sumarið frá 2018

Ekki hefur orðið vart við kartöflumyglu í sumar sem er þá fyrsta myglulausa suma...