Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Íhugar að setja umhverfis- skatt á dýraafurðir
Mynd / Bbl
Fréttir 12. febrúar 2020

Íhugar að setja umhverfis- skatt á dýraafurðir

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Evrópuþingið íhugar nú tillögu sem ætlað er að hækka kjötverð í öllum Evrópusambandslöndunum. Er hugmyndin ekki sögð sprottin af gróðasjónarmiðum heldur einungis af „umhverfissjónarmiðum“.
 
Taka átti tillögu ­þingmanna þessa efnis fyrir á þingi Evrópu­sambandsins í gær, 5. febrúar. Er hugmyndin um hækkun á kjötverði sniðin að kröfu bandalags sem sett hefur verið á fót í kringum kröfu um raunvirði á dýraprótein. Ber það nafnið „True Animal Protein Price Coalite“, eða TAPP Coalition. Það er hluti af ProVeg sem er hollenskt samfélag grænmetisæta. Er þarna sagt vera um að ræða „sjálfbærnigjald“ sem er enn ein birtingarmynd í nýju peningahagkerfi sem spunnið hefur verið í kringum loftslagsumræðuna. 
 
Þetta kom fram í frétt Global Meat News á dögunum. Þar er sagt að með þessu sé hugmyndin að láta meinta mengunarvalda borga sérstakan mengunarskatt samhliða kjötverðinu. Þannig er ætlunin að neyða borgarana með pólitískri hækkun kjötverðs til að draga úr eftirspurn eftir dýraafurðum. Ekki kemur fram hvert þetta gjald á að renna.  
 
Er gjaldið sagt miðað við þann kostnað sem hlýst af meintri losun dýraeldis, landnotkun og dýrasjúkdómum. TAPP Coalition hefur lagt til að fyrir 2030 hafi verð á nauta- og kálfakjöti hækkað um 47 evru-cent á hvert gramm, svínakjöt um 36 evru-cent og kjúklingakjöt um 17 evru-cent á hver 100 grömm. 
Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...