Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Jarðhiti við Mývatn.
Jarðhiti við Mývatn.
Mynd / HKr.
Fréttir 16. janúar 2018

Íbúum í Skútustaðahreppi fjölgað um 32% á fjórum árum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Íbúum í Skútustaðahreppi hefur frá árinu 2013, eða undanfarin fjögur ár, fjölgað úr 370 í 490, eða um 120 manns, sem er hvorki meira né minna en 32%. Ekki er ólíklegt að um eins konar Íslandsmet í fólksfjölgun sé að ræða.
 
Þorsteinn Gunnarsson, sveitar­stjóri í Skútu­staðahreppi, gerir fólksfjölgun að umtalsefni í pistli sem hann skrifar á heimasíðu hreppsins. Þar nefnir hann að á einu ári hafi íbúum fjölgað um 16%, úr 425 árið 2016 í 493 nú í lok árs 2017. Um 120 manns hafa annað ríkisfang en íslenskt, eða um 24%. Fólksfjölgunin endurspeglast m.a. í mikilli aukningu leikskólabarna undanfarin misseri en ungt fjölskyldufólk er í nokkrum mæli að snúa til baka í heimahagana.
 
Sveiflast upp og niður
 
Íbúafjöldi í Skútustaðahreppi hefur sveiflast nokkuð í gegnum tíðina. Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru þeir fæstir 276 talsins árið 1910 en flestir árið 1980, eða 547, sem var í miðjum Kröflueldum. Þetta var á árum Kísiliðjunnar og hélst fólksfjöldinn yfir 500 allt til ársins 1994 en þá fór hann niður í 497 íbúa. Eftir það fækkaði íbúum smátt og smátt. Kísiliðjunni var lokað í nóvember 2004 en þá voru íbúar 442. Í kjölfarið fór að halla verulega undan fæti og fór fólksfjöldinn niður í 370 árið 2013. Þróunin hafi því til allrar hamingju snúist við. 
 
Ferðaþjónusta heilsárs atvinnugrein
 
Íbúafjölgunina undanfarin ár segir sveitarstjóri að megi án nokkurs vafa fyrst og fremst rekja til uppgangs ferðaþjónustunnar og að hún er orðin að heilsárs atvinnugrein í meira mæli en áður. Tvö stór hótel hafa verið byggð í Skútustaðahreppi og stofnuð afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu sem þarfnast meiri mannafla. Þá hafi Jarðböðin brugðist við aukinni eftirspurn á fasteignamarkaði með því að byggja sjö íbúðir í tveimur raðhúsum í Klappahrauni. 
 
Sveitarfélagið vinnur nú að gerð húsnæðisáætlunar til næstu 10 ára til að reyna að kortleggja eftirspurnina. Afrakstur þeirrar vinnu mun liggja fyrir á næstu vikum. Þessi mikla fólksfjölgun þrýstir á innviði sveitarfélagsins, sérstaklega á leikskólann þar sem mikil aukning hefur verið undanfarin misseri. Þorsteinn segir það fyrst og fremst jákvæða áskorun að takast á við og segir sveitarfélagið hafa brugðist við með talsverðum breytingum á leikskólanum undanfarin misseri. 

Skylt efni: Skútustaðahreppur

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...