Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Mynd / Húnaþing Vestra
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Verulega aukin umferð ferðamanna hefur einnig haft áhrif á fyrrnefnt ástand og slys á veginum of tíð,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Á þeim fundi var einnig samþykkt að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711.

Fram kemur í bókun sveitarstjórnar að Vatnsnesvegur sé kominn inn á samgönguáætlun, en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2030-2034, og það sé óviðunandi fyrir íbúa Húnaþings vestra.

Leggja ríkisvaldinu lið

Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur mikla áherslu á að Vatnsnesvegur komist framar á samgönguáætlun, hönnun vegarins fari strax af stað og framkvæmdum við hann verði flýtt. Til að það sé hægt þurfi aukið fjármagn í málaflokkinn.

„Því hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra ákveðið að leggja ríkisvaldinu lið og hefja hópfjármögnun til að hægt sé að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveginn og að þær hefjist fyrr en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Kostnaður um 3,5 milljarðar

Á samgönguáætlun er áætlaður kostnaður við veginn 3,5 milljarðar króna en heildarlengd hans er um 70 kílómetrar. Til að hægt sé að flýta framkvæmdum við veginn og koma hönnun strax af stað er lagt upp með að safna 100 milljónum króna sem er einungis brot af kostnaði vegarins en hins vegar nægjanlegt til að hefja hönnun strax.
Þegar markmiði söfnunar er náð mun upphæðinni verða komið til samgöngu- og sveitarstjórna­ráðuneytisins með þeim formerkjum að hún verði nýtt til uppbyggingar Vatnsnesvegar númer 711. 

Skylt efni: Vegagerð | Vatnsnesvegur | Vatnsnes

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...