Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Mynd / Húnaþing Vestra
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Verulega aukin umferð ferðamanna hefur einnig haft áhrif á fyrrnefnt ástand og slys á veginum of tíð,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Á þeim fundi var einnig samþykkt að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711.

Fram kemur í bókun sveitarstjórnar að Vatnsnesvegur sé kominn inn á samgönguáætlun, en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2030-2034, og það sé óviðunandi fyrir íbúa Húnaþings vestra.

Leggja ríkisvaldinu lið

Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur mikla áherslu á að Vatnsnesvegur komist framar á samgönguáætlun, hönnun vegarins fari strax af stað og framkvæmdum við hann verði flýtt. Til að það sé hægt þurfi aukið fjármagn í málaflokkinn.

„Því hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra ákveðið að leggja ríkisvaldinu lið og hefja hópfjármögnun til að hægt sé að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveginn og að þær hefjist fyrr en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Kostnaður um 3,5 milljarðar

Á samgönguáætlun er áætlaður kostnaður við veginn 3,5 milljarðar króna en heildarlengd hans er um 70 kílómetrar. Til að hægt sé að flýta framkvæmdum við veginn og koma hönnun strax af stað er lagt upp með að safna 100 milljónum króna sem er einungis brot af kostnaði vegarins en hins vegar nægjanlegt til að hefja hönnun strax.
Þegar markmiði söfnunar er náð mun upphæðinni verða komið til samgöngu- og sveitarstjórna­ráðuneytisins með þeim formerkjum að hún verði nýtt til uppbyggingar Vatnsnesvegar númer 711. 

Skylt efni: Vegagerð | Vatnsnesvegur | Vatnsnes

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...