Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711 og er stefnt að því að safna 100 milljónum króna, nægilegu fjármagni til að unnt sé að hefja hönnun á veginum sem er um 70 kílómetra langur.
Mynd / Húnaþing Vestra
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdum við Vatnsnesveg verði flýtt vegna mjög slæms ástands vegarins, sem hefur veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem búa á Vatnsnesi. Verulega aukin umferð ferðamanna hefur einnig haft áhrif á fyrrnefnt ástand og slys á veginum of tíð,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra. Á þeim fundi var einnig samþykkt að hefja hópfjármögnun vegna framkvæmda við Vatnsnesveg, númer 711.

Fram kemur í bókun sveitarstjórnar að Vatnsnesvegur sé kominn inn á samgönguáætlun, en ekki er gert ráð fyrir að framkvæmdir við hann hefjist fyrr en á þriðja tímabili áætlunarinnar, þ.e. á árunum 2030-2034, og það sé óviðunandi fyrir íbúa Húnaþings vestra.

Leggja ríkisvaldinu lið

Sveitarstjórn Húnaþings vestra leggur mikla áherslu á að Vatnsnesvegur komist framar á samgönguáætlun, hönnun vegarins fari strax af stað og framkvæmdum við hann verði flýtt. Til að það sé hægt þurfi aukið fjármagn í málaflokkinn.

„Því hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra ákveðið að leggja ríkisvaldinu lið og hefja hópfjármögnun til að hægt sé að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveginn og að þær hefjist fyrr en gert er ráð fyrir í samgönguáætlun,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Kostnaður um 3,5 milljarðar

Á samgönguáætlun er áætlaður kostnaður við veginn 3,5 milljarðar króna en heildarlengd hans er um 70 kílómetrar. Til að hægt sé að flýta framkvæmdum við veginn og koma hönnun strax af stað er lagt upp með að safna 100 milljónum króna sem er einungis brot af kostnaði vegarins en hins vegar nægjanlegt til að hefja hönnun strax.
Þegar markmiði söfnunar er náð mun upphæðinni verða komið til samgöngu- og sveitarstjórna­ráðuneytisins með þeim formerkjum að hún verði nýtt til uppbyggingar Vatnsnesvegar númer 711. 

Skylt efni: Vegagerð | Vatnsnesvegur | Vatnsnes

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...