Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslanska ferðaklasans.
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslanska ferðaklasans.
Mynd / smh
Fréttir 8. apríl 2021

Í nýrri klasastefnu fyrir Ísland taka fyrirtækin og stjórnvöld saman höndum

Höfundur: smh

Klasastefna fyrir Ísland hefur verið mótuð og gefin út. Hún var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipta starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Stefnan skyldi fela í sér fyrirkomulag um hvernig stjórnvöld efli stoðkerfi atvinnulífsins á landsvísu í samvinnu við atvinnulífið, rannsóknar- og menntastofnanir, sveitarfélögin og aðra hagsmuna­aðila sem málið snertir.

Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, leiddi vinnuna við mótun stefnunnar, sem er unnin í víðtæku samstarfi og samráði við grasrót atvinnulífsins sem og fjölda aðila innan stjórnkerfisins.

„Klasasamstarf í sinni einföldustu mynd gengur út á að vera vettvangur ólíkra aðila sem saman vilja ná auknum árangri innan sinnar atvinnugreinar eða í kringum ákveðið málefni. Með ólíkum aðilum er átt við atvinnulífið, stjórnvöld, háskóla og rannsóknarsamfélagið, fjárfesta og frumkvöðla,“ segir Ásta Kristín spurð um hvað þetta fyrirbæri „klasasamstarf“ sé.

„Klasavettvangurinn stuðlar að því að efla aðildarfélagana og gera þá samkeppnishæfari með því að vinna að sameiginlegum verkefnum sem miða t.d að því að miðla upplýsingum og þekkingu, bjóða upp á viðburði og fundi,  byggja upp og styrkja tengslanetið, auðvelda klasaaðilum aðgengi að fjármagni, veita ráðgjöf og efla nýsköpun, stuðla að aukinni sérstöðu og sérhæfingu aðildarfélaga, aðstoða og hvetja til stofnunar nýrra fyrirtækja ásamt því að ýta undir samstarf tengdra klasa í öðrum geirum.  Þá eru alþjóðlegar tengingar mikilvægar í allri kortlagningu og samstarfi innan klasa,“ bætir Ásta Kristín við.

Fyrirtækjadrifinn starfsvettvangur

„Fyrirtækin eru alltaf drifkraftur klasasamstarfs og mikilvægt að hafa í huga að ekki er hægt að búa til klasa í sjálfu sér en það er hægt að kortleggja það umhverfi sem klasinn er í, sem einnig er kallað vistkerfi nýsköpunar eða vistkerfi atvinnulífsins. Þannig er vísað til þess að klasi sé náttúrulegt fyrirbæri sem sé alltaf til hvort sem um markvissa samvinnu milli aðila sé að ræða eða ekki. Þetta er mjög auðvelt að máta á allar atvinnugreinar og hægt að taka dæmi um ferðaþjónustu, sjávarútveg, skapandi greinar, tölvuleikjaiðnað, landbúnað eða stafræna þróun. Það er ekki fyrr en með skipulögðum hætti að við kortleggjum tækifæri til samvinnu sem til verður hið eiginlega klasasamstarf. Í þeirri kortlagningu er ákveðið að búa til félag, leggja til verkefni, setja okkur markmið um árangur, safna fjármagni til reksturs og ráða stafsmenn sem halda utan um skipulagsheildina og reka starfsemina.

Hugmyndafræðin á bak við klasasamstarf hefur verið til í langan tíma og tók fyrst flug í kringum 1980 og þá mest í kringum iðnsækin fyrirtæki sem sóttu í að vinna nálægt hvert öðru, oftar en ekki með samstarfi í samkeppni.

Á Íslandi komu fyrstu skipulögðu klasarnir fram fyrir um tíu árum þegar Íslenski sjávarklasinn var stofnaður, þar á eftir Jarðvarmaklasi, Ferðaklasi, Álklasi og Landbúnaðarklasi, svo einhver dæmi séu tekin. Það hversu öflugir þeir eru eða hversu sýnilegt starf þeirra er fer að mestu eftir áhuga aðildarfélaganna, viðskiptamódeli klasanna, verkefnum hverju sinni og skipulagi starfseminnar, til dæmis hvor sé til staðar framkvæmdastjóri og starfsfólk,“ segir Ásta Kristín þegar hún er beðin um að útskýra hvers vegna áhrif og virkni klasa á Íslandi sé mismikil í samfélaginu.

„Flest allt það klasasamstarf sem við þekkjum í dag hefur verið drifið áfram af fyrirtækjunum sjálfum án verulegrar aðkomu stjórnvalda, það eitt hefur að vissu leyti tafið fyrir mikilvægri þróun og tækifærum sem markvisst klasasamstarf þessara ólíku aðila getur skilað og sér í lagi þegar við berum okkur saman við það sem önnur lönd í kringum okkur eru að gera,“ bætir hún við.

Stefnt að því að vera meðal fremstu þjóða

Með mótun klasastefnu fyrir Ísland, segir Ásta Kristín að áform stjórnvalda séu skýr með að auka samkeppnishæfnina. „Með skýrri stefnu stjórnvalda um stuðning við klasasamstarf og aukna áherslu á að hraða breytingum og takast á við nýjar áskoranir hefur Ísland sett sér þá framtíðarsýn að vera meðal fremstu þjóða í öllum samanburði þegar kemur að því að mæla samkeppnishæfni þjóða. Stefnan er ákveðið leiðarljós að þessu marki, hún er hvorki aðgerðaráætlun né framkvæmdaplagg heldur rammi utan um þau verkfæri sem stjórnvöld geta nýtt til að stýra fjármunum til atvinnuþróunar og stuðnings til  nýsköpunar í íslensku atvinnulífi, á forsendum aðilanna sjálfra. Hlutverk stjórnvalda er þannig að styðja við það klasastarf sem nú þegar er fyrir hendi með óbeinum hætti í gegnum sjóða- og styrkjakerfi ásamt því að brúa ákveðinn markaðsbrest í greinum eða inni á svæðum þar sem stuðningur er mikilvægur á fyrstu stigum.

Samstarf á klasavettvangi er ein leið til að brjóta niður múra og hlaupa hraðar í átt að meiri árangri sem skilar samfélaginu öllu aukinni hagsæld og okkur íbúunum bættum lífskjörum til lengri tíma.“

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...