Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Fréttir 19. desember 2019

Í myrkri og kulda þegar kerfið brást

Höfundur: VH / HKr

Viðbrögð stjórnmálamanna við þeim áföllum sem ofsaveður olli sem gekk yfir landið í síðustu viku staðfesta að fjölmargir þættir í öryggiskerfi landsmanna brugðust íbúum á stórum landsvæðum. Rafkerfið datt út sem og öryggiskerfið í fjarskiptum þannig að fólk gat ekki kallað eftir aðstoð.

Framganga bænda eins og Magnúsar Ásgeirs Elíassonar á Stóru-Ásgeirsá í Víðidal við að grafa hross úr fönn við ómannlegar aðstæður hefur vakið mikla athygli. Sem og framganga björgunarsveitarmanna og línumanna orkufyrirtækjanna við að bjarga því sem bjargað varð.

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að því miður sé það svo að sveitarfélög, samtök og einstaklingar geti með því að setja ekki inn á skipulag eða með því að kæra tafið og jafnvel komið í veg fyrir lagningu stofnlagna sem nauðsynlegar eru vegna almannaheilla.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur talað á svipuðum nótum. Í september lagði hún fram minnisblað í ríkisstjórn um flutningskerfi raforku, en fjallað var um það mál í Morgunblaðinu í gær. Í umræddu minnisblaði er farið yfir lykilverkefni í flutningskerfi raforku og stöðu þeirra:

„Verulegar tafir hafa orðið á mikilvægum framkvæmdum í flutningskerfi raforku og er staða þeirra ekki í samræmi við vilja Alþingis.“

Kærumál og deilur hafa tafið uppbyggingu stofnlína

„Dæmi er um að slík mál hafi unnist fyrir Hæstarétti eða að þau séu kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og þannig komið í veg fyrir lagningu stofnlína sem hafa mikið öryggishlutverk,“ segir Sigurður Ingi.

„Slíkt er að sjálfsögðu bagalegt og til að koma í veg fyrir að svona lagað geti komið fyrir þegar um er að ræða meginstofnleiðir í orkukerfinu, samgöngukerfi eða í fjarskiptum og annað sem skiptir þjóðina sem heild máli væri hægt að skilgreina stofnleiðir með skýrari hætti í landsskipulagi.“

Sigurður segir að landsskipulag sé samþykkt af Alþingi og að það sé spurning hvort það þyrfti að hafa meira vægi en það hefur í dag.

Vægi landsskipulagsins hefur verið mikið á Norðurlöndunum í lengri tíma. Umræða um landsskipulag hefur ekki verið hávær hér á landi enda er samspil skipulagsvalds ríkis og sveitarfélaga flókið og viðkvæmt.

Að sjálfsögðu er þetta tvíeggjað sverð sem verður að fara varlega með. Ég tel að með því að skilgreina meginstofn- og aðalflutningsleiðir inn í landsskipulagi séu hagsmunir almennings í landinu og heilu byggðarlaganna best tryggðir. Með sterkri umgjörð landsskipulags væri meiri krafa um að sveitarfélög og einstaklingar litu á heildarhagsmuni byggðarlaga og öryggi þeirra.“

Sigurður Ingi segir að dæmi um slíkt sé lagning byggðalínunnar norðan heiða þar sem hún er ekki inni á skipulagi allra sveitarfélaga á svæðinu.

Þegar Sigurður Ingi er spurður hvort möguleiki sé á að leggja raflínur í jörð til að auka öryggi þeirra, segir hann að tæknin sé sífellt að breytast og möguleikar á slíku að aukast.

„Lagning í jörð er klárlega mögu­leiki sem vert er að skoða en enn sem komið er er slíkt tæknilegum takmörkunum háð. Það er ekkert vandamál að leggja strengi með 66 kílóvöttum í jörð, enda um 65% slíkra strengja Rarik þegar komnir í jörðu.

Slíkt er erfiðara fyrir Landsnet sem flytur hærri spennu. Fyrr í vikunni var sett inn á Samráðsgátt skýrsla sem umhverfisráðherra og iðnaðarráðherra fengu óháðan aðila til að gera. Niðurstaða hans er sú að 10% af 132 kílóvolta og 5% af 220 kílóvolta rafmagnsstrengjum geti verið jarðstrengir.“

Kerfið of flókið

Sigurður segið að ferlið í kringum lagningu orkulína sé flókið og umhugsunarvert hversu oft kærur koma fram á síðustu stigum og jafnvel síðustu dögum í leyfisveitingaferlinu.

„Auðvitað eiga viðhorf allra að liggja fyrr fyrir þannig að hægt sé að taka tillit til allra sjónarmiða og ná sátt um þau. Þannig myndu mál klárast hraðar. Því er ekki fyrir að heilsa í dag.“ 

– Sjá nánar í Bændablaðinu á blaðsíðum 2, 4, 24 og 78

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...