Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Í fótspor Gagarin
Skoðun 2. október 2014

Í fótspor Gagarin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Marga hefur líklega dreymt um að ferðast til tunglsins eða enn lengra út í geiminn og horfa á jörðina utan frá.

Fram til þessa hefur sá draumur eingöngu ræst hjá fáeinum einstaklingum. Yuri Gagarin var manna fyrstur út í geiminn en Neil Armstrong steig fyrstur á tunglið.

Raunveruleikinn um að ferðast út í geiminn færist nær með hverju ári. Fyrir miðja síðustu öld þótti það ævintýraleg hugmynd að menn ættu eftir að svífa um í geimnum, hvað þá að ganga á tunglinu. Árið 1961 sendu Rússar mannað geimfar á sporbaug um jörðu og Yuri Gagarin var fyrstur manna til að sjá jörðina utan frá, að minnsta kosti með hjálp tækninnar. Átta árum seinna, 1969, stigu þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglið en Gene Gernan mun vera síðasti maðurinn sem lyfti fæti af tunglinu, árið 1972.

Einkaaðilar skerast í leikinn

Þrátt fyrir að margir efist um að menn hafi nokkurn tíma stigið fæti á tunglið, og lagt fram vísbendingar máli sínu til stuðnings, eru aðrir sem kjósa að trúa á lendinguna og að mannkynið sé fært um að framkvæma slíkt stórvirki. Fram til þessa hafa tólf menn notið þeirrar gæfu að stíga fæti á tunglið og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera bandarískir ríkisborgarar og opinberir starfsmenn.

Hótel Luna

Aðilar í ferðaþjónustu horfa með opnum hug á þann möguleika að bjóða almenningi skemmtiferðir út í geiminn og jafnvel að setja upp einhvers konar afþreyingaraðstöðu á braut um jörðu, eða hóteli á tunglinu eða Mars.

Þyngdarleysiserótík

Þegar til tunglsins er komið verður hægt að fara í gönguferðir og gígaskoðun eða spila golf. Tunglfarinn Alan Shepard var reyndar fyrstur manna til að spila golf á tunglinu, hann hitti kúluna í þriðju tilraun og segir sagan að það sé lengsta högg sögunnar. Kúlan liggur enn á tunglinu og hver veit nema einhver eigi eftir að rekast á hana á ferð sinni um tunglið.

Tunglið þykir ekki mjög áhugaverður staður í dag þar sem það hefur í raun upp á lítið að bjóða annað en urð og grjót og því líklegra að sett verði upp geimstöð á braut um jörðu sem hótel. Í geimhótelinu verða veitingahús, verslanir, líkamsræktarstöðvar og spilavíti. Auk þess verður boðið upp á geimgöngur og þyngdarleysiserótík.

Fyrstu ferðalangarnir út í geiminn verða væntanlega moldríkir sérvitringar og ævintýramenn en fljótlega mun verðið lækka og ferðirnar boðnar í auglýsingaskyni sem vinningur í happdrætti. Að lokum munu ferðirnar svo standa almenningi til boða á verði sem hann ræður við.

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið
Fréttir 25. nóvember 2022

Ísland skuldbundið til að vakta lífríkið

Grænbók stjórnvalda um líffræðilega fjölbreytni íslenskra vistkerfa var birt í S...

Nytjaréttur viðurkenndur
Fréttir 24. nóvember 2022

Nytjaréttur viðurkenndur

Í nýrri skýrslu um stöðu og áskoranir þjóðgarða og annarra friðlýstra svæða segi...

Átak í sálrænni líðan
Fréttir 24. nóvember 2022

Átak í sálrænni líðan

Í Skotlandi hefur verkefni verið hleypt af stokkunum sem á að gæta að geðrænni h...

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun
Fréttir 24. nóvember 2022

Varmadælur skjótvirkasta orkan og alvöru orkuöflun

Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsbreytinga, orkuskipta og nýsköp...

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar
Fréttir 23. nóvember 2022

Alls verða 23 nýir hrútar kynntir inn á sæðingastöðvarnar

Hinir árlegu hrútafundir, þar sem hrútaskráin er kynnt og ræktunarmálin rædd, er...

Greiddu 465 milljónir kr.
Fréttir 23. nóvember 2022

Greiddu 465 milljónir kr.

Í lok október greiddi matvælaráðuneytið 465 milljónir króna til bænda sem álag á...

Mikil fjölgun íbúa
Fréttir 22. nóvember 2022

Mikil fjölgun íbúa

Íbúar Hvalfjarðarsveitar eru nú orðnir 750 og hefur þeim fjölgað um 63 íbúa frá ...