Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Í fótspor Gagarin
Skoðun 2. október 2014

Í fótspor Gagarin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Marga hefur líklega dreymt um að ferðast til tunglsins eða enn lengra út í geiminn og horfa á jörðina utan frá.

Fram til þessa hefur sá draumur eingöngu ræst hjá fáeinum einstaklingum. Yuri Gagarin var manna fyrstur út í geiminn en Neil Armstrong steig fyrstur á tunglið.

Raunveruleikinn um að ferðast út í geiminn færist nær með hverju ári. Fyrir miðja síðustu öld þótti það ævintýraleg hugmynd að menn ættu eftir að svífa um í geimnum, hvað þá að ganga á tunglinu. Árið 1961 sendu Rússar mannað geimfar á sporbaug um jörðu og Yuri Gagarin var fyrstur manna til að sjá jörðina utan frá, að minnsta kosti með hjálp tækninnar. Átta árum seinna, 1969, stigu þeir Neil Armstrong og Buzz Aldrin fyrstir manna á tunglið en Gene Gernan mun vera síðasti maðurinn sem lyfti fæti af tunglinu, árið 1972.

Einkaaðilar skerast í leikinn

Þrátt fyrir að margir efist um að menn hafi nokkurn tíma stigið fæti á tunglið, og lagt fram vísbendingar máli sínu til stuðnings, eru aðrir sem kjósa að trúa á lendinguna og að mannkynið sé fært um að framkvæma slíkt stórvirki. Fram til þessa hafa tólf menn notið þeirrar gæfu að stíga fæti á tunglið og allir eiga þeir það sameiginlegt að vera bandarískir ríkisborgarar og opinberir starfsmenn.

Hótel Luna

Aðilar í ferðaþjónustu horfa með opnum hug á þann möguleika að bjóða almenningi skemmtiferðir út í geiminn og jafnvel að setja upp einhvers konar afþreyingaraðstöðu á braut um jörðu, eða hóteli á tunglinu eða Mars.

Þyngdarleysiserótík

Þegar til tunglsins er komið verður hægt að fara í gönguferðir og gígaskoðun eða spila golf. Tunglfarinn Alan Shepard var reyndar fyrstur manna til að spila golf á tunglinu, hann hitti kúluna í þriðju tilraun og segir sagan að það sé lengsta högg sögunnar. Kúlan liggur enn á tunglinu og hver veit nema einhver eigi eftir að rekast á hana á ferð sinni um tunglið.

Tunglið þykir ekki mjög áhugaverður staður í dag þar sem það hefur í raun upp á lítið að bjóða annað en urð og grjót og því líklegra að sett verði upp geimstöð á braut um jörðu sem hótel. Í geimhótelinu verða veitingahús, verslanir, líkamsræktarstöðvar og spilavíti. Auk þess verður boðið upp á geimgöngur og þyngdarleysiserótík.

Fyrstu ferðalangarnir út í geiminn verða væntanlega moldríkir sérvitringar og ævintýramenn en fljótlega mun verðið lækka og ferðirnar boðnar í auglýsingaskyni sem vinningur í happdrætti. Að lokum munu ferðirnar svo standa almenningi til boða á verði sem hann ræður við.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...