Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Í deiglunni 20. nóvember 2018

Skemmtilegt veiðisvæði og fjölbreytt

Höfundur: Gunnar Bender
„Það er eitthvað sem heillar mig við þetta svæði,“ sagði veiðimaður í samtali við tíðindamann Bændablaðsins á dögunum.
 
„Saurbærinn, Skarðsströndin, Fellsströndin og Dalirnir,“ sagði veiðimaðurinn.
 
„Ég  fór í þrjár laxveiðiár á svæðinu í sumar  og tvær í fyrra, þær gáfu vel af fiski.“
 
 Já, við skulum aðeins kíkja á svæðið sem er verið að tala um.
 
„Lokatölurnar úr Hvolsá eru 320  laxar og um 200 bleikjur,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal, er við spurðum um Hvolsá og Staðarhólsá  í Dölum sem gáfu vel í sumar.
 
„Sleppingar og lagfæringar í lóninu er að skila sér, fiskurinn stoppar minna í lóninu,“ sagði Þórarinn enn fremur.
 
Sett í tvær sleppitjarnir
 
Sett var í tvær sleppitjarnir, eina í Hvolsá og eina í Staðarhólsá, sem hafa skilað vel af fiski og veiðin verður jafnari en verið hefur.
 
Krossá gaf 91 lax en  áin var að skipta um hendur. Svisslendingar  voru að taka hana á leigu, en Hreggnasi sleppti takinu á henni eftir nokkur ár.  Svisslendingarnir eiga  Búðardalsá að langstærstum hluta. Búðardalsá  gaf  331 lax og Íslendingar sem voru við veiðar í henni í ágúst fengu fína veiði enda hafði rignt aðeins.
 
Svisslendingar leigja fleiri veiðiár á þessum slóðum, Dunká og Álftá líka. Tímarnir breytast og svona er þetta bara. Erlendur veiðimaður er kominn með Hítará.
 
170 laxar í Flekkudalsá
 
„Flekkudalsáin endaði í 170 löxum,“ sagði Ingólfur Helgason leigutaki. Margir fara í Flekkudalsá á hverju ári til að renna fyrir fiska, þar er fallegt við ána og veiðivon töluverð. 
 
„Við enduðum veiðina í Laxá í Dölum í 1207,“ sagði Haraldur Eiríksson, sem er töluvert betra en í fyrra. Og það veiddust nokkrir vænir laxar í sumar í henni.
 
Haukadalsá endaði í 629 þetta sumarið. Miðá kom vel út í sumar og þar veiddust 374 laxar og hellingur af bleikju. 
 
Veiðilendurnar eru víða í Dölunum, Efri-Haukadalsá,  Miðá, Hörðudalsá, Strauma og Dunká.
 
„Það má veiða á flugu og maðk í nokkrum af þessum veiðiám, krakkarnir geta veitt og fengið fína veiði, bleikjan er enn þá til á svæðinu. Við fengum flottar bleikjur á fluguna, tveggja, þriggja punda, en gaman að fá bleikjuna til að taka hana. Þetta er að líða undir lok, þessi bleikjuveiði, víða, samt ekki alls staðar,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Skylt efni: Dalir | stangaveiði | stangveiði

Stjórnvöld verði að fara í heildarstefnumörkun
Fréttaskýring 26. maí 2023

Stjórnvöld verði að fara í heildarstefnumörkun

Hugmyndir um vindmyllur á Íslandi og að nýta vindorku í auknum mæli eru mjög umd...

Vandrataður vegur tollverndar
Fréttaskýring 15. maí 2023

Vandrataður vegur tollverndar

Tollvernd er mikilvægt stjórntæki, liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart...

„Samúð með bændum áþreifanleg í salnum“
Fréttaskýring 28. apríl 2023

„Samúð með bændum áþreifanleg í salnum“

Opinn upplýsingafundur var haldinn á Hótel Laugarbakka þriðjudaginn 18. apríl ve...

Ákall er um breytingar á riðuvörnum
Fréttaskýring 28. apríl 2023

Ákall er um breytingar á riðuvörnum

Riðuveiki í sauðfé hefur í fyrsta sinn greinst í Miðfjarðarhólfi, sauðfjárveikiv...

Matvæli undir fölsku flaggi
Fréttaskýring 10. mars 2023

Matvæli undir fölsku flaggi

Uppruni matvæla skiptir neytendur miklu máli. Ákveðnar reglur gilda um merkingar...

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda
Fréttaskýring 2. mars 2023

Endurmat á losun gróðurhúsaloft­tegunda frá ræktarlöndum bænda

Matvælaráðuneytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa falið Landgræ...

Kostur skemmtiferðaskipa
Fréttaskýring 20. febrúar 2023

Kostur skemmtiferðaskipa

Von er á tæplega 300 farþegaskipum til Íslands á þessu ári. Ætla má að farþegar ...

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi
Fréttaskýring 17. febrúar 2023

Lífrænn úrgangur er vannýtt auðlind á Íslandi

Í dag eru tveir stórir metanframleiðendur á Íslandi – annars vegar Sorpa í Reykj...