Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Jógvan Hansen með lax úr Hvolsá í Dölum rétt fyrir ofan veiðihúsið.
Í deiglunni 20. nóvember 2018

Skemmtilegt veiðisvæði og fjölbreytt

Höfundur: Gunnar Bender
„Það er eitthvað sem heillar mig við þetta svæði,“ sagði veiðimaður í samtali við tíðindamann Bændablaðsins á dögunum.
 
„Saurbærinn, Skarðsströndin, Fellsströndin og Dalirnir,“ sagði veiðimaðurinn.
 
„Ég  fór í þrjár laxveiðiár á svæðinu í sumar  og tvær í fyrra, þær gáfu vel af fiski.“
 
 Já, við skulum aðeins kíkja á svæðið sem er verið að tala um.
 
„Lokatölurnar úr Hvolsá eru 320  laxar og um 200 bleikjur,“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal, er við spurðum um Hvolsá og Staðarhólsá  í Dölum sem gáfu vel í sumar.
 
„Sleppingar og lagfæringar í lóninu er að skila sér, fiskurinn stoppar minna í lóninu,“ sagði Þórarinn enn fremur.
 
Sett í tvær sleppitjarnir
 
Sett var í tvær sleppitjarnir, eina í Hvolsá og eina í Staðarhólsá, sem hafa skilað vel af fiski og veiðin verður jafnari en verið hefur.
 
Krossá gaf 91 lax en  áin var að skipta um hendur. Svisslendingar  voru að taka hana á leigu, en Hreggnasi sleppti takinu á henni eftir nokkur ár.  Svisslendingarnir eiga  Búðardalsá að langstærstum hluta. Búðardalsá  gaf  331 lax og Íslendingar sem voru við veiðar í henni í ágúst fengu fína veiði enda hafði rignt aðeins.
 
Svisslendingar leigja fleiri veiðiár á þessum slóðum, Dunká og Álftá líka. Tímarnir breytast og svona er þetta bara. Erlendur veiðimaður er kominn með Hítará.
 
170 laxar í Flekkudalsá
 
„Flekkudalsáin endaði í 170 löxum,“ sagði Ingólfur Helgason leigutaki. Margir fara í Flekkudalsá á hverju ári til að renna fyrir fiska, þar er fallegt við ána og veiðivon töluverð. 
 
„Við enduðum veiðina í Laxá í Dölum í 1207,“ sagði Haraldur Eiríksson, sem er töluvert betra en í fyrra. Og það veiddust nokkrir vænir laxar í sumar í henni.
 
Haukadalsá endaði í 629 þetta sumarið. Miðá kom vel út í sumar og þar veiddust 374 laxar og hellingur af bleikju. 
 
Veiðilendurnar eru víða í Dölunum, Efri-Haukadalsá,  Miðá, Hörðudalsá, Strauma og Dunká.
 
„Það má veiða á flugu og maðk í nokkrum af þessum veiðiám, krakkarnir geta veitt og fengið fína veiði, bleikjan er enn þá til á svæðinu. Við fengum flottar bleikjur á fluguna, tveggja, þriggja punda, en gaman að fá bleikjuna til að taka hana. Þetta er að líða undir lok, þessi bleikjuveiði, víða, samt ekki alls staðar,“ sagði veiðimaðurinn enn fremur.

Skylt efni: Dalir | stangaveiði | stangveiði

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls
Fréttaskýring 17. nóvember 2023

Mikilvægi sjálfsaflahlutfalls

Hugtakið „fæðuöryggi“ hefur verið mikið til umræðu undanfarin misseri. Ef litið ...

Ágreiningur um áhrif veiða
Fréttaskýring 11. nóvember 2023

Ágreiningur um áhrif veiða

Samkeppni um rými og auðlindir geta valdið misklíð milli manna og dýra. Í tilfel...

Beislun sjávarorku handan við hornið
Fréttaskýring 20. október 2023

Beislun sjávarorku handan við hornið

Virkjun sjávarorku er á margan hátt aðlaðandi kostur í þeim orkuskiptum sem fram...

Orka sjávar óbeisluð
Fréttaskýring 19. október 2023

Orka sjávar óbeisluð

Engin verkefni eru í gangi á vegum stjórnvalda varðandi nýtingu sjávarorku hér v...

„Grænmetið sprettur ekki upp af sjálfu sér“
Fréttaskýring 12. október 2023

„Grænmetið sprettur ekki upp af sjálfu sér“

Óli Finnsson og Inga Sigríður Snorradóttir tóku við garðyrkjustöðinni Heiðmörk í...

Enginn hvati til framleiðsluaukningar
Fréttaskýring 6. október 2023

Enginn hvati til framleiðsluaukningar

Garðyrkjubændur í útiræktun grænmetis eru nú í óða önn við að ljúka uppskeru úr ...

Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin
Fréttaskýring 29. september 2023

Varnarlínur og niðurskurður ekki lengur einu tólin

Hér á landi hafa verið lagðar ýmsar takmarkanir á sauðfjárræktina til að hindra ...

Í sókn eftir erfiðleika
Fréttaskýring 8. september 2023

Í sókn eftir erfiðleika

Kornrækt virðist vera í sókn á nýjan leik og hefur ákvörðun stjórnvalda að setja...