Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Lilja Rafney Magnúsdóttir í ræðustól á Hótel Qaqartoq á Grænlandi.
Lilja Rafney Magnúsdóttir í ræðustól á Hótel Qaqartoq á Grænlandi.
Fréttir 21. september 2016

Hyggjast stuðla að vinnslu á bandi úr mislitri ull af stuttrófufé

Höfundur: KS /HKr.
Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður og fulltrúi í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, lagði fram tillögu um stuðningsyfirlýsingu við regnhlífarsamtökin Systur á ársfundi ráðsins í Qaqortoq á Suður-Grænlandi á dögunum. 
 
Ráðið samþykkti tillöguna og mun hún verða til að greiða fyrir áformum Systra um að koma á fót smáspunaverksmiðjum til vinnslu á ull, einkum mislitri, í þeim löndum þar sem fé af norræna stuttrófukyninu er að finna. Íslenski fjárstofninn er af þessum uppruna og einnig fé í Færeyjum, á Grænlandi, í Noregi og á Gotlandi. 
 
Regnhlífarsamtökin Systur hyggjast stuðla að vinnslu á bandi úr mislitu ullinni sem verði unnið í smáum spunaverksmiðjum.
 
Þessar ullarvinnslur verða smáar í sniðum hver og ein en með því að tengja starfsemi þeirra saman er unnt að mynda öflugan framleiðslu- og viðskiptagrundvöll og stuðla að vöruþróun. 
 
Ullarbandið, sem framleitt verður á vegum Systra, verður hvorki blandað erlendri ull né gerviefnum og lögð verður áhersla á að láta hina sérstöku eiginleika ullarinnar njóta sín sem best. 
 
Með réttri nýtingu ætti að vera unnt að gera verðmæta vöru úr hráefni sem nú er vannýtt en til þess þarf verulegt þróunarstarf.
 
Stuðningur Vestnorræna ráðsins við fyrirætlanir Systra um ullarvinnslu er því mikilvægur.
 

Skylt efni: ull | stuttrófufé

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...