Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti
Mynd / BGK
Fréttir 15. október 2021

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur frá árinu 2018 birt niðurstöður úr skimunum kjöts á markaði fyrir sjúkdómsvaldandi örverum. Nýverið var birt skýrsla fyrir síðasta ár þar sem fram kemur að hvorki salmonella né kampýlóbakter greindist í þeim sýnum sem tekin voru af kjúklingakjöti.  Salmonella fannst heldur ekki í svínakjöti.

Í sambærilegri skýrslu fyrir árið 2019 fannst kampýlóbakter í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti og í einu sýni af innlendu svínakjöti. Niðurstöðurnar nú þykja benda til að forvarnir og eftirlit hafi skilað árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.

Meinvirknigen í um fjórðungi sýna

Tekin voru sýni af innlendu og erlendu kjöti á markaði þar sem skim­að var fyrir salmonellu í ófrosnu kjúklingakjöti og ófrosnu svínakjöti, kampýlóbakter í ófrosnu kjúklingakjöti yfir sumarmánuðina og shigatoxín myndandi E. coli (STEC/VTEC) í frosnu og ófrosnu nautgripa- og lambahakki.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að skimun á STEC bendi til að að shigatoxín myndandi E. coli bakteríur séu hluti af náttúrulegri örveruflóru nautgripa. „Meinvirknigen greindust í um fjórðungi sýna af nautakjöti og gen afbrigða (sermisgerða) O026 og O157 greindust í 12 sýnum (13,2% nautakjötsýna). Í flestum þeirra greindist einnig bindigenið eae, sem eykur sýkingarhæfni E. coli.

Meinvirknigen greindust einnig í þeim fáu sýnum sem tekin voru af lambahakki, og sermisgerðin O103 greindist í einu sýni. Ekki er hægt að draga ályktanir af svo fáum sýnum,“ segir í niðurstöðunum.

Vakta þarf STEC í kjöti

Þar kemur einnig fram að vakta þurfi reglulega STEC-bakteríur í kjöti og skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum til að minnka líkur á að STEC berist í kjötið.

„Hreinleiki gripa skiptir hér einnig máli og því þarf að koma í veg fyrir að óhreinir gripir séu fluttir í sláturhús.

Neytendur geta dregið verulega úr áhættu vegna smits frá salmonellu, kampýlóbakter eða E. coli með því að gegnumelda kjöt fyrir neyslu og koma í veg fyrir krossmengun við meðferð og geymslu matvæla. Sjúkdómsvaldandi bakteríur eru á yfirborði kjöts og drepast við steikingu/grillun á kjötstykkjum, en bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því er mikilvægt fyrir neytendur að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt, sem og kjúklinga- og svínakjöt,“ segir í niðurstöðunum.

Skylt efni: salmonella | kampýlóbakter

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f