Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti
Mynd / BGK
Fréttir 15. október 2021

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur frá árinu 2018 birt niðurstöður úr skimunum kjöts á markaði fyrir sjúkdómsvaldandi örverum. Nýverið var birt skýrsla fyrir síðasta ár þar sem fram kemur að hvorki salmonella né kampýlóbakter greindist í þeim sýnum sem tekin voru af kjúklingakjöti.  Salmonella fannst heldur ekki í svínakjöti.

Í sambærilegri skýrslu fyrir árið 2019 fannst kampýlóbakter í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti og í einu sýni af innlendu svínakjöti. Niðurstöðurnar nú þykja benda til að forvarnir og eftirlit hafi skilað árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.

Meinvirknigen í um fjórðungi sýna

Tekin voru sýni af innlendu og erlendu kjöti á markaði þar sem skim­að var fyrir salmonellu í ófrosnu kjúklingakjöti og ófrosnu svínakjöti, kampýlóbakter í ófrosnu kjúklingakjöti yfir sumarmánuðina og shigatoxín myndandi E. coli (STEC/VTEC) í frosnu og ófrosnu nautgripa- og lambahakki.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að skimun á STEC bendi til að að shigatoxín myndandi E. coli bakteríur séu hluti af náttúrulegri örveruflóru nautgripa. „Meinvirknigen greindust í um fjórðungi sýna af nautakjöti og gen afbrigða (sermisgerða) O026 og O157 greindust í 12 sýnum (13,2% nautakjötsýna). Í flestum þeirra greindist einnig bindigenið eae, sem eykur sýkingarhæfni E. coli.

Meinvirknigen greindust einnig í þeim fáu sýnum sem tekin voru af lambahakki, og sermisgerðin O103 greindist í einu sýni. Ekki er hægt að draga ályktanir af svo fáum sýnum,“ segir í niðurstöðunum.

Vakta þarf STEC í kjöti

Þar kemur einnig fram að vakta þurfi reglulega STEC-bakteríur í kjöti og skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum til að minnka líkur á að STEC berist í kjötið.

„Hreinleiki gripa skiptir hér einnig máli og því þarf að koma í veg fyrir að óhreinir gripir séu fluttir í sláturhús.

Neytendur geta dregið verulega úr áhættu vegna smits frá salmonellu, kampýlóbakter eða E. coli með því að gegnumelda kjöt fyrir neyslu og koma í veg fyrir krossmengun við meðferð og geymslu matvæla. Sjúkdómsvaldandi bakteríur eru á yfirborði kjöts og drepast við steikingu/grillun á kjötstykkjum, en bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því er mikilvægt fyrir neytendur að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt, sem og kjúklinga- og svínakjöt,“ segir í niðurstöðunum.

Skylt efni: salmonella | kampýlóbakter

Varnarlínur breytast
Fréttir 21. september 2023

Varnarlínur breytast

Með nýjum tólum er líklegt að áherslan á varnarlínur og niðurskurð minnki í bará...

Alls staðar fækkun sláturlamba
Fréttir 21. september 2023

Alls staðar fækkun sláturlamba

Sláturtíð er komin á fullt og kemur fé vænt af fjalli. Eins og er starfa öll slá...

Nýr landnemi úr svepparíkinu
Fréttir 20. september 2023

Nýr landnemi úr svepparíkinu

Sveppur af ættkvíslinni Rhizopogon fannst nýlega á Íslandi en hann hefur ekki ve...

Verður versluninni á Hellu lokað?
Fréttir 19. september 2023

Verður versluninni á Hellu lokað?

Óvissa er um framtíð einu matvöruverslunarinnar á Hellu.

Í sameiningar­hugleiðingum
Fréttir 18. september 2023

Í sameiningar­hugleiðingum

Forsvarsmenn Árneshrepps vilja nú skoða mögulega sameiningu við önnur sveitarfél...

Jafnt kynjahlutfall nemenda
Fréttir 18. september 2023

Jafnt kynjahlutfall nemenda

Alls hófu 128 nemendur nám í Menntaskólanum á Laugarvatni nýverið og dvelja alli...

Opið fyrir umsóknir um selveiði
Fréttir 15. september 2023

Opið fyrir umsóknir um selveiði

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um leyfi til selveiða til eigin nytja árið 2024...

Hunangsuppskera mjög góð
Fréttir 15. september 2023

Hunangsuppskera mjög góð

Fjöldi félagsmanna er um 120 ræktendur sem eru staðsettir víðs vegar um landið þ...

Hvað er ... Aspartam?
20. september 2023

Hvað er ... Aspartam?

Um guð og snjótittlinginn
20. september 2023

Um guð og snjótittlinginn

Ætlar að verða bóndi!
20. september 2023

Ætlar að verða bóndi!

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil
20. september 2023

Borgfirskri 19. aldar sögu gerð skil

Frozen jólakjóll
26. nóvember 2014

Frozen jólakjóll