Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti
Mynd / BGK
Fréttir 15. október 2021

Hvorki salmonella né kampýlóbakter fannst í kjúklingakjöti

Höfundur: smh

Matvælastofnun hefur frá árinu 2018 birt niðurstöður úr skimunum kjöts á markaði fyrir sjúkdómsvaldandi örverum. Nýverið var birt skýrsla fyrir síðasta ár þar sem fram kemur að hvorki salmonella né kampýlóbakter greindist í þeim sýnum sem tekin voru af kjúklingakjöti.  Salmonella fannst heldur ekki í svínakjöti.

Í sambærilegri skýrslu fyrir árið 2019 fannst kampýlóbakter í þremur sýnum af frosnu kjúklingakjöti og í einu sýni af innlendu svínakjöti. Niðurstöðurnar nú þykja benda til að forvarnir og eftirlit hafi skilað árangri í eldi og við slátrun alifugla og svína.

Meinvirknigen í um fjórðungi sýna

Tekin voru sýni af innlendu og erlendu kjöti á markaði þar sem skim­að var fyrir salmonellu í ófrosnu kjúklingakjöti og ófrosnu svínakjöti, kampýlóbakter í ófrosnu kjúklingakjöti yfir sumarmánuðina og shigatoxín myndandi E. coli (STEC/VTEC) í frosnu og ófrosnu nautgripa- og lambahakki.

Í niðurstöðum skýrslunnar kemur fram að skimun á STEC bendi til að að shigatoxín myndandi E. coli bakteríur séu hluti af náttúrulegri örveruflóru nautgripa. „Meinvirknigen greindust í um fjórðungi sýna af nautakjöti og gen afbrigða (sermisgerða) O026 og O157 greindust í 12 sýnum (13,2% nautakjötsýna). Í flestum þeirra greindist einnig bindigenið eae, sem eykur sýkingarhæfni E. coli.

Meinvirknigen greindust einnig í þeim fáu sýnum sem tekin voru af lambahakki, og sermisgerðin O103 greindist í einu sýni. Ekki er hægt að draga ályktanir af svo fáum sýnum,“ segir í niðurstöðunum.

Vakta þarf STEC í kjöti

Þar kemur einnig fram að vakta þurfi reglulega STEC-bakteríur í kjöti og skerpa þurfi á fyrirbyggjandi aðgerðum í sláturhúsum og kjötvinnslum til að minnka líkur á að STEC berist í kjötið.

„Hreinleiki gripa skiptir hér einnig máli og því þarf að koma í veg fyrir að óhreinir gripir séu fluttir í sláturhús.

Neytendur geta dregið verulega úr áhættu vegna smits frá salmonellu, kampýlóbakter eða E. coli með því að gegnumelda kjöt fyrir neyslu og koma í veg fyrir krossmengun við meðferð og geymslu matvæla. Sjúkdómsvaldandi bakteríur eru á yfirborði kjöts og drepast við steikingu/grillun á kjötstykkjum, en bakteríurnar dreifast um allt kjötið þegar það er hakkað. Því er mikilvægt fyrir neytendur að forðast krosssmit við matreiðslu og gegnumsteikja hamborgara og annað hakkað kjöt, sem og kjúklinga- og svínakjöt,“ segir í niðurstöðunum.

Skylt efni: salmonella | kampýlóbakter

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum
Fréttir 24. maí 2022

Fjarlæsingarbúnaður aftrar rússneskum þjófum

Undanfarnar vikur hafa borist fregnir af því að rússneskir hermenn fari ránshend...

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót
Fréttir 24. maí 2022

Styrktarsamningur Eyjafjarðarsveitar og Skógræktarfélags Eyfirðinga markar tímamót

Skrifað hefur verið undir styrktar­samning til tveggja ára milli Skógræktarfélag...

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu
Fréttir 23. maí 2022

Nissan mögulega fyrsta fyrirtækið til að hefja tilraunaframleiðslu á fastkjarnarafhlöðu

Þegar Nissan kynnti fyrst áætlanir um frumgerð fatskjarnarafhlaða (solid-state),...

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas
Fréttir 20. maí 2022

Óeining innan ESB um að framfylgja algjöru viðskiptabanni á Rússa með olíu og gas

Klofningur er innan Evrópu­sam­bandsins varðandi kaup á gasi og olíu frá Rússlan...

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins
Fréttir 20. maí 2022

Bankar og stórfyrirtæki óttast samdrátt efnahagslífsins

Þýski stórbankinn Bundesbank varar Evrópusambandið við að allsherjar viðskiptaba...

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur
Fréttir 20. maí 2022

Umsóknarfrestur um styrki til aðlögunar að lífrænum framleiðsluháttum framlengdur

Matvælaráðuneytið vekur athygli á að umsóknarfrestur vegna styrkja til aðlögunar...

Tæplega 80 þúsund gistinætur og  Íslendingar í miklum meirihluta
Fréttir 19. maí 2022

Tæplega 80 þúsund gistinætur og Íslendingar í miklum meirihluta

„Við trúum því að veðrið verði áfram með okkur í liði og að við eigum gott og fe...

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...