Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvíta kjötið er gott á grillið
Matarkrókurinn 25. júní 2015

Hvíta kjötið er gott á grillið

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það eru til margar aðferðir til að elda svína- og kjúklingakjöt. Hér eru ljúffengar grilluppskriftir með uppáhaldsbitum sannra matgæðinga. Svínasíða og kjúklingalæri eru bragðmiklir og safaríkir bitar. Stökk og góð fitan gerir þá fullkomna á grillið! Eftir vel heppnað grill er upplagt að fá sér berjaböku með ís. 
 
Grillaður grís með púðursykursblöndu og bjór
 • 2 stk. papríkur 
 • 1 stk. brokkólí
 • 1 stk. laukur 
 • 2 stk.  svínasíða í bitum
 • 200 g púðursykur 
 • 1 ferna eplasafi (250 ml)
 • 2 flöskur af uppáhalds bjórnum þínum (1 flaska  til að drekka, hin í matinn)
 • Salt, pipar og hvítlaukur til að nudda kjötið
 • Ólífuolía
 
Aðferð
Skerið grænmetið gróft. Nuddið kjötið með salti og pipar (eða kryddi að eigin vali). Snúið og skerið í  fitulagið, nuddið í rifurnar. Penslið með ólífuolíu á báðar hliðar. Setjið púðursykur í skál ásamt eplasafa. Setjið svínasíðuna (puruhliðin upp) beint ofan á grænmetið, vefjið inn í álpappír eða í ofnfast fat með loki ásamt púðursykursblöndunni og smá bjór.
 
Setjið fatið eða pakkann með álpappír á grillið við vægan hita og eldið í um 3–3 1/2 klst.
Takið af grillinu og látið kólna í 20–30 mínútur.
 
Brúnið yfir opnum eldi í nokkrar mínútur til að fá fallega karmelluhúð á kjötið.
 
Grilluð Miðjarðarhafs kjúklingalæri
 • 1 tsk. hakkað ferskt timjan eða blóðberg
 • 1 tsk. hakkað ferskt rósmarín
 • 1/4  búnt söxuð steinselja 
 • eða skógar­­kerfill
 • 1 tsk. salt
 • 1/2 tsk. ferskmalaður svartur pipar
 • Ólífuolía eins og þarf
 • 8 lárviðarlauf
 • 8 kjúklingalæri
 • 2 sítrónur, skornar í báta
 
Aðferð
Blandið saman í skál hökkuðum jurtum, salti og pipar. Bætið ólífuolíu (ca 2 msk.) og nuddið vandlega á kjúklingalærin. Setjið lárviðarlauf ofan á hvert læri. Setjið á eldheitt grill (þegar öll kol eru hvít og þakin grárri ösku, forhitið gasgrill í a.m.k. 5 mínútur.)
 
Setjið kjúklinginn (skinnhliðina upp) á grillið og eldið þar til kjötið hefur brúnast, um 5 mínútur. Snúið kjúklingnum og eldið í 20 mínútur á vægum hita á skinnhliðinni.
 
Færið kjúklinginn að kalda hlutanum á grillinu og eldið þar til húðin er stökk og kjötið er eldað í gegn (70 °C). Berið kjúklinginn fram strax með sítrónubátum og salati. 
 
Berjakaka að breskum sið
Berja-„crumble“ er breska útgáfan af bandarískum bökum. Það er klassísk samsetning af sætum rabarbara og sætum berjum, toppað með stökkum hafra- og heslihnetumulningi. Ekki skemmir kúla af ís til að fullkoma réttinn.
 
 • 3/4 bolli hveiti um 150 g
 • 2/3 bolli plús 1/2 bolli sykur (140 g og 90 g)
 • Ögn af salti
 • 6 matskeiðar (100 g) kalt smjör, skorið í teninga
 • 1/2 bolli (100 g) gamaldags haframjöl
 • 1/2 bolli (100 g) heslihnetur, ristaðar, og hakkaðar
 • 1/2 vanillubaun eða vanilludropar
 • 1 askja ber (kirsuber eða jarðarber)
 • 12 stilkar rabarbari (helst rauður) skerið þvert og svo í bita
 
Vanilluís
Sameinið hveiti og fyrri hlutann af sykrinum, 2/3 bolli sykur og salt í miðlungsskál, hrærið saman. Bætið í smjöri. Nuddið saman með fingurgómunum þar til blandan festist saman. Blandið í höfrum og hnetum. Gott að gera daginn áður.
 
Hitið ofninn í 175 °C. Smyrjið bakstursfat. Setjið 1/2 bolla sykur í stóra skál ásamt vanillu. Blandið vel saman. Bætið berjum og rabarbara ásamt sykri í skál, myljið deigi yfir.
 
Bakið mulninginn þar til deigið er stökkt, í um 45 mínútur. Látið kólna í 15 mínútur. Setjið heitan mulninginn í skálar. Berið fram með ís.

4 myndir:

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...