Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvíta kjötið er gott á grillið
Matarkrókurinn 25. júní 2015

Hvíta kjötið er gott á grillið

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það eru til margar aðferðir til að elda svína- og kjúklingakjöt. Hér eru ljúffengar grilluppskriftir með uppáhaldsbitum sannra matgæðinga. Svínasíða og kjúklingalæri eru bragðmiklir og safaríkir bitar. Stökk og góð fitan gerir þá fullkomna á grillið! Eftir vel heppnað grill er upplagt að fá sér berjaböku með ís. 
 
Grillaður grís með púðursykursblöndu og bjór
  • 2 stk. papríkur 
  • 1 stk. brokkólí
  • 1 stk. laukur 
  • 2 stk.  svínasíða í bitum
  • 200 g púðursykur 
  • 1 ferna eplasafi (250 ml)
  • 2 flöskur af uppáhalds bjórnum þínum (1 flaska  til að drekka, hin í matinn)
  • Salt, pipar og hvítlaukur til að nudda kjötið
  • Ólífuolía
 
Aðferð
Skerið grænmetið gróft. Nuddið kjötið með salti og pipar (eða kryddi að eigin vali). Snúið og skerið í  fitulagið, nuddið í rifurnar. Penslið með ólífuolíu á báðar hliðar. Setjið púðursykur í skál ásamt eplasafa. Setjið svínasíðuna (puruhliðin upp) beint ofan á grænmetið, vefjið inn í álpappír eða í ofnfast fat með loki ásamt púðursykursblöndunni og smá bjór.
 
Setjið fatið eða pakkann með álpappír á grillið við vægan hita og eldið í um 3–3 1/2 klst.
Takið af grillinu og látið kólna í 20–30 mínútur.
 
Brúnið yfir opnum eldi í nokkrar mínútur til að fá fallega karmelluhúð á kjötið.
 
Grilluð Miðjarðarhafs kjúklingalæri
  • 1 tsk. hakkað ferskt timjan eða blóðberg
  • 1 tsk. hakkað ferskt rósmarín
  • 1/4  búnt söxuð steinselja 
  • eða skógar­­kerfill
  • 1 tsk. salt
  • 1/2 tsk. ferskmalaður svartur pipar
  • Ólífuolía eins og þarf
  • 8 lárviðarlauf
  • 8 kjúklingalæri
  • 2 sítrónur, skornar í báta
 
Aðferð
Blandið saman í skál hökkuðum jurtum, salti og pipar. Bætið ólífuolíu (ca 2 msk.) og nuddið vandlega á kjúklingalærin. Setjið lárviðarlauf ofan á hvert læri. Setjið á eldheitt grill (þegar öll kol eru hvít og þakin grárri ösku, forhitið gasgrill í a.m.k. 5 mínútur.)
 
Setjið kjúklinginn (skinnhliðina upp) á grillið og eldið þar til kjötið hefur brúnast, um 5 mínútur. Snúið kjúklingnum og eldið í 20 mínútur á vægum hita á skinnhliðinni.
 
Færið kjúklinginn að kalda hlutanum á grillinu og eldið þar til húðin er stökk og kjötið er eldað í gegn (70 °C). Berið kjúklinginn fram strax með sítrónubátum og salati. 
 
Berjakaka að breskum sið
Berja-„crumble“ er breska útgáfan af bandarískum bökum. Það er klassísk samsetning af sætum rabarbara og sætum berjum, toppað með stökkum hafra- og heslihnetumulningi. Ekki skemmir kúla af ís til að fullkoma réttinn.
 
  • 3/4 bolli hveiti um 150 g
  • 2/3 bolli plús 1/2 bolli sykur (140 g og 90 g)
  • Ögn af salti
  • 6 matskeiðar (100 g) kalt smjör, skorið í teninga
  • 1/2 bolli (100 g) gamaldags haframjöl
  • 1/2 bolli (100 g) heslihnetur, ristaðar, og hakkaðar
  • 1/2 vanillubaun eða vanilludropar
  • 1 askja ber (kirsuber eða jarðarber)
  • 12 stilkar rabarbari (helst rauður) skerið þvert og svo í bita
 
Vanilluís
Sameinið hveiti og fyrri hlutann af sykrinum, 2/3 bolli sykur og salt í miðlungsskál, hrærið saman. Bætið í smjöri. Nuddið saman með fingurgómunum þar til blandan festist saman. Blandið í höfrum og hnetum. Gott að gera daginn áður.
 
Hitið ofninn í 175 °C. Smyrjið bakstursfat. Setjið 1/2 bolla sykur í stóra skál ásamt vanillu. Blandið vel saman. Bætið berjum og rabarbara ásamt sykri í skál, myljið deigi yfir.
 
Bakið mulninginn þar til deigið er stökkt, í um 45 mínútur. Látið kólna í 15 mínútur. Setjið heitan mulninginn í skálar. Berið fram með ís.

4 myndir:

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...