Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvert ætlum við?
Mynd / TB
Skoðun 21. ágúst 2015

Hvert ætlum við?

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Það eru þenslumerki í samfélaginu þessi dægrin. Ferðaþjónustan slær öll fyrri met og byggingarkrönum fjölgar hratt. Slegist er um iðn­að­armenn og verktakar margir hverjir með langa verkefnalista. Atvinnuleysi er lítið og stórir hópar launþega hafa fengið töluverðar launahækkanir á síðustu mánuðum þótt ýmsir hafi ekki fengið úrlausn sinna mála. Bændur hafa notið þess síðustu ár að mikil eftirspurn er eftir fram­leiðsluvörum þeirra. Samt sem áður eru þeir margir ósáttir við sín kjör. Það kom bersýnilega í ljós á dögunum þegar sauðfjárbændur lögðu fram kröfugerð um hærra afurðaverð þegar verðlistar sláturhúsanna tóku að birtast, nær óbreyttir frá fyrra ári. Kúabændur stukku ekki hæð sína í loft upp þegar verðlagsnefnd kvað upp úr um 1,7% hækkun afurðaverðs til bænda fyrir nokkru síðan. Það er dapurlegt að staðan skuli vera svona árið 2015 þegar allt er í blóma og blússandi hagsæld. Verðbólgan raunar handan við hornið.
 
Margt bendir til þess að bú­skap­ur og bændur á Íslandi séu á tímamótum. Landbúnaðarráðherra hefur fyrir nokkuð löngu síðan boðað uppstokkun við endurnýjun búvörusamninga en ennþá hefur ekkert verið gefið upp um eðli eða innihald þeirra. Ljóst er að stuðningskerfið eins og það er í dag mun taka breytingum. Kvótakerfið í mjólkurframleiðslunni hefur gengið sér til húðar og trúlega eru menn búnir að átta sig á því að það var ekkert sérstök hugmynd að skuldsetja sig upp í rjáfur til þess eins að fá að framleiða og njóta bein­greiðslna úr ríkissjóði. Hvað skyldu bændur hafa greitt í vexti til bankanna síðustu 10 árin fyrir öll kvótalánin? Það er auðvelt að vera vitur eftir á. 
 
Hér í blaðinu er víða komið við. Stærsta kúabú landsins er í byggingu þar sem áætlað er að framleiða 1,5% mjólkurmagns á Íslandi. Formaður Félags ferðaþjónustubænda segir að fjölgun ferðamanna sé lyginni líkust og að bændur í þeirri starfsgrein eigi fullt í fangi með að sinna stækkandi markaði. Frekari sameiningar sláturhúsa virðast í kortunum þar sem markmiðið er að ná aukinni samkeppnishæfni. Piero Sardo, einn af frumkvöðlum Slow Food-hreyfingarinnar, hvetur fólk til að huga að líffræðilegum fjölbreytileika. Þessi dæmi segja okkur að þróun er óhjákvæmileg og breytingar eru nauðsynlegar. Þess vegna þurfa bændur að horfa fram á veginn. Hættum að stara í baksýnisspegilinn og eyða dýrmætum tíma í að verja einhverja stöðu sem tilheyrir fortíðinni. Komum með nýjar hugmyndir, tökum frumkvæðið og breytum okkur sjálf – það gerir það enginn annar. 
 
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...