Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Katrín Sigurjónsdóttir.
Skoðun 16. október 2018

Hversu mikilvægur er landbúnaður fyrir sveitarfélagið mitt?

Höfundur: Katrín Sigurjónsdóttir

Ein af grunnstoðum íslensks atvinnu­lífs er landbúnaður. Eyja­­fjörður er rótgróið land­bún­aðar­­hérað með blómlegum byggðum og stórum þjónustu- og úrvinnslufyrirtækjum á sviði landbúnaðar.

Líta má á nýjar og breyttar áherslur t.d. tengdar ESB, niðurfellingu tolla, meiri sveigjanleika við innflutning á fersku kjöti o.fl. þætti sem töluverða ógn við bændur og þeirra starfsemi. En sú ógn einskorðast alls ekki við þá sem vinna í frumgreininni og ætla ég að varpa smá ljósi á mikilvægi landbúnaðar fyrir sveitarfélagið mitt, Dalvíkurbyggð.

Í tölum sem Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar tók saman um landbúnaðarmál byggðum á Hagstofutölum ársins 2016 kemur fram að í Dalvíkurbyggð eru 39 rekstraraðilar í landbúnaði og er ársvelta bújarðanna rúmlega 900 milljónir króna samtals. Ætla má að hjá hverjum þessara 39 aðila séu að jafnaði 1–3 störf sem skila útsvarstekjum inn í sveitarfélagið. Mörg fyrirtæki í sveitarfélaginu þjónusta landbúnaðinn t.d. í byggingariðnaði, vélaverkstæðin og verslanirnar. Þá kaupa bændur þjónustu og vöru af veitum sveitarfélagsins og greiða fasteignagjöld af byggingum á jörðunum. Eyjafjarðarsvæðið í heild nýtur góðs af og mörg stór úrvinnslufyrirtæki skapa störf og hafa tekjur af landbúnaði.

En það er svo mikið meira en tölur og peningaleg áhrif. Á jörð­unum býr fólk, heldur sín húsdýr og ræktar sína jörð. Þar eru allt upp í þrjár kynslóðir á sama bænum að skapa verðmæti. Og verðmætin mælast ekki síður í félagslífi, samvinnu milli bæja og samkennd með nágrönnunum. Á meðan jarðirnar haldast í byggð og búskap er ásýnd sveitanna fögur og áður nefnd verðmæti til staðar. Það ríkir bjartsýni og trú á framtíðina. Um leið og búskapur leggst af og jarðir fara í eyði eða undir frístundabúsetu þá er erfiðara fyrir þá sem eftir standa að halda úti margvíslegum samfélagsverkefnum. Þess vegna er svo mikilvægt á landsvísu að standa vörð um landið og landbúnaðinn og koma lögum yfir uppkaup auðmanna á heilu sveitunum.

Við í Dalvíkurbyggð erum stolt af okkar bændum og þeirra metnaðarfullu starfsemi sem er mjög mikilvæg fyrir sveitarfélagið. Undanfarin ár hefur verið gaman að fylgjast með hvernig þeir hafa margir hverjir byggt upp og fært vinnsluhætti til nútímans. Ég vona að skilyrði, regluverk og umgjörð um landbúnaðinn verði með þeim hætti í framtíðinni að nýjar kynslóðir sjái áfram tækifæri í að helga sig þessari grundvallar atvinnugrein í okkar þjóðfélagi.

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri í Dalvíkurbyggð.

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...

40 þúsund notendur í 24 löndum
Fréttir 4. júlí 2025

40 þúsund notendur í 24 löndum

Smáforritið HorseDay fagnaði þriggja ára afmæli í síðasta mánuði en forritið hef...

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum
Fréttir 4. júlí 2025

Búgreinar misháðar loftslagsbreytingum

Hitabylgjan hér á landi í maí hefði ekki orðið jafnmikil og raun bar vitni nema ...

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 3. júlí 2025

Ný stefna um líffræðilega fjölbreytni

Í Samráðsgátt stjórnvalda eru nú til umsagnar drög að stefnu um líffræðilega fjö...

Hættir með Klausturkaffi í árslok
Fréttir 3. júlí 2025

Hættir með Klausturkaffi í árslok

Veitingahúsið Klausturkaffi í Skriðuklaustri í Fljótsdal fagnar 25 ára afmæli í ...