Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?
Fræðsluhornið 18. september 2015

Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?

Höfundur: Sigurður Jarlsson
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi jarðvegssýnatöku. 
 
Um áraraðir hafa jarðvegssýni hér á landi verið tekin úr efstu 5 cm túna. Víða í nágrannalöndum okkar er því þannig háttað að sýni eru tekin úr efstu 10 cm túna og um 15 cm úr akurlendi. Í fyrra byrjaði RML að taka sýni með þessum hætti. Það er mat sérfræðinga að niðurstöður þessara sýna séu mun áreiðanlegri en sýna sem tekin eru úr minni dýpt. 
 
Til að fylgjast með breytingum sem kunna að verða á sýrustigi og magni plöntunærandi efna í efsta jarðvegslagi túna og akra er æskilegt að taka úr þeim jarðvegssýni á 5–8 ára fresti. 
 
Í haust mun RML bjóða upp á jarðvegssýnatöku og túlkun á niðurstöðunum eins og áður. Unnið er samkvæmt gjaldskrá en gera má ráð fyrir að kostnaður við sýnatöku, efnagreiningu og túlkun á þremur jarðvegssýnum gæti orðið um 38.500 + VSK. Ef við gerum ráð fyrir að jarðvegssýnataka sé viðhöfð á sjö ára fresti þýðir þessi liður í bússtjórninni 5500 krónur á ári sem er léttvæg upphæð í samanburði við önnur útgjöld í fóðuröflunarkostnaði meðal bús.
 
Jarðvegssýni sem ráðunautar RML taka í haust verða send til greiningar hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri. Mælt verður sýrustig og 10 stein- og snefilefni, P, K, Ca, Mg, Na, S, Fe, Cu, Mn og Zn.
Þegar niðurstöður efnagreininga liggja fyrir munu ráðunautar RML fara yfir niðurstöður þeirra og senda bændum túlkun á þeim sem mun nýtast við gerð áburðaráætlana og öðrum verkefnum er tengjast jarðræktinni. 
 
Varðandi jarðvegssýnatöku er rétt að nefna að það er óæskilegt að taka sýni þar sem búfjáráburður hefur verið borin á síðsumars eða í haust. 
 
Jarðvegssýnataka mun hefjast upp úr miðjum september. Æskilegt er að sem flestar pantanir liggi fyrir þá. Hægt er að panta rafrænt á heimasíðu rml.is, eða með því að hringja í síma 516-5000.
Svínaflensa í Rússlandi
Fréttir 27. september 2022

Svínaflensa í Rússlandi

Afríska svínaflensan greindist á stóru rússnesku svínabúi í lok sumars. ...

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið
Fréttir 30. ágúst 2022

Hækkun upp á 35,5 prósent að meðaltali fyrir dilka yfir landið

Uppfærslur á verðskrám sláturleyfishafa, vegna sauðfjárslátrunar 2022, halda áfr...

Fjár- og stóðréttir 2022
Fréttir 25. ágúst 2022

Fjár- og stóðréttir 2022

Fjár- og stóðréttir verða nú með hefðbundnum brag, en tvö síðustu haust hafa ver...

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður
Fréttir 7. júlí 2022

Riðuþolinn sauðfjárstofn verður ræktaður

Staðfest er að samtals 128 gripir bera annaðhvort ARR-arfgerð, sem er alþjóðlega...

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021
Fréttir 7. júlí 2022

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói af framleiddu nautakjöti árið 2021

Afurðatekjur af nautaeldi mæta ekki framleiðslukostnaði og hafa ekki gert síðast...

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir
Fréttir 27. júní 2022

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar verulegar afurðaverðshækkanir

Sláturfélag Vopnfirðinga boðar umtalsverðar hækkanir á afurðaverði til sauðfjárb...

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“
Fréttir 14. júní 2022

„Viðnámsþróttur þjóða byggir á öflugri innlendri matvælaframleiðslu“

Stjórn Bændasamtakana telur skýrslu og tillögur Spretthóps, sem lagaðar voru fyr...

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning
Fréttir 14. júní 2022

Spretthópur leggur til 2,5 milljarða króna stuðning

Spretthópur, sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframle...