Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?
Á faglegum nótum 18. september 2015

Hversu langt er síðan tekin voru jarðvegssýni hjá þér?

Höfundur: Sigurður Jarlsson
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins vekur athygli á breyttu fyrirkomulagi jarðvegssýnatöku. 
 
Um áraraðir hafa jarðvegssýni hér á landi verið tekin úr efstu 5 cm túna. Víða í nágrannalöndum okkar er því þannig háttað að sýni eru tekin úr efstu 10 cm túna og um 15 cm úr akurlendi. Í fyrra byrjaði RML að taka sýni með þessum hætti. Það er mat sérfræðinga að niðurstöður þessara sýna séu mun áreiðanlegri en sýna sem tekin eru úr minni dýpt. 
 
Til að fylgjast með breytingum sem kunna að verða á sýrustigi og magni plöntunærandi efna í efsta jarðvegslagi túna og akra er æskilegt að taka úr þeim jarðvegssýni á 5–8 ára fresti. 
 
Í haust mun RML bjóða upp á jarðvegssýnatöku og túlkun á niðurstöðunum eins og áður. Unnið er samkvæmt gjaldskrá en gera má ráð fyrir að kostnaður við sýnatöku, efnagreiningu og túlkun á þremur jarðvegssýnum gæti orðið um 38.500 + VSK. Ef við gerum ráð fyrir að jarðvegssýnataka sé viðhöfð á sjö ára fresti þýðir þessi liður í bússtjórninni 5500 krónur á ári sem er léttvæg upphæð í samanburði við önnur útgjöld í fóðuröflunarkostnaði meðal bús.
 
Jarðvegssýni sem ráðunautar RML taka í haust verða send til greiningar hjá Efnagreiningu ehf. á Hvanneyri. Mælt verður sýrustig og 10 stein- og snefilefni, P, K, Ca, Mg, Na, S, Fe, Cu, Mn og Zn.
Þegar niðurstöður efnagreininga liggja fyrir munu ráðunautar RML fara yfir niðurstöður þeirra og senda bændum túlkun á þeim sem mun nýtast við gerð áburðaráætlana og öðrum verkefnum er tengjast jarðræktinni. 
 
Varðandi jarðvegssýnatöku er rétt að nefna að það er óæskilegt að taka sýni þar sem búfjáráburður hefur verið borin á síðsumars eða í haust. 
 
Jarðvegssýnataka mun hefjast upp úr miðjum september. Æskilegt er að sem flestar pantanir liggi fyrir þá. Hægt er að panta rafrænt á heimasíðu rml.is, eða með því að hringja í síma 516-5000.
Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...