Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hvernig brauðfæða má heiminn – og snúa loftslagsbreytingum við
Lesendarýni 29. október 2014

Hvernig brauðfæða má heiminn – og snúa loftslagsbreytingum við

Höfundur: Sandra B. Jónsdóttir

Sameinuðu þjóðirnar spá því að um miðja öldina muni íbúafjöldi jarðar ná jafnvægi nærri 9 milljarða markinu, en landbúnaður framleiðir nú næga fæðu fyrir 14 milljarða manna. Verkefni landbúnaðar framtíðarinnar er því ekki fyrst og fremst að auka uppskeru, heldur að þróa aðferðir sem viðhalda uppskeru á tímum loftslagsbreytinga.

Nýjar vísindarannsóknir vísa hér veginn. Rannsóknir sem ETC-hópurinn (etcgroup.org) hefur gert  sýna að smábú framleiða um 70% af heimsframleiðslu matvæla en nota til þess einvörðungu 30% þeirra aðfanga sem landbúnaður útheimtir. Verksmiðjubú framleiða hins vegar 30% heimsframleiðslu með 70% aðfanganna.

Prófessor Jack Heinemann rannsakaði gögn um framleiðni landbúnaðar í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu sl. 50 ár. Hann komst að því að evrópsk bú, sem eru minni, dreifbærari og nota minna magn efna, framleiða meira á hvern hektara lands en þau bandarísku, sem eru stærri og beita erfðatækni í ríkum mæli.

Þrátt fyrir þessar niðurstöður halda talsmenn verksmiðjubúskapar og líftæknifyrirtæki því fram að nota verði þéttbærari ræktunaraðferðir og auka verði notkun tilbúinna efna og ræktun erfðabreyttra plantna. Það stangast á við þeirra eigin ráð um að fylgja vísindunum að máli, og bendir til þess að fyrirtækin hafi meiri áhuga á að fóðra eigin bankabækur en að brauðfæða heiminn. Gögn úr rannsóknum sýna að verksmiðjubúskapur er hvorki svar við loftslagsvá né hungri, heldur ríkur þáttur í vandanum.

Áhrif verksmiðjubúskapar

Loftslagsbreytingar: IPCC telur verksmiðjubúskap valda hvorki meira né minna en 44–57% útstreymis gróðurhúsalofttegunda, einkum vegna notkunar á jarðefnaeldsneyti til flutninga, úrvinnslu og til framleiðslu á áburði og varnarefnum. Með síræktun og notkun eiturefna og tilbúins áburðar er jarðvegur rúinn lífrænum efnum og þar með getu til að binda kolefni, nokkuð sem annars myndi vinna gegn loftslagsbreytingum.

Eyðing skordýra, plantna og jarðvegsflóru:  Býflugur frjóvga um þrjá-fjórðu hluta allra fæðuplantna, en stofnum þeirra hnignar nú ört, einkum vegna eiturefnanotkunar. Fjölbreytt plöntuflóra er grundvöllur fæðuöryggis, en að mati FAO hefur henni hnignað um 75% vegna aðferða verksmiðjubúskapar. Jarðvegur og flóra hans ráða miklu um magn og gæði matvæla, en eyðing jarðvegs er enn margfalt hraðari en endurmyndun hans, með þeim afleiðingum að framleiðni hefur minnkað á um 30% ræktarlands.

Heilsutjón neytenda:  Aðferðir verksmiðjubúskapar hafa rænt jarðveginn vítamínum og steinefnum sem þarf til framleiðslu á næringarríkri fæðu. Með innleiðingu erfðabreyttra plantna hafa eiturefnaleifar aukist í matvælum. Í bandarískum rannsóknum kemur fram að glýfosat (varnarefni sem notað er á 80% erfðabreyttra plantna) hefur fundist í brjóstamjólk mæðra, í þvagi, í andrúmslofti og jarðvatni. Kanadísk rannsókn sýndi að Bt-eitur (sem splæst er í erfðabreyttar Bt-plöntur) fannst í blóði þungaðra kvenna og í blóði ófæddrra barna þeirra. Mengun í matvælum kann að skýra niðurstöður nýrrar rannsóknar sem sýndi að jafnvel ríkir Bandaríkjamenn sem tileinka sér hollan lífsstíl eru óhraustari og deyja fyrr en kollegar þeirra í öðrum velmegandi löndum. 

Sóun: Allt að þriðjungur allrar fæðuframleiðslu tapast eða er sóað, að miklu leyti við uppskeru, úrvinnslu og í dreifingu.

Sýklalyfjaónæmi:  Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) varar við því að ofnotkun fúkkalyfja valdi ónæmi baktería við lyfjum sem beitt er gegn sýkingum í mannfólki. Helmingur allra fúkkalyfja er notaður á prýðilega heilbrigt búfé til að auka vöxt og hindra bakteríusýkingar af völdum þéttleika búfjár sem einkennir verksmiðjubúskap. Þrátt fyrir aðvaranir WHO eru flestar erfðabreyttar plöntur með geni sem tjáir sýklalyfjaónæmi og veldur því að bakteríur í umhverfinu verða ónæmar fyrir sýklalyfjum.

Búnaðarvistfræði – Ný framtíð

FAO, IAASTD, Millennium Institute, Worldwatch Institute og margir heimskunnir og virtir búnaðarhagfræðingar telja að beita þurfi búnaðarvistfræði (agroecology) í landbúnaði framtíðarinnar.  Búnaðarvistfræði er heildræn langtíma sýn á landbúnað og stuðlar að frjósemi jarðvegs og náttúrulegum ræktunaraðferðum. Hún tengir fæðuöryggi við félagslegt réttlæti og hvetur til þess að samfélög og bændur stjórni fæðuframleiðslu en ekki fjölþjóðafyrirtæki og ríkisstjórnir. Í tugum þróunarverkefna í 20 Afríkulöndum þar sem búnaðarvistfræðiaðferðum var beitt tvöfaldaðist uppskera.

Lífrænn landbúnaður – búnaðarvistfræði eins og hún gerist best

Loftslagsbreytingar: Lífrænar aðferðir nota náttúrulegan áburð og áburðarplöntur sem auka lífræn efni í jarðvegi, sem aftur eykur vatnsheldni, dregur úr jarðvegsrofi og bindur kolefni. Rodale stofnunin telur að ef landbúnaður heimsins yrði lífrænn mundi hann binda yfir alla kolefnislosun og gott betur, m.ö.o. snúa loftslagsbreytingum við.

Aðföng:  Lífrænn landbúnaður bannar notkun tilbúins áburðar og eiturefna. Staðlar um lífræna framleiðslu banna ennfremur sýklalyf, vaxtarhormóna, geislun, gervisætu- og gervilitarefni.

Erfðabreyttar lífverur:  Erfða­breyttar lífverur eru bannaðar í lífrænni framleiðslu, þ.m.t. erfðabreytt fræ og fóður.

Sáðskipti:  Lífrænar aðferðir banna síræktun en gera ráð fyrir sáðskiptum sem með réttum vinnubrögðum geta aukið uppskeru um 20-30%.

Orka:  Lífræn bú nota 30-50% minna af jarðefnaeldsneyti en verksmiðjubúin.

Líffræðileg fjölbreytni:  Ný rannsókn sem birt er í tímaritinu Journal of Applied Ecology sýnir að líffræðileg fjölbreytni er 34% meiri á lífrænum býlum samanborið við hefðbundin býli.

Næring: Nýleg ritrýnd grein­ing á 343 rannsóknum sýnir að lífræn matvæli eru næringarríkari en hefðbundin matvæli, m.a. hvað varðar hærri gildi andoxunarefna, og lægri gildi þungmálma og minni leifar eiturefna.

Uppskera: Í skýrslum Sameinuðu þjóðanna kemur fram að í 114 þróunarverkefnum í 24 Afríkulöndum hafi lífræn býli og býli sem beita sambærilegum aðferðum sýnt yfir 100% uppskeruauka.

Kostnaður:  Lífræn matvæli eru ekki dýr. Ef tjón á umhverfi og heilsufari (dulinn kostnaður) eru tekin með í reikninginn við framleiðslu matvæla, eru hefðbundin matvæli dýrari en lífræn matvæli.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...