Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hér eru Guðmundur Ingvarsson í Akurgerði og Páll að brennimerkja eina kindina í fyrra sem hafði verið á útigangi í tvö ár.
Hér eru Guðmundur Ingvarsson í Akurgerði og Páll að brennimerkja eina kindina í fyrra sem hafði verið á útigangi í tvö ár.
Mynd / MHH
Lesendarýni 22. apríl 2016

Hverjum kemur þetta við?

Höfundur: Páll Auðar Þorláksson
Á myndinni hér til hliðar, sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók og birtist hér í Bændablaðinu fyrir ári, er Guðmundur Ingvarsson bóndi í Akurgerði 2 að hjálpa undirrituðum að brennimerkja kind sem gengið hafði úti í 2 ár í nærliggjandi afrétti okkar Ölfusinga. Ekki var hægt að eyrnamerkja kindina vegna þess hve gömul hún var.
 
Fleiri kindur bárust mér í fyrra sem voru í slæmu ástandi og hjálpaði Guðmundur mér að koma þeim á legg. Tvö lömbin voru þannig á sig komin að við urðum að troða upp í þau heyi og styðja á fætur. Mæður þessara lamba komu aldrei fram, höfðu væntanlega drepist.  
 
Er vel var liðið á þorra á þessu ári fóru okkur Ölfusingum að berast kindur úr fyrrgreindum afrétti, og bjóst ég við að ástand kindanna væri svipað og í fyrra. Þá hafði ég samband við Matvælastofnun en þar var sagt „okkur kemur þetta ekkert við, þetta er mál sveitarstjórnar“.
 
Fyrr á árum hafði ég samband við Ólaf Dýrmundsson, P.H.D. ráðunaut hjá Bændasamtökum Íslands, og Sigurð Sigurðarson sem þá var yfirdýralæknir út af svona málum, og þeir létu þessi mál sig varða.
Á síðasta Búnaðarþingi var samþykkt ályktun til sveitarstjórna um úrbætur á smölun á öllu landinu. En  framkvæmd á afréttarsmölun er verst í landnámi Ingólfs Arnarsonar, þaðan sem formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga kemur. Þaðan eru enn að berast kindur þegar þetta er ritað.
 
Samkvæmt ályktun Búnaðarþings á að bíða til haustsins með úrbætur.  En það er of seint að mínu mati því að kindur eru að finnast lifandi núna um og eftir páska og styttist í að  sauðburður hefjist á hálendi Íslands. Því væri óskandi að björgunarsveitir á Íslandi gætu sinnt því að leita uppi og bjarga þessum  kindum. Hægt væri t.d. að fá flugvél til fjárleitar á afréttum Árnesþings, eins og víða er gert.  Það er tekið fram í fjallskilareglugerðum að það á að greiða fyrir eftirleitir. 
 
Þetta ófremdarástand á smalamennsku hér, hefur varað áratugum saman. Þá hefur samráðsnefnd um úrbætur aldrei verið kölluð saman. Sú nefnd er skipuð 3 mönnum úr Árnesþingi og 2 mönnum úr Kjalarnesþingi. Það skal tekið fram að við Ölfusingar stöndum í mikilli þakkarskuld við bóndann á Vogsósum í Selvogi, Snorra Þórarinsson, hvernig hann hefur sinnt eftirleitum á afrétti Ölfusinga. Einnig starfsmönnum Hellisheiðarvirkjunar sem láta vita ef þeir verða varir við eftirlegukindur o.fl.
 
Við bændur viljum geyma fé okkar á húsi, en hirðum vel flestir lítt um að geyma fé í skattaskjólum.  Hvað þá í skjóli skrattans. Það er varla gott, og ekki til að auka sölu á kindakjöti, að taka upp búskaparhætti Hrafna-Flóka.
 
Virðingarfyllst, 
Páll Auðar Þorláksson,
sauðfjárbóndi Sandhóli, Ölfusi
Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...