Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hér eru Guðmundur Ingvarsson í Akurgerði og Páll að brennimerkja eina kindina í fyrra sem hafði verið á útigangi í tvö ár.
Hér eru Guðmundur Ingvarsson í Akurgerði og Páll að brennimerkja eina kindina í fyrra sem hafði verið á útigangi í tvö ár.
Mynd / MHH
Lesendarýni 22. apríl 2016

Hverjum kemur þetta við?

Höfundur: Páll Auðar Þorláksson
Á myndinni hér til hliðar, sem Magnús Hlynur Hreiðarsson tók og birtist hér í Bændablaðinu fyrir ári, er Guðmundur Ingvarsson bóndi í Akurgerði 2 að hjálpa undirrituðum að brennimerkja kind sem gengið hafði úti í 2 ár í nærliggjandi afrétti okkar Ölfusinga. Ekki var hægt að eyrnamerkja kindina vegna þess hve gömul hún var.
 
Fleiri kindur bárust mér í fyrra sem voru í slæmu ástandi og hjálpaði Guðmundur mér að koma þeim á legg. Tvö lömbin voru þannig á sig komin að við urðum að troða upp í þau heyi og styðja á fætur. Mæður þessara lamba komu aldrei fram, höfðu væntanlega drepist.  
 
Er vel var liðið á þorra á þessu ári fóru okkur Ölfusingum að berast kindur úr fyrrgreindum afrétti, og bjóst ég við að ástand kindanna væri svipað og í fyrra. Þá hafði ég samband við Matvælastofnun en þar var sagt „okkur kemur þetta ekkert við, þetta er mál sveitarstjórnar“.
 
Fyrr á árum hafði ég samband við Ólaf Dýrmundsson, P.H.D. ráðunaut hjá Bændasamtökum Íslands, og Sigurð Sigurðarson sem þá var yfirdýralæknir út af svona málum, og þeir létu þessi mál sig varða.
Á síðasta Búnaðarþingi var samþykkt ályktun til sveitarstjórna um úrbætur á smölun á öllu landinu. En  framkvæmd á afréttarsmölun er verst í landnámi Ingólfs Arnarsonar, þaðan sem formaður Sambands sunnlenskra sveitarfélaga kemur. Þaðan eru enn að berast kindur þegar þetta er ritað.
 
Samkvæmt ályktun Búnaðarþings á að bíða til haustsins með úrbætur.  En það er of seint að mínu mati því að kindur eru að finnast lifandi núna um og eftir páska og styttist í að  sauðburður hefjist á hálendi Íslands. Því væri óskandi að björgunarsveitir á Íslandi gætu sinnt því að leita uppi og bjarga þessum  kindum. Hægt væri t.d. að fá flugvél til fjárleitar á afréttum Árnesþings, eins og víða er gert.  Það er tekið fram í fjallskilareglugerðum að það á að greiða fyrir eftirleitir. 
 
Þetta ófremdarástand á smalamennsku hér, hefur varað áratugum saman. Þá hefur samráðsnefnd um úrbætur aldrei verið kölluð saman. Sú nefnd er skipuð 3 mönnum úr Árnesþingi og 2 mönnum úr Kjalarnesþingi. Það skal tekið fram að við Ölfusingar stöndum í mikilli þakkarskuld við bóndann á Vogsósum í Selvogi, Snorra Þórarinsson, hvernig hann hefur sinnt eftirleitum á afrétti Ölfusinga. Einnig starfsmönnum Hellisheiðarvirkjunar sem láta vita ef þeir verða varir við eftirlegukindur o.fl.
 
Við bændur viljum geyma fé okkar á húsi, en hirðum vel flestir lítt um að geyma fé í skattaskjólum.  Hvað þá í skjóli skrattans. Það er varla gott, og ekki til að auka sölu á kindakjöti, að taka upp búskaparhætti Hrafna-Flóka.
 
Virðingarfyllst, 
Páll Auðar Þorláksson,
sauðfjárbóndi Sandhóli, Ölfusi
Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...