Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hverjir vinna til Embluverðlaunanna?
Fréttir 24. ágúst 2017

Hverjir vinna til Embluverðlaunanna?

Höfundur: Tjörvi Bjarnason

Embluverðlaunin, samnorræn matarverðlaun, verða afhent síðar í dag í Kaupmannahöfn í fyrsta sinn. Athöfnin er haldin í tengslum við matarhátíðina Copenhagen Cooking og stóra ráðstefnu á vegum danska landbúnaðarráðuneytisins, “Better food for more people”.

Með Embluverðlaununum er ætlunin að upphefja norrænar matarhefðir og þann menningararf sem Norðurlandaþjóðirnar búa að. Jafnframt að beina kastljósinu að þeim framleiðendum sem skara fram úr, stunda nýsköpun eða eru brautryðjendur í sínu fagi.

Embluverðlaunin eru samstarfsverkefni allra bændasamtaka Norðurlandanna sem eru í NBC, samtökum norrænna bændasamtaka. Að auki taka Færeyingar þátt og Álandseyjar hafa jafnframt sína fulltrúa í keppninni. Norræna ráðherranefndin er einn af bakhjörlum Embluverðlaunanna.

Alls er keppt í sjö flokkum og Ísland sendi eftirfarandi tilnefningar í þá alla:

Mat fyrir börn og ungmenni 2017
Vakandi

Mataráfangastaður Norðurlanda 2017
Siglufjörður

Matarfrumkvöðull Norðurlanda 2017
Pure Natura

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017
Saltverk

Kynningarherferð / Matarblaðamaður Norðurlanda 2017
Icelandic Lamb

Norðurlandaverðlaun fyrir mat fyrir marga 2017
Eldum rétt

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017
Friðheimar

Dómnefndir voru að störfum í gærdag en hver þjóð lagði til þrjá dómara. Fyrir Íslands hönd sátu í dómnefnd Guðrún Tryggadóttir bóndi í Svartárkoti, Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari í Hörpu og Brynja Laxdal framkvæmdastjóri Matarauðs Íslands.

Seinnipartinn í dag kemur í ljós hverjir vinna til verðlauna en verðlaunaafhendingin fer fram í ráðhúsinu í Kaupmannahöfn að viðstöddu fjölmenni, meðal annars ráðherrum, borgarstjóra Kaupmannahafnar og Marie prinsessu. Formenn norrænu bændasamtakanna og flestir þeir sem tilnendir eru verða einnig við athöfnina.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...