Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í fyrsta sinn í Íslandssögunni.

„Í kynbótaverkefninu ætlum við að fara að byrja á hveitikynbótum sem aldrei hafa verið stundaðar á Íslandi,“ segir Hrannar S. Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt LbhÍ, en Hrannar fer einnig fyrir plöntukynbótaverkefninu Völu sem styrkt er af MAR.

„Það er hvorki til hveitistofn né íslensk hveitiyrki. Við erum að byrja frá grunni. Því fórum við á fund með Norræna genabankanum og báðum þau um að opna vetrarhveitisafn sitt og senda okkur sýni af hverri einustu vetrarhveitiarfgerð sem þau eiga. Það var gríðarlega stór aðgerð fyrir bankann,“ segir hann.

Að sögn Hrannars eru gerðirnar rétt tæplega þúsund talsins. Þeim var sáð í Gunnarsholti í haust. Nú verður því unnt að leita að erfðabreytileika fyrir flýti og vetrarþoli. „Þetta ætlum við svo að gera í nokkur ár og safna gögnum um þessa eiginleika,“ heldur Hrannar áfram. „Síðan ætlum við líka að erfðagreina allt þetta hveiti til að fá gott mat á erfðabreytileikum safnsins. Það er óhætt að segja að þetta er verkefni sem er að vekja talsvert mikla athygli á Norðurlöndum og mögulegt að fleiri rannsóknastofnanir og kynbótafyrirtæki hafi áhuga á að taka þátt í þessu. Þetta safn Norræna genabankans hefur aldrei verið metið með þessum hætti áður, þ.e. sáð út saman og rannsakað. Við þetta má bæta að þetta er með stærstu verkefnum sem hafa það að markmiði að aðlaga vetrarhveiti að svo norðlægum aðstæðum,“ segir hann.

Vetrarhveiti er notað sem fóður fyrir búfé. Eftirspurn eftir hveiti í fóðurgerð á Íslandi hefur verið að vaxa talsvert. Hrannar segir að með öllum fyrirhuguðum landeldisáætlunum þá gæti eftirspurnin eftir hveiti tvöfaldast hér á landi.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...