Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í fyrsta sinn í Íslandssögunni.

„Í kynbótaverkefninu ætlum við að fara að byrja á hveitikynbótum sem aldrei hafa verið stundaðar á Íslandi,“ segir Hrannar S. Hilmarsson, tilraunastjóri í jarðrækt LbhÍ, en Hrannar fer einnig fyrir plöntukynbótaverkefninu Völu sem styrkt er af MAR.

„Það er hvorki til hveitistofn né íslensk hveitiyrki. Við erum að byrja frá grunni. Því fórum við á fund með Norræna genabankanum og báðum þau um að opna vetrarhveitisafn sitt og senda okkur sýni af hverri einustu vetrarhveitiarfgerð sem þau eiga. Það var gríðarlega stór aðgerð fyrir bankann,“ segir hann.

Að sögn Hrannars eru gerðirnar rétt tæplega þúsund talsins. Þeim var sáð í Gunnarsholti í haust. Nú verður því unnt að leita að erfðabreytileika fyrir flýti og vetrarþoli. „Þetta ætlum við svo að gera í nokkur ár og safna gögnum um þessa eiginleika,“ heldur Hrannar áfram. „Síðan ætlum við líka að erfðagreina allt þetta hveiti til að fá gott mat á erfðabreytileikum safnsins. Það er óhætt að segja að þetta er verkefni sem er að vekja talsvert mikla athygli á Norðurlöndum og mögulegt að fleiri rannsóknastofnanir og kynbótafyrirtæki hafi áhuga á að taka þátt í þessu. Þetta safn Norræna genabankans hefur aldrei verið metið með þessum hætti áður, þ.e. sáð út saman og rannsakað. Við þetta má bæta að þetta er með stærstu verkefnum sem hafa það að markmiði að aðlaga vetrarhveiti að svo norðlægum aðstæðum,“ segir hann.

Vetrarhveiti er notað sem fóður fyrir búfé. Eftirspurn eftir hveiti í fóðurgerð á Íslandi hefur verið að vaxa talsvert. Hrannar segir að með öllum fyrirhuguðum landeldisáætlunum þá gæti eftirspurnin eftir hveiti tvöfaldast hér á landi.

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...