Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu
Fréttir 31. mars 2017

Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA) hveitibirgðir verið að aukast á heimsvísu í kjölfar framleiðsluaukningar og  þrátt fyrir verulega aukin kaup Indverja á hveiti. 
 
Heimsframleiðsla á hveiti á síðasta ári var 751,1 milljón tonna og jókst um 2,8 milljónir tonna. Aukningin kom að mestu frá Ástralíu og Argentínu og gerði meira en að vega upp samdrátt í Evrópusambandslöndum. Metuppskera var á hveiti í Ástralíu sem skilaði 35 milljónum tonna og jókst um 2 milljónir tonna. 
 
Dugar þar ekki til að Indverjar hafa aukið verulega innflutning á hveiti nú í mars í kjölfar þess að þeir voru farnir að ganga mjög á sínar birgðir. Hafa hveitibirgðir Indverja stöðugt verið að minnka síðan 2012.
 
Indverjar leiða nú innflutning á hveiti á heimsvísu og hafa flutt inn 5,5, milljónir tonna í þessum mánuði. Er þetta mesti hveitiinnflutningur Indverja síðan 2006. Þrátt fyrir að eftirspurn í Indlandi hafi aukist, þá hafa hveitibirgðir á heimsvísu verið að hlaðast upp. Þannig hafa birgðir aukist um 1,3 milljónir tonna og voru um síðustu áramót 249,9 milljónir tonna. 
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...