Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu
Fréttir 31. mars 2017

Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA) hveitibirgðir verið að aukast á heimsvísu í kjölfar framleiðsluaukningar og  þrátt fyrir verulega aukin kaup Indverja á hveiti. 
 
Heimsframleiðsla á hveiti á síðasta ári var 751,1 milljón tonna og jókst um 2,8 milljónir tonna. Aukningin kom að mestu frá Ástralíu og Argentínu og gerði meira en að vega upp samdrátt í Evrópusambandslöndum. Metuppskera var á hveiti í Ástralíu sem skilaði 35 milljónum tonna og jókst um 2 milljónir tonna. 
 
Dugar þar ekki til að Indverjar hafa aukið verulega innflutning á hveiti nú í mars í kjölfar þess að þeir voru farnir að ganga mjög á sínar birgðir. Hafa hveitibirgðir Indverja stöðugt verið að minnka síðan 2012.
 
Indverjar leiða nú innflutning á hveiti á heimsvísu og hafa flutt inn 5,5, milljónir tonna í þessum mánuði. Er þetta mesti hveitiinnflutningur Indverja síðan 2006. Þrátt fyrir að eftirspurn í Indlandi hafi aukist, þá hafa hveitibirgðir á heimsvísu verið að hlaðast upp. Þannig hafa birgðir aukist um 1,3 milljónir tonna og voru um síðustu áramót 249,9 milljónir tonna. 
Heitt vatn finnst á Ströndum
Fréttir 1. desember 2023

Heitt vatn finnst á Ströndum

Heitt vatn fannst nýlega við borun á Drangsnesi á Ströndum.

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki
Fréttir 1. desember 2023

Tímamót í baráttunni gegn riðuveiki

Tímamót eru í baráttunni gegn riðuveiki í sauðfé með nýrri nálgun stjórnvalda þa...

Birgðir kindakjöts aldrei minni
Fréttir 1. desember 2023

Birgðir kindakjöts aldrei minni

Birgðir kindakjöts í lok ágústmánaðar hafa aldrei verið minni en á þessu ári.

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið
Fréttir 30. nóvember 2023

Samningaviðræðum við Miðfjarðarbændur ekki lokið

Í umræðum á Alþingi á mánudaginn um riðuveiki í sauðfé og bætur vegna niðurskurð...

Sala sýklalyfja dregst saman
Fréttir 30. nóvember 2023

Sala sýklalyfja dregst saman

Sala sýklalyfja fyrir búfé og eldisfiska í Evrópu dróst saman um 12,7% milli ára...

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið
Fréttir 30. nóvember 2023

Stefnir í að tap verði 525 krónur á kílóið

Í nýlegri skýrslu Ráðgjafar­miðstöðvar land­búnaðarins um rekstrarafkomu nautakj...

Kortlagning ræktunarlands
Fréttir 30. nóvember 2023

Kortlagning ræktunarlands

Gert er ráð fyrir að þings­ályktunar­tillaga um nýja lands­skipulagsstefnu til 1...

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum
Fréttir 27. nóvember 2023

Fagstaðlaráð í umhverfis- og loftslagsmálum

Nýtt fagstaðlaráð hefur verið stofnað undir hatti Staðlaráðs Íslands. Það verður...