Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimatungu og formaður Samtaka ungra bænda, brá á leik við afhendingu hvatningarverðlaunanna og tók eitt „snappchat“ í tilefni dagsins.
Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimatungu og formaður Samtaka ungra bænda, brá á leik við afhendingu hvatningarverðlaunanna og tók eitt „snappchat“ í tilefni dagsins.
Mynd / HKr
Fréttir 18. mars 2016

Hvatningarverðlaun BÍ afhent í fyrsta skiptið

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, afhenti hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands, sem nú voru veitt í fyrsta sinn við setningu búnaðarþings. 
 
Hvatningarverðlaunin hlaut annars vegar Hlédís Sveinsdóttir, sem hefur um árabil stuðlað að margvíslegu frumkvöðlastarfi sem hefur nýst landbúnaðinum til góðs. 
 
Hlédís er fædd og uppalin að Fossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi og eftir að hafa lokið námi við Háskólann á Bifröst stofnaði hún fyrirtækið kindur.is, þar sem fólki gafst kostur á því að eignast kindur, fylgjast með lífi þeirra og njóta afurða þeirra. Hlédís var í nokkur ár formaður samtakanna Beint frá býli og lagði með því sitt af mörkum við að tengja neytendur og bændur betur saman. Hún átti og rak ísbúðina „Ísland“ sem seldi heimaframleiddan mjólkurís. Þá hefur hún ásamt fleirum unnið brautryðjendastarf við uppsetningu og rekstur matarmarkaða þar sem fjölbreyttar vörur bænda eru á boðstólum.  
 
Þá hlutu Samtök ungra bænda hvatningarverðlaunin fyrir verkefnið „Ungur bóndi á Snapchat“. Snemma á síðasta ári stofnuðu Samtök ungra bænda aðgang á samfélagsmiðlinum Snapchat undir heitinu „Ungur bóndi“. Þar birtast stutt myndskeið sem tekin eru upp við ýmsar aðstæður. Meginmarkmiðið var að gefa öðrum bændum færi á að fylgjast með því sem ungir bændur væru að bardúsa við frá degi til dags. Daglega fylgjast 3–4.000 manns með því sem fram fer á snappinu. 
Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara