Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimatungu og formaður Samtaka ungra bænda, brá á leik við afhendingu hvatningarverðlaunanna og tók eitt „snappchat“ í tilefni dagsins.
Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimatungu og formaður Samtaka ungra bænda, brá á leik við afhendingu hvatningarverðlaunanna og tók eitt „snappchat“ í tilefni dagsins.
Mynd / HKr
Fréttir 18. mars 2016

Hvatningarverðlaun BÍ afhent í fyrsta skiptið

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, afhenti hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands, sem nú voru veitt í fyrsta sinn við setningu búnaðarþings. 
 
Hvatningarverðlaunin hlaut annars vegar Hlédís Sveinsdóttir, sem hefur um árabil stuðlað að margvíslegu frumkvöðlastarfi sem hefur nýst landbúnaðinum til góðs. 
 
Hlédís er fædd og uppalin að Fossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi og eftir að hafa lokið námi við Háskólann á Bifröst stofnaði hún fyrirtækið kindur.is, þar sem fólki gafst kostur á því að eignast kindur, fylgjast með lífi þeirra og njóta afurða þeirra. Hlédís var í nokkur ár formaður samtakanna Beint frá býli og lagði með því sitt af mörkum við að tengja neytendur og bændur betur saman. Hún átti og rak ísbúðina „Ísland“ sem seldi heimaframleiddan mjólkurís. Þá hefur hún ásamt fleirum unnið brautryðjendastarf við uppsetningu og rekstur matarmarkaða þar sem fjölbreyttar vörur bænda eru á boðstólum.  
 
Þá hlutu Samtök ungra bænda hvatningarverðlaunin fyrir verkefnið „Ungur bóndi á Snapchat“. Snemma á síðasta ári stofnuðu Samtök ungra bænda aðgang á samfélagsmiðlinum Snapchat undir heitinu „Ungur bóndi“. Þar birtast stutt myndskeið sem tekin eru upp við ýmsar aðstæður. Meginmarkmiðið var að gefa öðrum bændum færi á að fylgjast með því sem ungir bændur væru að bardúsa við frá degi til dags. Daglega fylgjast 3–4.000 manns með því sem fram fer á snappinu. 
Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...