Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimatungu og formaður Samtaka ungra bænda, brá á leik við afhendingu hvatningarverðlaunanna og tók eitt „snappchat“ í tilefni dagsins.
Einar Freyr Elínarson, bóndi í Sólheimatungu og formaður Samtaka ungra bænda, brá á leik við afhendingu hvatningarverðlaunanna og tók eitt „snappchat“ í tilefni dagsins.
Mynd / HKr
Fréttir 18. mars 2016

Hvatningarverðlaun BÍ afhent í fyrsta skiptið

Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ, afhenti hvatningarverðlaun Bændasamtaka Íslands, sem nú voru veitt í fyrsta sinn við setningu búnaðarþings. 
 
Hvatningarverðlaunin hlaut annars vegar Hlédís Sveinsdóttir, sem hefur um árabil stuðlað að margvíslegu frumkvöðlastarfi sem hefur nýst landbúnaðinum til góðs. 
 
Hlédís er fædd og uppalin að Fossi í Staðarsveit á Snæfellsnesi og eftir að hafa lokið námi við Háskólann á Bifröst stofnaði hún fyrirtækið kindur.is, þar sem fólki gafst kostur á því að eignast kindur, fylgjast með lífi þeirra og njóta afurða þeirra. Hlédís var í nokkur ár formaður samtakanna Beint frá býli og lagði með því sitt af mörkum við að tengja neytendur og bændur betur saman. Hún átti og rak ísbúðina „Ísland“ sem seldi heimaframleiddan mjólkurís. Þá hefur hún ásamt fleirum unnið brautryðjendastarf við uppsetningu og rekstur matarmarkaða þar sem fjölbreyttar vörur bænda eru á boðstólum.  
 
Þá hlutu Samtök ungra bænda hvatningarverðlaunin fyrir verkefnið „Ungur bóndi á Snapchat“. Snemma á síðasta ári stofnuðu Samtök ungra bænda aðgang á samfélagsmiðlinum Snapchat undir heitinu „Ungur bóndi“. Þar birtast stutt myndskeið sem tekin eru upp við ýmsar aðstæður. Meginmarkmiðið var að gefa öðrum bændum færi á að fylgjast með því sem ungir bændur væru að bardúsa við frá degi til dags. Daglega fylgjast 3–4.000 manns með því sem fram fer á snappinu. 
Óvissa um starfsemi BÍL
Fréttir 7. júní 2023

Óvissa um starfsemi BÍL

Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga (BÍL) lýsir yfir vonbrigðum með drátt ...

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...