Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Líf og starf 23. júlí 2019

Hvanneyrarhátíðið 2019

Höfundur: Hörður Kristinsson

Hvanneyrarhátið 2019 var haldin í einstakri veðurblíðu, glampandi sól og hita fyrr í mánuðinum. Mikið fjölmenni mætti á hátíðina m.a. til að skoða fjölda gamalla dráttarvéla sem hagleiksmenn hafa gert upp af mikilli alúð. 

Var hátíðin nú líka tileikuð því að 70 ár eru liðin frá því fyrsta Ferguson dráttarvélin kom til landsins. Hafði Fergusonfélagið veg og vanda af því að koma fjölda véla á sýninguna og reyndar vélum af fleiri gerðum en Ferguson.

Fjóla Benediktsdóttir var sigurvegari í kvennaflokki og hreppti þar í raun öll sæti með stæl þar sem engin önnur kynsystir hennar mætti til keppni. 

Hápunktur dagsins var án efa keppni í trakorafimi þar sem tólf keppendur sýndu hæfni sína. Fólst keppnin í því að hverjum keppanda var fenginn lensa í hendur sem þeir áttu síðan að nota til að taka upp netahringi á fullri ferð sem hengdir voru á staura og skila þeim í tunnu. Síðan áttu þeir að sýna hæfni sína í að aka eftir planka og slá svo netakúlur af staurum. Gekk þetta greiðlega fyrir sig í byrjun en þegar keppandi númer tvö fór í brautina, Magnús  Magnússon, var greinilegt að hann ætlaði sér sigur og að taka þetta með handafli ef ekki dygði annað til. Fór svo á síðustu tveim póstunum að aflið var svo mikið að lensan, sem var reyndar  búin til úr ósköp venjulegu kústskafti, kubbaðist í sundur í tvígang við mikinn fögnuð áhorfenda. Fyrir þetta hlaut Magnús refsistig sem útilokaði hann frá fyrsta sætinu. Þá var honum afhentur járnkarl í refsiskyni og gert að halda á honum meðan keppnin stóð yfir. Í lok kepnninar mætti Massey Ferguson af nýjustu gerð og sýndi 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...