Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Magnús Magnússon náði öðru sætinu í traktorafiminni eftir að hafa farið brautina af miklum krafti. Svo mikið afl lagði hann í verkefnið að lensan sem var verkfæri keppenda í brautinni, kubbaðist í sundur þegar hann sló netakúlu af staur.
Líf og starf 23. júlí 2019

Hvanneyrarhátíðið 2019

Höfundur: Hörður Kristinsson

Hvanneyrarhátið 2019 var haldin í einstakri veðurblíðu, glampandi sól og hita fyrr í mánuðinum. Mikið fjölmenni mætti á hátíðina m.a. til að skoða fjölda gamalla dráttarvéla sem hagleiksmenn hafa gert upp af mikilli alúð. 

Var hátíðin nú líka tileikuð því að 70 ár eru liðin frá því fyrsta Ferguson dráttarvélin kom til landsins. Hafði Fergusonfélagið veg og vanda af því að koma fjölda véla á sýninguna og reyndar vélum af fleiri gerðum en Ferguson.

Fjóla Benediktsdóttir var sigurvegari í kvennaflokki og hreppti þar í raun öll sæti með stæl þar sem engin önnur kynsystir hennar mætti til keppni. 

Hápunktur dagsins var án efa keppni í trakorafimi þar sem tólf keppendur sýndu hæfni sína. Fólst keppnin í því að hverjum keppanda var fenginn lensa í hendur sem þeir áttu síðan að nota til að taka upp netahringi á fullri ferð sem hengdir voru á staura og skila þeim í tunnu. Síðan áttu þeir að sýna hæfni sína í að aka eftir planka og slá svo netakúlur af staurum. Gekk þetta greiðlega fyrir sig í byrjun en þegar keppandi númer tvö fór í brautina, Magnús  Magnússon, var greinilegt að hann ætlaði sér sigur og að taka þetta með handafli ef ekki dygði annað til. Fór svo á síðustu tveim póstunum að aflið var svo mikið að lensan, sem var reyndar  búin til úr ósköp venjulegu kústskafti, kubbaðist í sundur í tvígang við mikinn fögnuð áhorfenda. Fyrir þetta hlaut Magnús refsistig sem útilokaði hann frá fyrsta sætinu. Þá var honum afhentur járnkarl í refsiskyni og gert að halda á honum meðan keppnin stóð yfir. Í lok kepnninar mætti Massey Ferguson af nýjustu gerð og sýndi 

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...

Sýktur refur í Skagafirði
Fréttir 12. febrúar 2025

Sýktur refur í Skagafirði

Íbúi í Skagafirði varð var við veikan ref og reyndist dýrið með fuglaflensu.

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum
Fréttir 11. febrúar 2025

Deilt um gjaldtöku vegna meðhöndlunar á dýrahræjum

Fyrir áramót bárust tvö mál inn á borð lögfræðinga Bændasamtaka Íslands þar sem ...

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS
Fréttir 11. febrúar 2025

Tvöfaldur hagnaður kjötvinnslu í eigu KS

Kjötvinnslan Esja gæðafæði nær tvöfaldaði hagnað sinn milli áranna 2022 og 2023.

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest
Fréttir 10. febrúar 2025

Framleiðsla og sala á hrossakjöti jókst mest

Mikil aukning var í framleiðslu og sölu á hrossakjöti og svínakjöti á síðasta ár...

Betri afkoma sauðfjárbúa
Fréttir 10. febrúar 2025

Betri afkoma sauðfjárbúa

Hagstofan greindi frá því á vef sínum fyrir skemmstu að afkoman í sauðfjárræktin...