Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Forsíða nýja dagatalsins.
Forsíða nýja dagatalsins.
Fréttir 9. nóvember 2021

Hvammshlíðardagatalið gefið út í fjórða sinn

Höfundur: smh

Venju samkvæmt er von á nýju dagatali frá Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð í Skagabyggð þegar gormánuður er hafinn.

Þetta er fjórða dagatalaútgáfa Karólínu og segir hún að í þetta skiptið sé lögð sérstök áhersla á gamlar myndir, aðallega af kindum og hrossum. Hún vakti athygli árið 2018 þegar hún hóf sölu á Hvammshlíðardagatölunum til að safna fyrir kaupum á dráttarvél fyrir bæinn.

Annars snúast dagatölin gjarnan um skrásetningu á sveitalífinu í máli og myndum í bland við þjóðlegan fróðleik, en Karólína býr með kindur, hesta og hunda.


Myndir hafa borist víða að

„Margt fólk út um allt land hefur lagt sitt af mörkum og sent mér myndir. Eins og alltaf snýst almanakið um búskapinn, um kindur, hross, hunda, kýr og mannfólk. Athygli vekja líka tvær skemmtilegar teikningar eftir bandarískan ferðamann frá 1874 – en þær gefa líflega innsýn í hversdagslífið fyrir 150 árum. En nútímakindur, hross og hundar í Hvammshlíð og fallega náttúran hérna í kring koma umfangsmikið fram líka,“ segir Karólína.

„Auk þess er boðið upp á fróðleik um sauðfjárliti, um ull og um ýmislegt annað í kringum daglega lífið í sveitinni. Ekki síst fylgir aftur viðauki með upplýsingar um gamla norræna tímatalið, merkisdaga og gamlar íslenskar mælieiningar.“

Fáanlegt um land allt

Dagatalið er í stóru broti á 28 blaðsíðum og er fáanlegt á nokkrum stöðum á Suðurlandi, á höfuðborgarsvæðinu, á Vesturlandi og á Norðurlandi. Karólína sendir einnig út um allt land og jafnvel til útlanda. Hún bendir fólki á að hægt sé að hafa beint samband varðandi kaup á dagatalinu, til að mynda er hægt að senda henni Facebook-skilaboð.

Karólína hefur á undanförnum vikum verið atkvæðamikil í umræðu um rannsóknir á riðu í sauðfé Íslandi og möguleikana á því að finna tilteknar verndandi arfgerðir svo hægt verði að rækta upp hjarðir á Íslandi með þol fyrir hinum skæða sjúkdómi. Þá hefur hún staðið að ýmsum útgáfuverkefnum hin síðustu ár; til að mynda fræðslurit um íslensku búfjárkynin fyrir ensku- og þýskumælandi ferðamenn, auk leiðbeiningarmyndbanda um burðarhjálp á íslensku, þýsku og ensku.

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...

Leitað að verndandi arfgerð
Fréttir 30. október 2024

Leitað að verndandi arfgerð

Sýni úr 225 geitum hafa verið raðgreind en enn ekki fundist arfgerð með mótstöðu...

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...