Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvaleyrarvirkjun – mikil búbót fyrir Vestfirði
Mynd / ja.is
Lesendarýni 26. apríl 2016

Hvaleyrarvirkjun – mikil búbót fyrir Vestfirði

Höfundur: Lilja Rafney Magnúsdóttir
Það yrði mikil búbót fyrir Vestfirði að fá raforku frá Hvalárvirkjun inn á svæðið en ef að sú orka á að nýtast fyrir fjórðunginn og standa íbúum og fyrirtækjum þar til boða verður samhliða að koma á hringtengingu rafmagns á Vestfjörðum og endurnýjun flutningskerfisins á Vestfjörðum. Annars gagnast aukin orkuframleiðsla fjórðungnum lítið til eflingar atvinnulífs og öryggis í rafmagnsmálum.
 
Lilja Rafney Magnúsdóttir.
Stjórnvöld verða því að leggja spilin á borðið strax og tryggja það að þau muni koma að uppbyggingu tengivirkis í Inndjúpi og hringtengingu flutningskerfis sem er forsenda þess að virkjunaráform við Hvalá í Ófeigsfirði, Austurgilsvirkjun og Skúfnavatnsvirkjun verði að veruleika og gagnist Vestfirðingum.
 
Kostir í raforkuframleiðslu á Vestfjörðum
 
Góður fundur var haldinn á Ísafirði nýlega um framtíðarhorfur í raforkumálum á Vestfjörðum þar sem m.a. var fjallað um möguleika á framleiðslu orku á Vestfjörðum og áform Orkubús Vestfjarða og einkaaðila um að auka orkuframleiðslu á svæðinu og hugmyndir um nýjar virkjanaframkvæmdir. Þar eru efstar á blaði Hvalárvirkjun og virkjanir henni tengdar ásamt fleiri kostum í Djúpinu sem einkaaðilar hafa hug á að virkja. Það vekur athygli að opinberir aðilar sýna þessum virkjanakostum ekki áhuga. Orkubú Vestfjarða á 8 virkjanir sem gefa samtals 16 MW og 5 einkarafstöðvar skila 3,4 MW inn á raforkukerfið. Í því samhengi væri orka frá Hvalárvirkjun, Skúfnavatnsvirkjun og Austurgilsvirkjun upp á um það bil 50 MW gífurleg viðbót við orkuframleiðslu á Vestfjörðum.
 
Orkubú Vestfjarða stefnir að því að auka framleiðslugetuna á næstu árum með ýmsum hætti t.a.m. með aukinni framleiðslu þeirra virkjana sem fyrir eru og ætlar enn fremur í jarðhitaboranir í Súgandafirði og áformað er að auka hlut rafkyntrar hitaveitu á Ísafirði.
 
Óviðunandi staða varðandi afhendingaröryggi raforku
 
Mikið hefur vantað á í fjölda ára að afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum væri viðunandi. Þar hefur skort raforku sem framleidd er á heimaslóð í áraraðir og því hefur mikið þurft að nota dísilknúðar rafstöðvar. Sú nýjasta, varaaflstöðin í Bolungarvík, getur afkastað 11 MW sem eykur verulega öryggið.
 
Fyrirtæki á Vestfjörðum eru að kaupa skerðanlega orku eða ótryggt rafmagn af OV sem kaupir það af Landsvirkjun. Nú boðar Landsvirkjun hækkun á verði á þeirri orku umfram vísitölu og vill helst hrista af sér kaupendur slíkrar orku. Við þær aðstæður er það álitlegur kostur að virkja þá orku sem er í nýtingarflokki á Vestfjörðum. Einkarafstöðvar eru líka góð búbót fyrir fjórðunginn.
 
Í sátt við náttúru og umhverfi
 
Vestfirðir hafa fengið umhverfisvottun og samþykktir hafa verið gerðar um að Vestfirðir verði stóriðjulausir. Öll ímynd svæðisins um hreinleika og sjálfbærni er verðmæt og mikilvæg öllum en ekki síst atvinnugreinum á borð við matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Brýnt að styðja við fullvinnslu afurða sem framleiddir eru á Vestfjörðum þannig að kostir landshlutans fái notið sín sem best og laða þarf inn á svæðið umhverfisvæn fyrirtæki sem ekki eru orkufrek eða skaða ímynd Vestfjarða sem hins óspillta landsvæðis. Á Vestfjörðum eru iðnfyrirtæki sem skipta miklu fyrir búsetu þar eins og Þörungavinnslan á Reykhólum og Kalkþörungavinnslan á Bíldudal og í skoðun er kalkþörungavinnsla í Súðavík.
 
Það þarf að fjárfesta í innviðunum og grunngerðinni svo að Vestfirðir verði samkeppnishæfir um fólk og fyrirtæki og geti byggt sig upp í fiskeldi og sjávarútvegi ásamt hliðargreinum í sjávarútvegi, landbúnaði og ferðaþjónustu og öðrum skapandi greinum sem styðja við búsetu á Vestfjörðum.
 
Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður Vinstri-grænna í NV-kjördæmi.
Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...