Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ólafur Sigurðsson.
Ólafur Sigurðsson.
Lesendabásinn 21. júní 2016

Hvað vilja Píratar uppá dekk?

Höfundur: Ólafur Sigurðsson
Oft er spurt hvernig Píratar séu öðruvísi en aðrir stjórnmálaflokkar. „Er ekki sami rassinn undir ykkur öllum?“ er þá algengt viðkvæði sem speglar í raun mikið vantraust til stjórnmálamanna. 
 
Oft er bent á stefnu Pírata um gegnsæi í stjórnsýslunni, auðveldað aðgengi til upplýsinga, aukið lýðræði og eindregna afstöðu Pírata gegn hagsmunagæslu og spillingu.
 
Ein nærtækasta leiðin að mínu mati, til að útskýra hvernig Píratar vinna, er dæmisagan um umræðuna á kaffistofunni í vinnunni þegar allir eru að kvarta yfir hversu yfirgengileg spillingin og græðgin er orðin, ekkert lýðræði og ekkert hægt að gera á meðan þjóðarauðnum er rænt frá okkur. Við ættum að vera ríkari en Norðmenn en erum langt á eftir þeim. Svo höldum við áfram okkar daglega amstri og ekkert gerist. 
Segjum nú svo að við breytum þessu. Einn tekur að sér að vera fundarstjóri og aðeins skal rætt eitt mál í hverjum kaffitíma. Ritari skrifar fundargerð en markmiðið er að komast að einfaldri niðurstöðu sem allir geta verið sammála um. Það má líka fá sérfræðing um málefnið sem kæmi og kynnti sínar skoðanir. Þannig er fundað þar til meirihluti er fyrir stefnu um málið. 
 
Það sem Píratar gera svo eftir sína félagsfundi er að setja stefnuna loks í kosningakerfi á netinu. Þar er málið fyrst til umræðu og þá koma ýmsir með ábendingar og athugasemdir, hver eftir sinni þekkingu en síðan fer málið loks í kosningu. Verði málið fellt, fer það aftur til félagsfundarins sem breytir þá stefnunni samkvæmt athugasemdum og þegar málið er að lokum samþykkt, þá verða þingmenn flokksins að fylgja þessu eftir, því þetta er þá orðin stefna flokksins.
 
Svona er stefnumótun Pírata sem kemur ætíð frá fólkinu en ekki ein­stökum hópum eða hagsmunaaðilum. ASÍ gæti ekki gert betur ef það vildi valdefla launþegahreyfinguna. Þetta er sama aðferð og stjórnlagaráð vann eftir þegar það samdi tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þetta eru alls ekki ný vinnubrögð en eru af mörgum talin ein lýðræðislegasta leiðin til að koma sjónarmiðum sem flestra á framfæri ásamt því að nýta þekkingu og reynslu sérfræðinga í hverjum málaflokki hverju sinni.
 
Hér er engin hægri eða vinstri stefna, enginn kommúnismi, kapítalismi eða annar „ismi“. Hér er fólkið sjálft að koma fram með sín mál sem því finnst mikilvægust hverju sinni og hér erum við sjálf að hafa áhrif á samfélagið okkar án afskipta stjórnmálamanna eða hagsmunaaðila. 
 
Svona vilja Píratar vinna og þannig verða til fjölmargar stefnur Pírata í ýmsum málaflokkum. Sífellt er að bætast við þau atriði sem Píratar ætla að vinna að (piratar.is). 
 
Nú um stundir er nokkur umræða um breytta skattastefnu til að jafna kjörin, heilbrigðismál og afnám vísitölu á húsnæðislán, allt stórmál.
 
Fyrst og fremst lýðræðisleg vinnubrögð, annað kemur ekki til greina.
 
Það sem helst einkennir þá sem taka þátt í starfinu hjá Pírötum er að þetta er venjulegt fólk. Það eru engir atvinnupólitíkusar nema þá þingmennirnir okkar.
 
Það er enginn farvegur fyrir spillingu eða eiginhagsmunapot hjá Pírötum og vonandi verður það þannig áfram. Píratar eru einfaldlega að nota það lýðræði sem við höfum til að taka samfélagið aftur í eigin hendur því það er engum betur treystandi til þess en okkur sjálfum. 
 
Gömlu stjórnmálin hafa því miður verið misnotuð og brugðist okkur hrapalega, þess vegna finnst okkur mikilvægt að finna nýjar og betri leiðir.  
 
Ólafur Sigurðsson
matvælafræðingur.
Í stjórn Pírata í Hafnarfirði.
Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...