Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvað varð um rifna kindakjötið?
Gamalt og gott 27. júlí 2016

Hvað varð um rifna kindakjötið?

Á forsíðunni 11. júlí árið 2000 er mynd skartað frá Landsmóti hestamanna í Víðidal, sem þá var nýafstaðið. Aðalumfjöllunarefni forsíðunnar er hins vegar verðmætaaukning landbúnaðarafurða - og einkum sauðfjárafurða. 

Þannig er rætt við Örn Bergsson, þáverandi stjórnarmann í Bændasamtökum Íslands, þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að brýnt sé að koma á fót útflutningsmiðstöð landbúnaðarins. Ástæðulaust sé að framleiðendur séu að keppa sín á milli og selja á sömu markaðina. Það hafi leitt til þess að verð á kindakjöti hafi lækkað um 30 kr/kg. 

Þá er einnig á þessari forsíðu sagt frá vöruþróun úr kindakjöti sem Matvælarannsóknir Keldnaholts og Sláturfélag Suðurlands áttu í samstarfi um. Um rifið kindakjöt var að ræða (shredded meat), en í fréttinni kom fram að kindakjöt væri talið henta vel í þessa framleiðslu vegna þess hversu bragðmikið það sé.

Er þess getið að slíkar vörur njóti mikilla vinsælda erlendis, einkum meðal ungs fólks. Framleiðsla á rifnu kjöti byggist á því að soðið kjöt er sundurgreint í bein, sinar, fitu og vöðvaþræði. „Vöðvaþræðirnir eru notaðir sem grunnhráefni, sósu blandað saman við þá og þá er varan tilbúin. Þessi framleiðsla er notuð sem fylling í brauð, svo sem hamborgara-, pítu- eða samlokubrauð.“

Í fréttinni kemur fram að sumarið 2000 var aðeins boðið upp á rifið kjöt á tveimur veitingastöðum í Reykjavík og á hvorugum þeirra var hráefnið kindakjöt.

Lesa má þetta tölublað Bændablaðsins á vefnum timarit.is:

13. tbl. 2000

 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...