Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvað varð um rifna kindakjötið?
Gamalt og gott 27. júlí 2016

Hvað varð um rifna kindakjötið?

Á forsíðunni 11. júlí árið 2000 er mynd skartað frá Landsmóti hestamanna í Víðidal, sem þá var nýafstaðið. Aðalumfjöllunarefni forsíðunnar er hins vegar verðmætaaukning landbúnaðarafurða - og einkum sauðfjárafurða. 

Þannig er rætt við Örn Bergsson, þáverandi stjórnarmann í Bændasamtökum Íslands, þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að brýnt sé að koma á fót útflutningsmiðstöð landbúnaðarins. Ástæðulaust sé að framleiðendur séu að keppa sín á milli og selja á sömu markaðina. Það hafi leitt til þess að verð á kindakjöti hafi lækkað um 30 kr/kg. 

Þá er einnig á þessari forsíðu sagt frá vöruþróun úr kindakjöti sem Matvælarannsóknir Keldnaholts og Sláturfélag Suðurlands áttu í samstarfi um. Um rifið kindakjöt var að ræða (shredded meat), en í fréttinni kom fram að kindakjöt væri talið henta vel í þessa framleiðslu vegna þess hversu bragðmikið það sé.

Er þess getið að slíkar vörur njóti mikilla vinsælda erlendis, einkum meðal ungs fólks. Framleiðsla á rifnu kjöti byggist á því að soðið kjöt er sundurgreint í bein, sinar, fitu og vöðvaþræði. „Vöðvaþræðirnir eru notaðir sem grunnhráefni, sósu blandað saman við þá og þá er varan tilbúin. Þessi framleiðsla er notuð sem fylling í brauð, svo sem hamborgara-, pítu- eða samlokubrauð.“

Í fréttinni kemur fram að sumarið 2000 var aðeins boðið upp á rifið kjöt á tveimur veitingastöðum í Reykjavík og á hvorugum þeirra var hráefnið kindakjöt.

Lesa má þetta tölublað Bændablaðsins á vefnum timarit.is:

13. tbl. 2000

 

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...