Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hvað varð um rifna kindakjötið?
Gamalt og gott 27. júlí 2016

Hvað varð um rifna kindakjötið?

Á forsíðunni 11. júlí árið 2000 er mynd skartað frá Landsmóti hestamanna í Víðidal, sem þá var nýafstaðið. Aðalumfjöllunarefni forsíðunnar er hins vegar verðmætaaukning landbúnaðarafurða - og einkum sauðfjárafurða. 

Þannig er rætt við Örn Bergsson, þáverandi stjórnarmann í Bændasamtökum Íslands, þar sem hann lýsir þeirri skoðun sinni að brýnt sé að koma á fót útflutningsmiðstöð landbúnaðarins. Ástæðulaust sé að framleiðendur séu að keppa sín á milli og selja á sömu markaðina. Það hafi leitt til þess að verð á kindakjöti hafi lækkað um 30 kr/kg. 

Þá er einnig á þessari forsíðu sagt frá vöruþróun úr kindakjöti sem Matvælarannsóknir Keldnaholts og Sláturfélag Suðurlands áttu í samstarfi um. Um rifið kindakjöt var að ræða (shredded meat), en í fréttinni kom fram að kindakjöt væri talið henta vel í þessa framleiðslu vegna þess hversu bragðmikið það sé.

Er þess getið að slíkar vörur njóti mikilla vinsælda erlendis, einkum meðal ungs fólks. Framleiðsla á rifnu kjöti byggist á því að soðið kjöt er sundurgreint í bein, sinar, fitu og vöðvaþræði. „Vöðvaþræðirnir eru notaðir sem grunnhráefni, sósu blandað saman við þá og þá er varan tilbúin. Þessi framleiðsla er notuð sem fylling í brauð, svo sem hamborgara-, pítu- eða samlokubrauð.“

Í fréttinni kemur fram að sumarið 2000 var aðeins boðið upp á rifið kjöt á tveimur veitingastöðum í Reykjavík og á hvorugum þeirra var hráefnið kindakjöt.

Lesa má þetta tölublað Bændablaðsins á vefnum timarit.is:

13. tbl. 2000

 

Listeríusýkingar vaxandi vandamál
Fréttir 27. maí 2024

Listeríusýkingar vaxandi vandamál

Tíðni listeríusýkinga í Evrópu fer vaxandi og samkvæmt greiningum á fyrstu þremu...

Göngustígar hjá Geysi
Fréttir 27. maí 2024

Göngustígar hjá Geysi

Framkvæmdir við nýtt gönguleiðakerfi á Geysissvæðinu í Haukadal í Bláskógabyggð ...

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár
Fréttir 27. maí 2024

Minnsta framleiðsla í ríflega sextíu ár

Alþjóðlegu vínsamtökin International Organisation of Vine and Wine (OIV) segja í...

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...