Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hvað liggur að baki?
Mynd / Bbl
Skoðun 14. júní 2019

Hvað liggur að baki?

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Það er dapurlegt til þess að hugsa að eftir meira en 100 ára baráttu íslensku þjóðarinnar fyrir sjálfstæði og 75 ára baráttu við að verja það sjálfstæði, þá virðist meirihluti alþingismanna nú ætla að vinna hörðum höndum í þágu erlends ríkjabandalags og ofurfjárfesta fyrir fordæmalausu valdaframsali vegna okkar orkumála. 
 
Í meira en öld hefur baráttan fyrir óskoruðum rétti Íslendinga yfir auðlindum sínum verið sem rauður þráður í gegnum pólitík allra stjórnmálaafla á Íslandi. Þar hefur landhelgisbaráttan staðið upp úr. Vissulega hafa menn staðið misfast í ístöðunum, en oftast hefur þjóðinni samt auðnast að leiða menn á rétta braut, hafi einhverjir farið út af þessu spori. Það er því hryggilegt að nú hyggist meirihluti alþingismanna samþykkja orkupakka þrjú án þess að þjóðin hafi nokkru sinni farið fram á það, frekar en orkupakka tvö og eitt. Þarna er samt um ákvarðanatöku að ræða sem varðar yfirráðum yfir orkumál Íslendinga eins og þau leggja sig.
 
Menn hljóta að spyrja sig hvers vegna líklega 52 af 63 þingmönnum er svo mikið í mun að koma í gegn máli sem þjóðin hefur alls ekki óskað eftir? Vissulega erum við aðilar að EES-samningnum en einhliða innsetningar á tilskipunum ESB allar götur síðan hafa verið innleiddar hér meira og minna möglunarlaust án þess að íslenska þjóðin hafi nokkuð haft um það að segja. Hvers vegna vilja þessir þingmenn ekki að þjóðin hafi síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu í orkupakkamálinu? Hvers vegna er málið lagt fram sem þingsályktunartillaga sem vitað er að forseti getur ekki áfrýjað til þjóðarinnar? Við hvað eru menn hræddir og hvaða hagsmunir eru þarna í húfi sem þeir eru að verja?
 
Enginn hefur getað sýnt fram á að þjóðin hafi hag af þessum gjörningi heldur þvert á móti. Á Íslandi hækkaði orkukostnaður almennings verulega við innleiðingu á orkupökkum 1 og 2 þegar uppskipti urðu milli flutnings og framleiðslu á raforku. Yfirlýstur tilgangur orkupakka þrjú er að samræma orkumarkaðinn og verðlagningu raforku í öllum  ESB- og EES-ríkjunum. Samt reyna menn að halda því fram að orkupakki þrjú feli í sér svo mikla neytendavernd! 
 
Fyrir liggur að einkafjárfestar íslenskir og erlendir sjá í þessu stóra máli gróðamöguleika sem og erlenda ríkjasamsteypan ESB sem leggur nú hart að Íslendingum að samþykkja þetta. Hvaða hagsmuni eru þessir trúlega 52 þingmenn að verja fyrst íslenska þjóðin hefur ekki óskað eftir þessu? Hvað gengur þeim eiginlega til? Hvers vegna hreyfir heldur enginn legg né lið í að koma á reglum varðandi kaup útlendinga á jörðum á Íslandi líkt og Danir hafa gert? Hefur ESB kannski eitthvert óútskýrt tangarhald á okkur sem þjóðin hefur ekki verið upplýst um?
 
Hvernig geta tveir flokkar á Alþingi sem sérstaklega kenna sig við alþýðuna, tekið að sér að berjast kinnroðalaust fyrir hagsmunum erlendrar valdablokkar og fjármálaburgeisa gegn íslenskri alþýðu og um leið gegn yfirlýstri stefnu Alþýðusambands Íslands í þessu máli? 
 
Hvernig getur flokkur sem alla tíð hefur gefið sig út fyrir að vera skjöldur íslenskra bænda í landinu, leyft sér að taka upp baráttu gegn t.d. garðyrkjubændum í þessu máli og það þvert á afgerandi samþykktir sama flokks um að gera það ekki?  
 
Hvernig getur flokkur sem alla tíð hefur kennt sig við sjálfstæði þjóðarinnar, leyft sér að berjast fyrir erlent ríkjabandalag gegn hagsmunum Íslands og sjálfsákvörðunarrétti íslensku þjóðarinnar? Ekki síst þar sem það er líka þvert á aðalfundarsamþykkt og fyrri yfirlýsingar formanns. 
 
Er kannski einhver von til að þjóðin verði upplýst um hvað þarna liggur að baki? 
Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...