Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Bátar í höfn í Ólafsvík.
Bátar í höfn í Ólafsvík.
Á faglegum nótum 5. júní 2019

Hvað kostar að gerast trillukarl?

Höfundur: Kjartan Sefánsson

Margir hafa eflaust ekki leitt hugann að því að töluverð fjárfesting býr að baki starfsemi trillukarla. Nýir aðilar þyrftu að leggja í hundruð milljóna fjárfestingu til að kaupa bát og kvóta.

Smábátaútgerð hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og ímynd trillukarlsins er allt önnur en áður. Þegar kvóti fyrir smábáta var tekinn upp, krókaaflamarkið svonefnda, byggðist hann á aflareynslu. Hver bátur fékk sem sagt veiðiheimildir sem tengdust fyrri reynslu. Kvótinn er framseljanlegur innan hópsins og fljótlega áttu sér stað mikil viðskipti með veiðiheimildirnar. Flestir sem gera út krókaaflamarksbáta nú á tímum hafa keypt aflaheimildir sínar að langstærstum hluta. Að mati

Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda, lætur nærri að 70 til 80% af kvóta í smábátakerfinu hafi verið keypt og skipt um hendur og sennilega liggur þetta hlutfall nær 80%.

„Þeir sem gera út smábáta í dag byggja útgerð sína 20 til 30% á eigin aflareynslu að meðaltali, hitt er fengið með því að kaupa aflareynslu annarra,“ sagði Örn. Samkvæmt þessu hefur orðið svipuð þróun í litla kerfinu og stóra kerfinu að því leyti að þeir sem eru í útgerð í dag hafa keypt kvóta sinn að langmestu leyti.

Varla minna en 175 milljónir

Smábátaeigendur hafa flestir hverjir byggt upp útgerð sína smám saman. Margir lengdu úthaldið með leigukvóta en keyptu varanlegan kvóta eftir hendinni. Bátarnir hafa jafnframt stækkað sem hefur kallað á meiri aflaheimildir. En hvað skyldi það kosta að hefja smábátaútgerð í dag ef nýr aðili vildi fara inn í kerfið og kaupa bát og kvóta?

Örn Pálsson sagði aðspurður að menn slyppu varla með minna en um 175 milljóna króna fjárfestingu. Dæmið sem Örn stillti upp er þannig að unnt væri að fá þokkalegan notaðan bát, allt að 15 brúttótonnum, fyrir um 20 milljónir króna. Til að byrja með mætti hugsa sér að keyptur yrði um 70 tonna kvóti sem skiptist þannig að um 50 tonn væri þorskur og 20 tonn ýsa. Í heild kostaði slíkur kvóti og bátur samanlagt tæpar 175 milljónir eins og áður sagði og þá á eftir að taka tillit til kvótaleigu á fyrsta árinu. Í þessu dæmi er miðað við að verð á varanlegum heimildum í þorski sé um 2.400 krónur á kíló og verð á ýsu sé 1.800  krónur á kíló.

Nýr bátur og meiri kvóti

Dæmið lítur að sjálfsögðu allt öðru vísi út ef menn vilja fjárfesta í nýjum 15 tonna krókaaflamarksbáti og kaupa sér heldur meiri kvóta, eða 300 tonn. Nýr 15 tonna bátur gæti kostað um 150 milljónir króna. Kvóti sem væri samsettur úr 230 tonnum af þorski, 50 tonnum af ýsu og 20 tonnum af öðrum tegundum gæti kostað tæpar 700 milljónir. Menn þyrftu því að snara út tæpum 850 milljónum til að hefja slíka útgerð.

Örn sagði að þeir sem vildu fjárfesta í útgerð þyrftu að hafa töluvert eigið fé til að reksturinn borgaði sig, hvort sem um væri að ræða 175 milljóna króna fjárfestingu eða 850 milljónir.

Afborganir af 850 milljóna króna láni væru rúmar 100 milljónir á ári. Þótt línuívilnun og hugsanlegur byggðakvóti væru tekin með í reikninginn dygði aflaverðmæti af 300 tonna kvóta ekki til að standa undir afborgunum, launakostnaði og öðrum rekstrarkostnaði.

Þriðja dæmið

Þriðja dæmið sem taka mætti er kostnaður við að koma sér upp 30 brúttótonna krókaaflamarksbáti, sem er hámarksstærð smábáta, og einhverjum lágmarkskvóta til að reka slíkan bát, segjum til dæmis um 700 tonn. Þótt ekki sé raunhæft að gera ráð fyrir að nýliðar ráðist í slíka fjárfestingu er fróðlegt að sjá hvernig þetta dæmi lítur út. Nýr 30 tonna bátur kostar hátt í 250 milljónir króna og greiða þyrfti rúma 1,5 milljarða fyrir kvótann. Samtals gæti þetta verið eitthvað um 1,7 til 1,8 milljarða fjárfesting.

Af þessum þremur dæmum má sjá að það kostar sitt að gerast trillukarl!

Að sjálfsögðu gætu menn farið hægar í sakirnar og keypt sér strandveiðibát og hugsanlega grásleppuleyfi. Síðan væri hægt að kaupa kvóta eftir hendinni og byggja útgerðina upp smám saman.

Hjartað slær með náttúruvernd
Fréttir 18. febrúar 2025

Hjartað slær með náttúruvernd

Sigrún Ágústsdóttir er forstjóri nýrrar Náttúruverndarstofnunar sem tók til star...

Á hverfanda hveli
Fréttir 18. febrúar 2025

Á hverfanda hveli

Árið í ár er helgað hverfandi jöklum. Íslenskir jöklar minnkuðu um 900 km2 milli...

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi
Fréttir 17. febrúar 2025

Stöðugur samdráttur í hrossaútflutningi

Frá árinu 2022 hefur samdráttur verið stöðugur í útflutningi íslenskra hrossa.

Samráð um úrgangsforvarnir
Fréttir 14. febrúar 2025

Samráð um úrgangsforvarnir

Í Samráðsgátt stjórnvalda liggja nú drög Umhverfisstofnunar að stefnu um úrgangs...

Sóknarhugur er í Dalamönnum
Fréttir 14. febrúar 2025

Sóknarhugur er í Dalamönnum

Í Búðardal er fyrirhugað að reisa atvinnuhúsnæði með allt að 150 milljóna króna ...

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk
Fréttir 13. febrúar 2025

Náttúrulegir birkiskógar hafa mikilvægt hlutverk

Vísbendingar eru um að náttúrulegir birkiskógar hafi mikil áhrif á uppsöfnun kol...

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða
Fréttir 13. febrúar 2025

Sjö verkefni um aukið virði sauðfjárafurða

Kennslutól fyrir skólabörn, vöruþróun ærkjöts og sauðaosta og markaðssetning á s...

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög
Fréttir 12. febrúar 2025

Kjötafurðastöðvar aftur undir samkeppnislög

Þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt fyrir vorþingið. Landbúnaðarmá...