Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hvað er sérfóður
Á faglegum nótum 28. apríl 2015

Hvað er sérfóður

Höfundur: Valgeir Bjarnason, fagsviðsstjóri hjá Matvælastofnun
Hér verður fjallað um sérfóður eða fóður sem er ætlað til sérstakra, næringarlegra nota. Þetta er fóður sem getur uppfyllt sérstök næringarmarkmið vegna samsetningar eða aðferðar við framleiðslu. Það er skýrt aðgreint frá venjulegu fóðri. 
 
Þetta fóður er ætlað til að uppfylla sértækar næringarþarfir dýra þegar melting þeirra, upptaka eða efnaskipti eru skert eða gætu skerst tímabundið eða til frambúðar. Sérfóður telst hins vegar ekki vera lyf í skilningi lyfjalaga, þótt það eigi að vinna gegn ýmsum efnaskiptavandamálum og bæta heilsu viðkomandi dýra. Í sumum tilfellum þarf sérstakan úrskurð til að meta hvort viðkomandi efni er lyf eða sérfóður.
Nákvæmar leiðbeiningar (á íslensku fyrir matvæla­fram­leiðslu­dýr) um notkun eiga að fylgja öllu sérfóðri þar sem fram koma dýrategund sem fóðrið er ætlað, það vandamál sem vinna á gegn, efnasamsetning sem sóst er eftir með viðkomandi fóðri og ráðlagður notkunartími. Oftast er ekki mælt með notkun þess nema í samráði við dýralækna. Einnig er lögð áhersla á að dýrin hafi öruggan aðgang að hreinu vatni.
 
Sérfóður er notað vegna margs konar meltingar- og efnaskiptavandamála hjá flestum matvælaframleiðsludýrum svo og hundum og köttum.
 
Um sérfóður gildir tilskipun nr. 2008/38/EB sem er innleidd í íslenska reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri. Tilskipuninni hefur verið breytt fjórum sinnum og er tekið tillit til þeirra breytinga í þessari grein.
 
Sérfóður fyrir hunda og ketti
 
Sérfóður, stundum kallað sjúkra­fóður,  fyrir hunda og ketti á að vinna gegn margs konar kvillum sem tengjast efnaskiptum.  Þar má nefna langvarandi nýrnabilun og  nýrnasteina, einnig til að styðja við lifrarstarfsemi, meltingu og næringarupptöku og hjarta. Þá er sérfóður notað til að vinna gegn einkennum sykursýki í þessum dýrum. Einnig eru til bæði megrunarfóður til að grenna dýr og batafóður til að styrkja dýr eftir veikindi. Þurfi að fóðra dýrin með magaslöngu skal slíkt gert í umsjá dýralæknis. Til eru sérfóður sem eiga að koma efnaskiptum kopars og joðs í jafnvægi og til að vinna gegn hárlosi og öðrum húðvandamálum. Sömu leiðis eru til sérfóður til að styrkja liði og vinna gegn liðagigt og sliti í liðum.
Sérfóður fyrir þessi dýr eru oftast gefið sem heilfóður.
 
Sérfóður fyrir jórturdýr
 
Fóður sem er ætlað til að minnka hættu á doða, súrdoða og graskrampa er gefið mjólkurkúm og í sumum tilfellum öðrum mjólkandi jórturdýrum. Fóður til að minnka hættu á doða er gefið síðustu vikur fyrir burð. Fóður til að draga úr hættu á súrdoða er gefið á fyrstu vikum eftir burð og grasdoða þegar beitt er á nýgræðing snemma sumars. Sérstakt fóður er ætlað til að draga úr hættu á myndun þvagsteina hjá jórturdýrum.
 
Forðastautar eru litlir hólkar með ákveðin aukefni t.d. snefilefni eða vítamín í miklum styrk, sem skotið er niður í vömb jórturdýra og eiga að leysast hægt upp og gefa frá sér viðkomandi næringarefni í nægu, en ekki of miklu, magni til að mæta þörfum viðkomandi dýrs. Þetta fóður er fyrst og fremst ætlað með beit. Þegar þetta fóður er boðið til sölu þarf að koma skýrt fram á merkimiða hámarkstími stöðugrar losunar úr forðastautnum og daglegt losunarmagn fyrir hvert aukefni sem hefur skilgreint ákveðið hámarksinnihald í heilfóðri. Forðastauta skal ekki gefa nema skortur á ákveðnum efnum sé sannanlega fyrir hendi og þá í samráði við ráðunaut eða dýralækni. Einnig er mælt með að dýralæknir eða annar þar til bær aðili gefi fóður í formi forðastauts.
 
Sérfóður fyrir svín
 
Nýlega hefur verið leyft að nota járnríkt sérfóður fyrir smágrísi og smákálfa sem fá eingöngu mjólk til að örva myndun blóðrauða hjá þessu ungviði.
 
Sérstakt fóður á að vinna gegn streitu og annað til að hjálpa til við að koma meltingu í jafnvægi.
Þá er til fóður ætlað gyltum til að örva þarmahreyfingar og draga úr hægðatregðu. Fóðrið er notað vikurnar fyrir og eftir got.
 
Sérfóður fyrir hross
 
Til að vinna gegn ýmsum kvillum í hrossum eru notuð sérfóður af nokkrum gerðum. Helstu kvillar sem um er að ræða eru: Meltingartruflanir í smáþörmum, meltingartruflanir í botnlanga og ristli, til að vinna gegn streitu, til að ná steinefna og vökvajafnvægi eftir að hafa svitnað mikið vegna áreynslu t.d. eftir keppni, til að ná bata eftir veikindi, stuðningur við lifrarstarfsemi vegna langvarandi lifrarvandamála og stuðningur við nýrnastarfsemi vegna langvarandi nýrnavandamála.
 
Sérfóður fyrir ýmis dýr
 
Til er sinkríkt sérfóður sem ætlað er til styrkingar við myndun hófa og klaufa og til að styrkja húðmyndun hjá spendýrum.
 
Til örvunar eggloss og frjósemi hjá spendýrum er notað sérstakt fóður sem er ríkt af seleni, en lágmarksgildi af E-vítamíni eða ríkt af A-vítamíni og/eða D-vítamíni. Því eiga að fylgja nákvæmar notkunarleiðbeiningar fyrir hverja dýrategund.
 
Til að hjálpa ungum spendýrum að ná réttum vatns og saltbúskap eftir meltingarsjúkdóma t.d. skitu er notuð sérstök blanda steinefna og kolvetna ásamt sýrustigsjafnandi efnum.
 
Til að vinna gegn fitulifur í varphænum er sérstakt fóður.

Skylt efni: sérfóður

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...