Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Brynjar Már Karlsson, Bessi Freyr Vésteinsson og Finnbogi Magnússon í pallborðsumræðum.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Brynjar Már Karlsson, Bessi Freyr Vésteinsson og Finnbogi Magnússon í pallborðsumræðum.
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Húsfyllir í Hömrum

Höfundur: smh

Það var húsfyllir í Hömrum í Hofi í dag á ráðstefnu sem Bændasamtök Íslands stóðu fyrir undir yfirskriftinni Búskapur morgundagsins, í tengslum við ársfund sinn.

Þar var fjallað um efnið frá mismunandi sjónarhornum, meðal annars um
nýjustu tækni, sjálfbærni í landbúnaði, verktöku til sveita og fleira.
 
Fyrirlesarar voru Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður, sem fluttir erindið Að stíga feti framar – nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði?, Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ, flutti erindið Sjálfbærni í landbúnaði – tækifæri til aukinnar hagsældar og Oddný Anna Björnsdóttir verkefnastjóri, umhverfi - samfélag - lýðheilsa, hjá Krónunni, flutti erindið Straumar og stefnur í neytendamálum – breytingar á neytendamarkaði og samfélagsábyrgð.
 
Eftir kaffihlé flutti Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur erindið Nýjasta tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun, Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli flutti erindið Vélaverktaka til sveita – tæknilausnir og hagkvæmni, Brynjar Már Karlsson sem starfar við nýsköpun og þróun hjá Marel flutti erindið Tækni við úrvinnslu búvara – rekjanleiki og upplýsingagjöf til neytenda.
 
Pallborðsumræður voru fyrir kaffihlé og að erindum loknum.
 
Ráðstefnustjóri var Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.
 
Tollkvótum úthlutað
Fréttir 30. maí 2024

Tollkvótum úthlutað

Verð á tollkvótum á nautakjöti frá ESB-löndum hefur hækkað aftur.

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu
Fréttir 30. maí 2024

Aðeins þrjú fyrirtæki hefðu fengið undanþágu

Formaður atvinnuveganefndar Alþingis segir grein forstjóra Samkeppniseftirlitsin...

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 30. maí 2024

Margrét Ágústa nýr framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands

Margrét Ágústa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra Bændasa...

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð
Fréttir 30. maí 2024

Stórtjón á túnum við Eyjafjörð

Miklar kalskemmdir eru í túnum nokkuð víða við Eyjafjörð. Í Svarfaðardal er ásta...

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð
Fréttir 29. maí 2024

Styrkja vöruþróun út frá matarhefð

Tíu milljónum króna var fyrir skemmstu úthlutað af innviðaráðuneytinu til verkef...

Afhending Kuðungsins
Fréttir 28. maí 2024

Afhending Kuðungsins

Sorpa og Bambahús eru handhafar Kuðungsins árið 2024.

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum
Fréttir 28. maí 2024

Leyfa gas- og jarðgerð úr matarafgöngum

Matvælastofnun hefur nýlega tilkynnt um að Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu (GAJA) h...

Heimaframleiðsla lögleg
Fréttir 28. maí 2024

Heimaframleiðsla lögleg

Heimaframleiðsla nefnist umgjörð sem sköpuð var til að heimila litlum aðilum í F...