Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Brynjar Már Karlsson, Bessi Freyr Vésteinsson og Finnbogi Magnússon í pallborðsumræðum.
Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, Brynjar Már Karlsson, Bessi Freyr Vésteinsson og Finnbogi Magnússon í pallborðsumræðum.
Mynd / smh
Fréttir 3. mars 2017

Húsfyllir í Hömrum

Höfundur: smh

Það var húsfyllir í Hömrum í Hofi í dag á ráðstefnu sem Bændasamtök Íslands stóðu fyrir undir yfirskriftinni Búskapur morgundagsins, í tengslum við ársfund sinn.

Þar var fjallað um efnið frá mismunandi sjónarhornum, meðal annars um
nýjustu tækni, sjálfbærni í landbúnaði, verktöku til sveita og fleira.
 
Fyrirlesarar voru Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður, sem fluttir erindið Að stíga feti framar – nýsköpun, sjálfbærni og kolefnislausnir í landbúnaði?, Auður Magnúsdóttir, deildarforseti auðlinda- og umhverfisdeildar LbhÍ, flutti erindið Sjálfbærni í landbúnaði – tækifæri til aukinnar hagsældar og Oddný Anna Björnsdóttir verkefnastjóri, umhverfi - samfélag - lýðheilsa, hjá Krónunni, flutti erindið Straumar og stefnur í neytendamálum – breytingar á neytendamarkaði og samfélagsábyrgð.
 
Eftir kaffihlé flutti Finnbogi Magnússon landbúnaðartæknifræðingur erindið Nýjasta tækni í landbúnaðartækjum og orkunotkun, Bessi Freyr Vésteinsson, vélaverktaki og bóndi í Hofsstaðaseli flutti erindið Vélaverktaka til sveita – tæknilausnir og hagkvæmni, Brynjar Már Karlsson sem starfar við nýsköpun og þróun hjá Marel flutti erindið Tækni við úrvinnslu búvara – rekjanleiki og upplýsingagjöf til neytenda.
 
Pallborðsumræður voru fyrir kaffihlé og að erindum loknum.
 
Ráðstefnustjóri var Guðrún Rósa Þórsteinsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri.
 
Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...