Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hundurinn Hekla í mestu uppáhaldi
Fólkið sem erfir landið 24. október 2018

Hundurinn Hekla í mestu uppáhaldi

„Ég heiti Benjamín Magnús og hef búið í sveit frá 2 ára aldri og finnst það frábært. Við eigum hesta, hænur og einn hund sem heitir Hekla.“
 
Nafn: Benjamín Magnús Magnússon, fæddur í Reykjavík 16. júní 2006.
 
Aldur: Ég er 12 ára.
 
Stjörnumerki: Tvíburi.
 
Búseta: Ég bý á Hallanda í Flóahreppi.
 
Skóli: Ég er í Flóaskóla sem er um 100 barna skóli í sveitinni. Við erum sótt með skólabíl. 
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir eru uppáhaldsgreinin mín en mér finnst líka gaman í náttúrufræði.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundurinn minn, hún Hekla.
 
Uppáhaldsmatur: Lambalæri eins og amma eldar það og svo pitsurnar hans pabba.
 
Uppáhaldshljómsveit: Í dag er það Coldplay en annars finnst mér mjög gaman að hlusta á alls konar tónlist.
 
Uppáhaldskvikmynd: Avengers Infinity Wars finnst mér frábær.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég var 2 ára og bjó í Reykjavík áður en ég flutti í sveitina. Ég man að ég átti leikfangabíl sem ég elskaði. 
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já ég er að æfa fótbolta með UMFS á Selfossi og er markmaður í 4. flokki.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að sjálfsögðu að verða atvinnumaður í knattspyrnu og kannski verð ég þjálfari líka?
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Einu sinni var ég hjá vinum mínum sem eiga heim rétt hjá mér og þar er stór gámur. Við vorum að leika okkur í kringum hann og við klifruðum síðan upp á hann og hoppuðum alla leið niður. Ég veit að það er smá hættulegt en það var geggjað gaman.
 
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór með mömmu og systur minni ásamt ömmu Svanhvíti og afa Jóni til Spánar að heimsækja frænku mína. 
 
Næst » Benjamin skorar á Ólöfu Völu Heimisdóttur að svara næst.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...