Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hundastapi
Bærinn okkar 7. september 2017

Hundastapi

Ólafur Egilsson og Ólöf Guðmundasdóttir, afi og amma  Agnesar Óskarsdóttur, bjuggu áður á Hundastapa.
 
„Árið 2003 var hringt í okkur og við spurð hvort við myndum vilja taka við. Það er frábært að geta haldið þessu innan fjölskyldunnar  – og án þeirra hefði þetta aldrei verið hægt,“ segir Agnes.
 
„Þegar við komum árið 2002 var básafjós með 26 básum. Við fórum í að byggja lausagöngufjós fyrir 60 með mjaltarbás árið 2005 og erum núna að setja upp GEA-monobox róbot.
 
Býli:  Hundastapi.
 
Staðsett í sveit:  Á Mýrum  í Borgarbyggð.
 
Ábúendur: Halldór Jónas Gunnlaugsson og Agnes Óskarsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Halldór og Agnes, drengir fjórir; Jóhannes, 14 ára, Óskar, 12 ára, Ólafur, 10 ára og Sigurþór, 6 ára. Hundarnir Bolti, Lykkja og Rökkvi og kisurnar Kisa og Prins.
 
Stærð jarðar?  Um það bil 900 hektarar.
 
Gerð bús? Blandað, aðallega mjólkurbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 60 mjólkurkýr, 70 kvígur í uppeldi, 100 kindur, 6 hestar (í hagagöngu) 15 hænur.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?  Vaknað um klukkan 7, strákarnir fara í skólann. Þá er að mjólka og  svo tekur við hér að gefa og hafa yfirumsjón með öllu, sjá til að allir hafi eitthvað að maula og drekka. Um þrjú leytið koma drengir úr skóla og þá þarf að næra líka, sinna heimanámi og annað sem fellur til.  Þegar klukkan er sex förum við út að mjólka til átta, þá er oftast látið gott heita af vinnu. Stundum þarf að hafa tíma til að sinna versluninni Ljómalind sem Agnes rekur með níu öðrum í Borgarnesi. Þar eru  vörur seldar beint frá býli og handverk frá Vesturlandi.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Ekkert er  leiðinlegast eða skemmtilegast, allt eru þetta verkefni sem þarf að takast á við. En alltaf er erfitt að þurfa að farga góðum skepnum, litlum sem stórum.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í bullandi blóma, búin að stækka aðeins meira en alltaf á leiðinni fram á við. 
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Æi,  það mætti vera meiri samstaða.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, með bjartsýnina að vopni.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það eru alltaf tækifæri í öllu, þarf bara að hitta á þau og ná að nýta þau. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Sulta, smjörvi, ostur, jógúrt og bjór. Hann er oftast fullur af öllu mögulegu.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?  Sjávarréttasúpa, rabarbaragrautur með rjóma, hrossalund með bernaise og grænni kartöflu­mús.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það gæti verið þegar við tókum nýja fjósið í notkun árið 2005 eða þá þegar við tökum GEA-monobox róbot í notkun í þessum mánuði.
 
 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...