Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Eiður Gunnlaugsson stjórnarformaður Kjarnafæðis, sem á og rekur SAH-Afurðir á Blönduósi.
Eiður Gunnlaugsson stjórnarformaður Kjarnafæðis, sem á og rekur SAH-Afurðir á Blönduósi.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 27. júlí 2017

Hugmyndir um greiðslufyrirkomulag til sauðfjárbænda féllu í grýttan jarðveg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Ég skil það vel að bændur séu slegnir yfir þeim hugmyndum sem við vörpuðum fram, en tek skýrt fram að þetta eru hugmyndir, ekki endanleg og óhagganleg ákvörðun,“ segir Eiður Gunnlaugsson stjórnarformaður Kjarnafæðis, sem á og rekur SAH-Afurðir á Blönduósi, en hann viðraði á fundi sem haldinn var á Blönduósi á mánudag  með sauðfjárbændum í Austur-Húnavatnssýslu hugsanlegt verð og greiðslufyrirkomulag á dilkakjöti vegna komandi sláturtíðar í haust. Hann segir uppsafnaðan birgðavanda á dilkakjöti gera stöðuna erfiða.

Markaðsráð kindakjöts hefur óskað eftir því við Samkeppniseftirlitið að veitt verði undanþága frá samkeppnislögum vegna samstarfs sláturleyfishafa á Íslandi um útflutning og markaðssetningu á íslensku kindakjöti á erlendum mörkuðum í því augnamiði að ná fram betri nýtingu fjármuna og auknum árangri í útflutningi og markaðssetningu. Endanlegt svar hefur ekki borist frá Samkeppniseftirliti, en það óskaði á dögunum eftir frekari rökstuðningi vegna þessa erindis.

Eiður segir að ef af þessu verði, svar eftirlitsins verði jákvætt og þannig náist að tappa af birgðum með útflutningi á 35% af magninu standi eftir að selja þau 65% af magninu sem eftir standi á innanlandsmarkað. Á fundinum greindi hann bændum frá hugsanlegu fyrirkomulagi á greiðslum vegna innleggs þeirra sem er á þann veg að greiðslur fyrir innlegg berist í fjórum greiðslum og dreifist yfir nokkurra mánaða tímabili, t.d. frá nóvember og fram í maí. 

Féll í grýttan jarðveg

Hugmyndin féll í fremur grýttan jarðveg og kveðst Eiður hafa á því skilning. Kjarnafæðismenn hafi verið beðnir um að endurskoða málið og eru þeir fúsir til þess. „Við tökum athugasemdir bænda til greina, erum allir af vilja gerðir til að hlusta á þeirra sjónarmið og leita betri lausna,“ segir hann. „Það er ljóst að þetta er samofið og úrlausnarefnið sameiginlegt.“

Á þessu stigi sé ómögulegt að segja fyrir um hver niðurstaðan verði, en vandinn sé djúpstæður. Í fyrrahaust lækkaði verð til sauðfjárbænda og varð mikil óánægja í þeirra hópi vegna þess, en nú blasi við á komandi hausti að vandinn sem við er að etja sé enn meiri en þá var.

Ræða við viðskiptabankann

Eiður segir að SAH-Afurðir eigi nú í samningaviðræðum við sinn viðskiptabanka, Íslandsbanka um afurðalán vegna komandi sláturtíðar. Vilyrði hafi fengist en ekki endanlegt svar. Þar á bæ séu menn þó sveiganlegir og liprir og vilji fyrir alla muni greiða götuna, en setji þó það skilyrði að saxað verði á þá gríðarlegu birgðastöðu sem fyrir hendi er hjá fyrirtækinu.  „Það er ekki hægt að velta þeirri slæmu stöðu á undan sér öllu lengur, það verður að taka á vandanum,“ segir Eiður.

Félagið hefur stótt um lán til Byggðastofnunar, mikil vinna var lögð í umsókn um lán í vor og fyrripart sumars, en stjórn hefur ekki komið saman til að taka erindið fyrir að sögn Eiðs og því óvíst hverjar lyktir málsins verða. „Ég er þó bjartsýnn á jákvætt svar, en langtímalán á hagstæðum kjörum breytir öllu fyrir félagið til framtíðar litið,“ segir hann.

Snúin staða

Eiður bendir á að með hugmyndinni um að greiða fyrir innlegg með fjórum greiðslum séu SAH-Afurðir í raun að biðla til sauðfjárbænda á svæðinu að rétta fram sína hjálparhönd á meðan leitað er lausna vegna hins mikla birgðavanda og fjármagnskostnaðar sem að því hlíst. Birgðir hafi hrannast upp eftir að útflutningsskylda var afnumin fyrir fáum árum og ljóst að við offramleiðsluvanda sé að etja. Birgðir í landinu séu nú meiri en áður  og brýnt að sá vandi verði leystur.  „Útflutningsskyldan var okkar öryggisventill, en eftir að hennar nýtur ekki lengur við hafa málin færst til verri vegar,“ segir Eiður. Sláturleyfishafar sitja upp með miklar birgðir, þeir þurfi að greiða vexti af afurðalánum og í ofanálag hefur verð á afurðunum lækkað. Staðan sé því afar erfið og snúin. 

Mikið tap

Eiður nefnir að fimm sláturleyfishafar á norðanverðu landinu, Kjarnafæði, SAH-Afurðir, Norðlenska, Fjallalamb og Sláturfélag Vopnafjarðar hafi tapað gríðarlegum fjárhæðum undanfarin þrjú ár, tap sem nemi samanlagt um 800 til 900 milljónir króna. „Það segir sig sjálft að þetta gengur ekki lengur, það verður að taka á málinu fyrr en seinna,“ segir hann. 

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...