Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Fyrstubekkingar glaðir í bragði með húfurnar sínar.
Fyrstubekkingar glaðir í bragði með húfurnar sínar.
Líf&Starf 3. janúar 2018

Húfur gegn einelti á alla fyrstubekkinga

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Hver og ein húfa er með sínu móti, þær eru ólíkar, í mismunandi litum og með ólík mynstur til marks um að við erum öll ólík, hver og einn er einstakur,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri í Oddeyrarskóla.
 
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti sem var í nóvember tóku fjórir kennarar við skólann sig til og prjónuðu húfu á hvern og einn nemanda í fyrsta bekk. Húfurnar eru með áletruninni Gegn einelti. Þær hófu að skipuleggja prjónaskapinn í liðnum mánuði, brettu svo upp ermar og prjónuðu í gríð og erg þar til allir nemendur höfðu fengið húfu á sitt höfuð.
 
Þetta er annað árið í röð sem fyrstubekkingar fá húfu að gjöf í tilefni þessa dags. Kristín segir að hugmyndin hafi verið fengin að láni frá Grunnskólanum á Bolungarvík sem einnig deildi uppskriftum að húfum með kollegum sínum nyrðra. Á öllum húfunum stendur: Gegn einelti. 
 
 
Dugnaðarkonur, þær Linda Óladóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Bára Árný Sigþórsdóttir og Hafdís Bjarnadóttir í Oddeyrarskóla og húfurnar góðu.

3 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...