Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sverrir Örn Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Biobú.
Sverrir Örn Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Biobú.
Mynd / smh
Fréttir 11. mars 2021

Húðkrem frá Biobú á að jafnast á við bestu húðkremin á markaði

Höfundur: smh

Mjólkurbúið Biobú, sem framleiðir lífrænt vottaðar mjólkurvörur, er nú með lífrænt vottað húðkrem í vöruþróun sem nýtir virku efni mysunnar og ætlað verður til útflutnings en einnig markaðssetningar innanlands. 

Sverrir Örn Gunnarsson, framleiðslustjóri hjá Biobú, hefur stýrt verkefninu og hann segir að það sé á lokastigi. 

„Búið er að prófa kremið í neytendakönnun og niðurstöður voru afgerandi jákvæðar. Því er tilhlökkunin enn meiri að koma vörunni á markað.“

Kúabóndinn og máttur mysunnar

Sverrir segir að forsaga vöruþróunarinnar sé orðin nokkuð löng. 

„Ætli megi ekki rekja hana alveg aftur til kynna minna af bónda einum sem hugsaði alla tíð vel um dýrin sín. Hann sagði mér frá mætti mysunnar. Þegar kálfarnir hjá honum fengu einhvers konar exem þá gaf hann þeim vel af mysu, úr varð að þeir fengu skjótan bata og enduðu með silkimjúkan feldinn. Ég hlustaði vel á bóndann því sjálfur er ég með exem, sem blossar upp þá og þegar, og hef prófað mörg kremin í gegnum ævina. Úr varð að ég talaði við sérfræðinga hjá Matís um hvort ekki  væri hægt að vinna heilsubætandi efni úr mysunni sem fellur frá við gerð skyrs og grískrar jógúrtar. Fengum við frábærar undirtektir hjá Matís sem er með mjög færa sérfræðinga á sínum snærum, tæki og tól sem geta unnið faglega vinnu sem þessa.“ 

Snyrtivöruafurð með virk efni

„Markmið verkefnisins var að þróa snyrtivöruafurð sem inniheldur virk efni úr íslenskri lífrænt vottaðri mysu. Megnið af mysu sem fellur til við mjólkurvinnslu er hent og því eru möguleikar á mikilli verðmætaaukningu út úr þessu verkefni. 

Hugmyndin þróaðist og hafist var handa með að finna virku efnin í mysunni, þau einangruð og á endanum blandað út í lífrænan kremgrunn sem tók einnig tíma að finna. Þetta kann að hljóma sem einfalt ferli, en það var svo sannarlega ekki raunin,“ segir Sverrir.

Himnusíubúnaðurinn sem notaður var til að aðskilja mismunandi þætti mysunnar.

Andoxunarvirkni

Hann lýsir ferlinu svo nánar sem tók alls fimm ár. 

„Prófað var að aðskilja mismunandi þætti mysunnar með himnusíubúnaði á tilraunaskala sem er staðsettur hjá Matís. Einnig voru mismunandi ensím prófuð til að brjóta niður prótein í mysunni niður í smærri einingar sem kallast peptíð. Þau voru flokkuð eftir stærð með síubúnaðinum og frostþurrkuð. Virkni þessara mismunandi efnisþátta var prófuð hjá Matís þar sem til dæmis var kannað hvort þeir hefðu andoxunarvirkni eða hvort þeir hefðu virkni til að hemja vöxt bólumyndandi örvera. Þeir efnisþættir sem komu best út voru notaðir við þróun á kremi. 

Þar voru prófaðir mismunandi kremgrunnar, framleiðsluaðferðir, framkvæmdar geymsluþolsprófanir og umbúðir valdar. Kremið var að því loknu prófað í neytendakönnun þar sem þátttakendur fengu krem með eða án efnisþátta úr mysu,“ segir Sverrir um hið flókna tilraunaferli.

Mysukrem í krukkum, þar sem afurðin er tilbúin en umbúðirnar eru bráðabirgða.

Jafnast á við bestu húðkrem á markaði

„Ég er mjög sáttur með teymið sem kom að rannsókninni hjá Matís, en markmið númer eitt, tvö og þrjú var að vanda til verka og fullgera gæðavöru sem er samkeppnisfær við bestu húðkrem sem eru á markaðnum. Hátt var stefnt enda einvala lið vísindamanna sem Biobú fékk aðgang að.  

Þessi vinna hefði seint farið af stað nema með aðkomu nýsköpunarstyrkja, vísindavinna sem þessi er ekki á færi allra fyrirtækja.   Við fengum fyrst styrk frá MiMM (Mjólk í mörgum myndum) og síðar frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins og að lokum styrk frá Matvælasjóði  í byrjun þessa árs. Að því sögðu stefnum við að því að klára vöruþróun á þessu ári og koma vörunni á markað ef allt gengur upp,“ segir Sverrir að lokum. 

Skylt efni: Biobú

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...