Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sigurvegarar í flokki vanra þuklara á verðlaunapalli í fyrra.
Sigurvegarar í flokki vanra þuklara á verðlaunapalli í fyrra.
Mynd / Angantýr Ernir Guðmundsson
Líf og starf 15. ágúst 2016

Hrútaþuklarar gera sig klára fyrir Íslandsmótið í hrútadómum

Mikið hefur verið um að vera á Sauðfjársetrinu á Ströndum í sumar, margvíslegar uppákomur og viðburðir. Fram undan er stærsta samkoma ársins, Íslandsmeistaramótið í hrútadómum, sem verður haldið sunnudaginn 21. ágúst og hefst kl. 14.00 í Sævangi við Steingrímsfjörð.
 
Jafnan er góð þátttaka í hrútadómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra hrútaþuklara. Að venju verður kjötsúpa á boðstólum og kaffihlaðborð allan liðlangan daginn. 
 
Síðasta ár sigraði Guðmundur Gunnarsson, bóndi á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, í öðru sæti var Vilberg Þráinsson, Hríshóli í Reykhólahreppi og í þriðja sæti varð Bjarki Reynisson, Kjarlaksvöllum. 
 
Sýningar í Sauðfjársetrinu
 
Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sérsýningar, fyrir utan fastasýningu safnsins sem ber yfirskriftina Sauðfé í sögu þjóðar. Í kaffistofunni er sýningin Manstu? sem er greiningarsýning á ljósmyndum Tryggva Samúelssonar sem voru teknar á árabilinu 1950–1970. Á listasviðinu er sýningin Álagablettir og í sérsýningarherbergi verður nýopnuð sögusýning sem ber yfirskriftina Sumardvöl í sveit. 
 
Nú er annað árið sem Náttúru­barnaskóli á vegum Sauðfjársetursins er starfræktur og hefur yfirnáttúrubarnið Dagrún Ósk Jónsdóttir umsjón yfir verkefninu sem hefur tekist mjög vel. 
 
Safnið verður opið alla daga milli 10–18 út ágúst. Í haust er stefnt að frekari viðburðum. Þá verða m.a. þjóðtrúarkvöldvaka, handverksnámskeið o.fl. Árleg sviðaveisla verður síðan haldin í október.
 
Stórleikarnir í myndinni Hrútar sem háðu hrútaþuklseinvígi við mikinn fögnuð viðstaddra í fyrra. 

Skylt efni: hrútadómar

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Fréttir 28. nóvember 2022

Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?

Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvol...

Sólarorkuver á fjósþaki
Fréttir 25. nóvember 2022

Sólarorkuver á fjósþaki

Á Eystri-Leirárgörðum var nýlega sett upp raforkuver á útihús. Þetta er hluti af...