Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrútafundir
Á faglegum nótum 23. nóvember 2015

Hrútafundir

Höfundur: Eyþór Einarsson, Ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Nú styttist óðfluga í að ný hrútaskrá líti dagsins ljós.  Að vanda munu búnaðarsamböndin standa fyrir fundum um allt land í kjölfar útgáfu hennar.
 
Þar er hrútaskránni dreift og sauðfjárræktarráðunautar RML mæta til að kynna hrútakostinn og ræða um ræktunarstarfið.  Þá eru sum búnaðarsambönd með annað efni að auki á sínum fundum.  Gert er ráð fyrir að skráin komi úr prentsmiðju  í síðasta lagi mánudaginn 23. nóvember og fyrsti fundurinn verði þá um kvöldið á Hvanneyri.
 
Mikið er af nýjum og spennandi hrútum í boði, þar sem talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í hrútastofninum. Samanlagt eru á sauðfjársæðingastöðvunum í Þorleifskoti og Borgarnesi 30 hyrndir hrútar og þar af 12 nýir.  Kollóttir hrútar eru 12 og þar af 5 nýir.  Þá verður kynntur nýr feldfjárhrútur og nýr forystuhrútur.  
 
Síðasta vetur voru sæddar rétt um 25 þúsund ær, samkvæmt skráningum í Fjárvís.is og var hlutfall þeirra sem festu fang 67% sé miðað við ósamstilltar ær sæddar með fersku sæði. Þetta voru aðeins minni sæðingar en áður og átti tíðarfarið sinn þátt í því. Fanghlutfallið var hins vegar óbreytt frá árinu áður.  
Ástæða er til að hvetja bændur til að nýta sér sæðingarnar af krafti og að vanda til verka, því þónokkur breytileiki er milli búa þegar kemur að fanghlutfalli. Í væntanlegri hrútaskrá verður fjallað um árangur sæðinga ásamt fleiru af áhugaverðu efni.
 
Hrútafundirnir hafa ávallt verið fjölsóttir og vonast er til að engin breyting verði á því nú, því þetta er góður vettvangur til að ræða um allt sem á mönnum brennur varðandi ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni.
 

 

3 myndir:

Skylt efni: Hrútaskrá 2015-2016

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...

Dregur úr kaupvilja
Fréttir 12. apríl 2024

Dregur úr kaupvilja

Niðurstöður tilboðsmarkaðar fyrir greiðslumark mjólkur í byrjun apríl sýna að ja...