Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hrútafundir
Fréttir 23. nóvember 2015

Hrútafundir

Höfundur: Eyþór Einarsson, Ábyrgðarmaður í sauðfjárrækt hjá RML
Nú styttist óðfluga í að ný hrútaskrá líti dagsins ljós.  Að vanda munu búnaðarsamböndin standa fyrir fundum um allt land í kjölfar útgáfu hennar.
 
Þar er hrútaskránni dreift og sauðfjárræktarráðunautar RML mæta til að kynna hrútakostinn og ræða um ræktunarstarfið.  Þá eru sum búnaðarsambönd með annað efni að auki á sínum fundum.  Gert er ráð fyrir að skráin komi úr prentsmiðju  í síðasta lagi mánudaginn 23. nóvember og fyrsti fundurinn verði þá um kvöldið á Hvanneyri.
 
Mikið er af nýjum og spennandi hrútum í boði, þar sem talsverð endurnýjun hefur átt sér stað í hrútastofninum. Samanlagt eru á sauðfjársæðingastöðvunum í Þorleifskoti og Borgarnesi 30 hyrndir hrútar og þar af 12 nýir.  Kollóttir hrútar eru 12 og þar af 5 nýir.  Þá verður kynntur nýr feldfjárhrútur og nýr forystuhrútur.  
 
Síðasta vetur voru sæddar rétt um 25 þúsund ær, samkvæmt skráningum í Fjárvís.is og var hlutfall þeirra sem festu fang 67% sé miðað við ósamstilltar ær sæddar með fersku sæði. Þetta voru aðeins minni sæðingar en áður og átti tíðarfarið sinn þátt í því. Fanghlutfallið var hins vegar óbreytt frá árinu áður.  
Ástæða er til að hvetja bændur til að nýta sér sæðingarnar af krafti og að vanda til verka, því þónokkur breytileiki er milli búa þegar kemur að fanghlutfalli. Í væntanlegri hrútaskrá verður fjallað um árangur sæðinga ásamt fleiru af áhugaverðu efni.
 
Hrútafundirnir hafa ávallt verið fjölsóttir og vonast er til að engin breyting verði á því nú, því þetta er góður vettvangur til að ræða um allt sem á mönnum brennur varðandi ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni.
 

 

3 myndir:

Skylt efni: Hrútaskrá 2015-2016

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...