Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2015

Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi

Höfundur: smh

Útlit er fyrir að hunangsframleiðsla í Bretlandi verði með minnsta móti á þessu ári – hjá sumum býflugnabændum jafnvel sú minnsta í 40 ár.

Farmers Weekly greinir frá því að votviðrasömu sumri sé einkum um að kenna að pörun gekk ekki sem skyldi á mörgum býflugnabúum í Skotlandi og Wales, með þeim afleiðingum að drottningarnar verptu færri eggjum. Þótt tíðarfar hafi verið misjafn á Bretlandseyjum þá virðist afkoma býflugnabænda á heildina litið ekki hafa verið ákjósanlegar. Jafnvel á Suður-Englandi, þar sem jafnan má gera ráð fyrir góðri uppskeru, var útkoman undir meðallagi.

Helmingi minni framleiðsla í Skotlandi

Í Skotlandi er gert ráð fyrir helmingi minni hunangsframleiðslu en í meðalári. Að hluta til er það rakið til þess að beitilyng blómstraði seint og illa. Búist er við að hið slæma tíðarfar í sumar geti haft alvarlegar afleiðingar á afkomu búanna í vetur, þar sem þau séu illa á sig komin fyrir veturinn.

Skylt efni: býflugur

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku
Fréttir 23. febrúar 2024

Eðlilegur blóðhagur þrátt fyrir blóðtöku

Íslenskar blóðmerar áttu auðvelt með að halda uppi eðlilegum blóðhag þrátt fyrir...

Áhersla á greiðslumarkið
Fréttir 22. febrúar 2024

Áhersla á greiðslumarkið

Á deildarfundi sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt nær samhljóð...

Nú þarf að láta verkin tala
Fréttir 22. febrúar 2024

Nú þarf að láta verkin tala

Halldóra Hauksdóttir verður áfram formaður búgreinadeildar eggjabænda. Meðstjórn...

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í ...

Formannsslagur í vændum
Fréttir 22. febrúar 2024

Formannsslagur í vændum

Gunnar Þorgeirsson og Trausti Hjálmarsson hafa gefið kost á sér í embætti forman...

Betri afkoma í garðyrkju
Fréttir 22. febrúar 2024

Betri afkoma í garðyrkju

Afkoma ylræktenda fer batnandi en útiræktenda versnandi.

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024
Fréttir 22. febrúar 2024

Seljavellir fyrirmyndarbú ársins 2024

Seljavellir í Nesjum í Hornafirði var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda Bænda...

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.