Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi
Mynd / smh
Fréttir 8. október 2015

Hrun hjá býflugnaræktendum í Bretlandi

Höfundur: smh

Útlit er fyrir að hunangsframleiðsla í Bretlandi verði með minnsta móti á þessu ári – hjá sumum býflugnabændum jafnvel sú minnsta í 40 ár.

Farmers Weekly greinir frá því að votviðrasömu sumri sé einkum um að kenna að pörun gekk ekki sem skyldi á mörgum býflugnabúum í Skotlandi og Wales, með þeim afleiðingum að drottningarnar verptu færri eggjum. Þótt tíðarfar hafi verið misjafn á Bretlandseyjum þá virðist afkoma býflugnabænda á heildina litið ekki hafa verið ákjósanlegar. Jafnvel á Suður-Englandi, þar sem jafnan má gera ráð fyrir góðri uppskeru, var útkoman undir meðallagi.

Helmingi minni framleiðsla í Skotlandi

Í Skotlandi er gert ráð fyrir helmingi minni hunangsframleiðslu en í meðalári. Að hluta til er það rakið til þess að beitilyng blómstraði seint og illa. Búist er við að hið slæma tíðarfar í sumar geti haft alvarlegar afleiðingar á afkomu búanna í vetur, þar sem þau séu illa á sig komin fyrir veturinn.

Skylt efni: býflugur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...