Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Það er Einar Guðmundur Þorláksson, sem titlaður er óðalsbóndi í símaskrá, sem heldur á bikarnum sem Hrókur hans og Aldísar Gunnarsdóttur vann. Aldís stendur við hlið Einars Guðmundar en lengst til vinstri er Daníel Hansen.
Það er Einar Guðmundur Þorláksson, sem titlaður er óðalsbóndi í símaskrá, sem heldur á bikarnum sem Hrókur hans og Aldísar Gunnarsdóttur vann. Aldís stendur við hlið Einars Guðmundar en lengst til vinstri er Daníel Hansen.
Mynd / Hildur Stefánsdóttir
Fréttir 16. nóvember 2015

Hrókur er fallegasti forystuhrúturinn í Þistilfirði

Hrókur frá Svalbarði í Þistilfirði hreppti titilinn „Fallegasti forystuhrútur Þistilfjarðar 2015“, en fyrsta sýning forystuhrúta á Íslandi var haldin á Hagalandi í Þistilfirði nýverið þar sem m.a. var keppt um þennan titil. 
 
Ráðunautarnir Steinunn Anna, Sigurður Þór og María Svanþrúður voru fengin til að dæma hrútasýningu á Hagalandi í Þistilfirði, þrautreyndir hrútadómarar þar á ferð.
 
Dæmdir voru 30 veturgamlir hrútar. Tekið var upp á þeirri nýbreytni að dæma forystuhrúta en þar var ekki notaður hefðbundinn dómskali heldur horft eftir atferli ásamt lit og litasamsetningu.
 
Myndirnar eru teknar á hrútasýningunni á Hagalandi þar sem áhugasamir fylgdust grannt með gangi mála.  

5 myndir:

Opið fyrir umsóknir
Fréttir 21. febrúar 2024

Opið fyrir umsóknir

Opnað var fyrir umsóknir í Matvælasjóð þann 1. febrúar síðastliðinn.

Esther hættir eftir tólf ára starf
Fréttir 21. febrúar 2024

Esther hættir eftir tólf ára starf

Esther Sigfúsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Sauðfjársetursins á...

Hvítlaukssalt úr Dölunum
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppsker...

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið
Fréttir 21. febrúar 2024

Hámarksgildi heimilaðs kadmíums aukið

Matvælaráðherra hefur með breytingu á reglugerð um ólífrænan áburð gefið bráðabi...

Fuglum fækkar í talningu
Fréttir 19. febrúar 2024

Fuglum fækkar í talningu

Vetrartalning á fuglum dróst út janúar, en hefð er fyrir því að telja í upphafi ...

Gúrkuuppskera aldrei meiri
Fréttir 19. febrúar 2024

Gúrkuuppskera aldrei meiri

Metuppskera var í gúrkuræktun á síðasta ári, eða 2.096 tonn. Stöðugur vöxtur hef...

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins
Fréttir 16. febrúar 2024

Samdráttur í leyfðum kvóta ársins

Leyft verður að veiða alls 800 hreindýr á þessu ári, 403 tarfa og 397 kýr. Þessi...

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps
Fréttir 16. febrúar 2024

Skyrdrykkur komst í gegnum nálarauga smakkhóps

Hreppa skyrdrykkur kemur á markaðinn í apríl. Í honum eru, að sögn framleiðanda,...