Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hreint loft til framtíðar
Fréttir 29. desember 2017

Hreint loft til framtíðar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrrverandi umhverfis- og auðlindaráðherra gaf út fyrir skömmu fyrstu almennu áætlunina um loftgæði fyrir Ísland og ber hún heitið Hreint loft til framtíðar. Áætlunin gildir fyrir árin 2018 til og með 2029 og er meginmarkmið hennar að stuðla að loftgæðum og heilnæmu umhverfi.

Á vef ráðuneytisins segir að loftgæðaáætlunin taki til þeirra þátta er varða loftgæði utandyra. Í áætluninni koma fram mælanleg markmið, upplýsingar um loftgæði og tímaáætlun, aðgerðir og stefnumörkun til að bæta loftgæði. Við vinnslu áætlunarinnar var tekið mið af Landsáætlun um loftgæði, sem var gefin út af Umhverfisstofnun árið 2010 og skýrslunni Hreint loft, betri heilsa – Umfjöllun um loftgæði og heilsufar á Íslandi ásamt tillögum til úrbóta, sem var gefin út af velferðarráðuneyti og umhverfis- og auðlindaráðuneyti í apríl 2013.

Samkvæmt áætluninni er stefnt að því að fækka árlegum ótímabærum dauðsföllum af völdum loftmengunar á Íslandi, fækka árlega fjölda daga þar sem svifryk fer yfir skilgreind heilsufarsmörk af völdum umferðar úr 7 til 20 skiptum niður í engin skipti fyrir árslok 2029 og að ársmeðaltal brennisteinsvetnis verði áfram undir skilgreindum mörkum.

Áætlun um loftgæði er sett í samræmi við breytingar sem gerðar voru á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir 2013 vegna innleiðingar á Evróputilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu. 

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...