Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi og mjólkurfræðingur að Erpsstöðum í Búðardal.
Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi og mjólkurfræðingur að Erpsstöðum í Búðardal.
Mynd / smh
Fræðsluhornið 2. ágúst 2019

Hreinlæti er aðalatriðið þegar kemur að aðgengi að dýrum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi og mjólkurfræðingur að Erpsstöðum í Búðardal, sem selur mjólkurvöru og þar á meðal ís, segir að hann hafi selt beint frá býli í tíu ár og að sífellt bætist fleiri býli inn á þann markað.

„Ég á ekki von á að sýkingin sem kom upp í Efstadal II eigi eftir að hafa neinar langvarandi afleiðingar fyrir ferðaþjónustubændur til lengri tíma. Að sjálfsögðu talar fólk um þetta og er forvitið um hvað hefur átt sér stað en flestir gera sér grein fyrir því að sýkingar af þessu tagi geta komið upp þar sem boðið er upp á mat og þar sem fólk er í nábýli við dýr.

Að mínu mati eru núverandi kröfur og eftirlit á hreinlæti við matvælaframleiðslu á ferða­þjónustu­bæjum í góðu lagi og engin ástæða til að herða kröfurnar. Hugsanlega mætti aftur á móti gera meiri kröfur til þeirra sem eru í forsvari fyrir rekstrinum og að þeir séu með þokkalegan bakgrunn eða menntun sem lýtur að meðhöndlun matvæla og hugsanlegum smitleiðum. Það segir sig reyndar sjálft að þeir sem eru að framleiða og selja mat verða að vita hvernig á að umgangast hráefnið og bera það fram.

Ég er alfarið gegn því að það eigi að takmarka aðgengi að dýrum og þá hvorki barna né fullorðinna. Mín skoðun er sú að ef eitthvað er þá erum við nú þegar búin að skilja of mikið þarna á milli og bara manneskjunnar og náttúrunnar. Ef fólk fer í almenningsgarða eru þar hundar og kettir og fuglar og guð má vita hvað og ekki fyrir löngu var opnað kaffihús þar sem fólk má hafa með sér gæludýr. Allt eru þetta dýr sem geta borið með sér sýkingahættu. Ég sé því enga ástæðu til að takmarka aðgengi að dýrum í sveitinni.

Á hinn bóginn þurfum við sem eru að bjóða upp á aðgengi að dýrum og eða matvæli beint frá býli að passa upp á að allt sé í lagi. Dýrin verða að vera í snyrtilegu og hreinu umhverfi þar sem hægt er að koma að þeim á þurru undirlagi og að fólk geti þvegið sér eftir að hafa klappað þeim. Fólk verður að gera sér grein fyrir því að það er smithætta í kringum dýr og meðvitað um að hreinlæti er númer eitt, tvö og þrjú og það eiga allir að hafa lært í leikskóla.

Satt best að segja þykir mér sorglegt til þess að hugsa ef það á að banna fólki að umgangast búfé á sveitabæjum. Er þá kannski næsta skref að banna að sleppa kúm út eins og víða er gert úti í heimi? 

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði
Fréttir 21. janúar 2022

Markmið um að 12 mánaða börn fái leikskólapláss í Sveitarfélaginu Skagafirði

Sveitarfélagið Skagafjörður hefur um nokkurt skeið unnið að því að koma til móts...

Gat á sjókví í Reyðarfirði
Fréttir 21. janúar 2022

Gat á sjókví í Reyðarfirði

Matvælastofnun barst tilkynning frá Löxum Fiskeldi fimmtudaginn 20. janúar um ga...

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...