Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hranastaðir
Bærinn okkar 26. mars 2015

Hranastaðir

Við kaupum jörðina árið 2001 af foreldrum Ástu sem höfðu búið hér og byggt upp öflugt kúabú. Síðan við keyptum jörðina höfum við smám saman stækkað búið, ræktað töluvert land og fjölgað kúnum, bætt alla vinnuaðstöðu til muna. 
 
Árið 2004 breyttum við fjósinu í lausagöngufjós og 2007 tókum við inn einn Lely mjaltaþjón og svo núna sumarið 2014 tókum við inn tvo nýja Lely mjaltaþjóna og stækkuðum fjósið svo að núna rúmar það rúmlega 100 kýr.
 
Býli:  Hranastaðir.
 
Staðsett í sveit:  Eyjafjarðarsveit.
 
Ábúendur: Ásta Arnbjörg Pétursdóttir og Arnar Árnason.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Arnar Árnason og börnin okkar þrjú, Kristjana Líf Arnarsdóttir, 18 ára, Elmar Blær Arnarsson, 16 ára og Þórdís Birta Arnarsdóttir, 13 ára.
 
Tveir hundar, þeir Flassi og Kútur, fjósakettirnir Mjallhvít og Mjallhvít og heimiliskötturinn Sunna.
 
Stærð jarðar?  Túnin á Hranastöðum eru um 100 ha en jörðin sjálf er guð má vita hvað stór!
 
Gerð bús? Kúabúskapur.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? Á bænum eru um 100 mjólkandi kýr og kvígur í uppeldi, samtals um 170 stykki.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Hefðbundinn vinnudagur hefst á venjulegum gegningum, alltaf finnur maður svo eitthvað til dundurs á milli mála en vinnudeginum telst lokið þegar kvöldfjósverk eru frá. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin eru góðir heyskapardagar, þegar mikið næst í plast rétt fyrir rigningu en leiðinlegustu störfin felast klárlega í því að handtína grjót úr flagi í roki.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Næstu fimm árin munum við nota til að lenda þessari nýjustu stækkun á búinu, innrétta hús fyrir geldneyti og stunda almennt viðhald á húsum og ræktun sem hefur fengið að sitja svolítið á hakanum undanfarið. Þannig að eftir fimm ár verður vonandi hér 110 kúa bú í blómlegum rekstri.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Félagsmálin eru á margan hátt í góðum málum og gott þegar öflugt fólk vill gefa sér tíma til að sinna sameiginlegum málum okkar bænda. En við  verðum að gæta okkar á því að skammast okkar ekki fyrir að vera bændur og við eigum ekki að þurfa að réttlæta tilveru okkar fyrir neinum, maður á að vera stoltur af því að vera bóndi og framleiða gæða matvæli ofan í landann.  Við eigum að standa á því fastar en fótunum að sækja sjálfsagðar kjarabætur þegar það á við. Við eigum t.d. ekki að vera eina stétt landsins sem sættir sig við kjararýrnun núna þegar aðrar vinnandi stéttir semja um tugprósenta launahækkanir!
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Í íslenskum landbúnaði eru ótal tækifæri sem við berum vonandi gæfu til að nýta okkur í framtíðinni. Margt er þó í okkar umhverfi afar óljóst um þessar mundir. Við höfum alltaf verið og munum sennilega vera áfram afar háð stjórnvaldsaðgerðum eins og reyndar landbúnaður um allan heim. Fyrir íslenska bændur skiptir það miklu máli að skilningur sé á mikilvægi eigin matvælaframleiðslu og að okkur sé á hverjum tíma gert kleift að keppa á jafnréttisgrunni við framleiðslu annarra landa, eigum við þá við t.d. aðbúnaðarreglur, tollvernd o.þ.h. Gangi þetta eftir getur íslenskur landbúnaður staðist alla heilbrigða samkeppni.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Núna geta kúabændur framleitt eins mikla mjólk og þeir ráða við, í því felast vissulega tækifæri! Styrkur okkar kemur alltaf til með að byggjast á þeirri sérstöðu sem staðsetning landsins færir okkur sem og sérstaða sú sem felst í kúakyninu okkar. 
 
Tækifæri til útflutnings búvara hafa verið að myndast á síðastliðnum árum og þar verðum við að stefna á dýra markaði þar sem við nýtum okkur áðurnefnda sérstöðu.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, Ab-mjólk, lýsi og bláberjasulta er alltaf til í ísskápnum.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Vinsælasti maturinn á heimilinu er klárlega nautasteik og franskar.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Eftirminnilegast atvikið er án efa þegar við hleyptum kúnum í lausagöngufjósið eftir langa vinnutörn þann 12. september 2004.

5 myndir:

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri
Fréttir 8. desember 2022

Jóhannes Hreiðar ráðinn framkvæmdastjóri

Auðhumla hefur ráðið Jóhannes Hreiðar Símonarson framkvæmdastjóra Auðhumlu svf.

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum
Fréttir 8. desember 2022

Gátu ekki gert grein fyrir rúmlega 81.000 löxum

Matvælastofnun hefur lagt stjórn­valdssekt á Arnarlax ehf. upp á 120 milljón kró...

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn
Fréttir 7. desember 2022

Dominique kveður eftir rúm 20 ár í stjórn

Talsverðar breytingar urðu á stjórn samtakanna Slow Food Reykjavík á aðalfundi þ...

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti
Fréttir 7. desember 2022

Fjármunir til frekari þróunar á smáforriti

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið HorseDay rekur samnefnt smáforrit um flest allt se...

Framleiðsla á krefjandi tímum
Fréttir 6. desember 2022

Framleiðsla á krefjandi tímum

Fyrir skemmstu komu tveir fulltrúar frá landbúnaðartækjaframleiðandanum Kuhn í h...

Samvinna möguleg
Fréttir 6. desember 2022

Samvinna möguleg

Á Matvælaþingi matvælaráðuneytisins í Hörpu 22. nóvember flutti gestafyrirlesari...

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi
Fréttir 6. desember 2022

Gúrkuútflutningur hefur fest sig í sessi

Útflutningur á íslenskum gúrkum til Grænlands og Færeyja virðist hafa fest sig í...

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi
Fréttir 5. desember 2022

Notkun á„lambatöflum“ mjög algeng á Íslandi

Þrír starfsmenn Matvælastofnunar vekja athygli á nýjum lögum um dýralyf, í grein...