Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Við Dagverðargerði hefur landbrot verið mikið og talsvert af grónu landi farið í fljótið.
Við Dagverðargerði hefur landbrot verið mikið og talsvert af grónu landi farið í fljótið.
Mynd / Sigurður H. Magnússon
Fréttir 14. nóvember 2017

Hrafnaþing: Áhrif virkjana á gróður og landbrot við Lagarfljót

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 15. nóvember kl. 15:15–16:00. Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót 1976–2014“.

Frá því að Lagarfljótsvirkjun tók til starfa árið 1975 hefur Náttúrufræðistofnun Íslands fylgst með breytingum á gróðri og landbroti á nokkrum láglendum svæðum við Lagarfljót ofan við Lagarfoss.

Megintilgangurinn er að kanna áhrif Lagarfossvirkjunar og síðar Kárahnjúkavirkjunar á gróður við fljótið og á landbrot. Einnig er leitast við að varpa ljósi á tengsl milli vatnsstöðu í fljóti og grunnvatnsstöðu í jarðvegi og skýra áhrif breyttrar beitar á gróður. Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknirnar og greint frá helstu niðurstöðum.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

 
Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...