Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Við Dagverðargerði hefur landbrot verið mikið og talsvert af grónu landi farið í fljótið.
Við Dagverðargerði hefur landbrot verið mikið og talsvert af grónu landi farið í fljótið.
Mynd / Sigurður H. Magnússon
Fréttir 14. nóvember 2017

Hrafnaþing: Áhrif virkjana á gróður og landbrot við Lagarfljót

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 15. nóvember kl. 15:15–16:00. Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót 1976–2014“.

Frá því að Lagarfljótsvirkjun tók til starfa árið 1975 hefur Náttúrufræðistofnun Íslands fylgst með breytingum á gróðri og landbroti á nokkrum láglendum svæðum við Lagarfljót ofan við Lagarfoss.

Megintilgangurinn er að kanna áhrif Lagarfossvirkjunar og síðar Kárahnjúkavirkjunar á gróður við fljótið og á landbrot. Einnig er leitast við að varpa ljósi á tengsl milli vatnsstöðu í fljóti og grunnvatnsstöðu í jarðvegi og skýra áhrif breyttrar beitar á gróður. Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsóknirnar og greint frá helstu niðurstöðum.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

 
Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...