Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmda­stjóri Norðlenska.
Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmda­stjóri Norðlenska.
Mynd / MÞÞ
Viðtal 2. febrúar 2016

Hræðumst ekki samkeppnina, hún herðir okkur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Liðið ár, 2015, var mjög erfitt í okkar rekstri og leggst þar ýmislegt til. Ekki síst langt verkfall dýralækna á vormánuðum sem setti verulegt strik í reikning allra sem starfa við framleiðslu og vinnslu kjötafurða. 
Við metum tjón okkar af þeim aðgerðum í mörgum tugum milljóna af tapaðri sölu og áföllnum kostnaði. Það liggur fyrir að rekstrarniðurstaða ársins verður því talsvert undir þeim áætlunum sem gerðar höfðu verið og verk að vinna að ná því til baka,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann tók við starfinu síðastliðið haust.
 
Hann segir að nú í upphafi nýs árs horfi menn með nokkurri bjartsýni fram á veginn. „Það eru batnandi horfur í efnahagsmálum og þá fer fólk væntanlega að gera betur við sig í mat. Við erum stolt af okkar vörum, framleiðum íslenskar landbúnaðarvörur í hæstu gæðum í hverjum vöruflokki og leggjum okkur fram við að þjónusta viðskiptavininn eins og frekast er kostur.“ 
 
Jólin og þorrinn
 
Sala á jólavörum Norðlenska var með miklum ágætum fyrir jólin og raunar umfram væntingar. 
„Vandaðar vörur eiga vel heima á hátíðarborðum og neytendur hafa getað treyst á okkar vörur við þau tilefni. Nú er þorrinn á næsta leiti og þá selst umtalsvert magn af þorramat að venju. Verkun hans tekur margar vikur og mikið lagt í framleiðsluna, hlutar fyrirtækisins eru undirlagðir í verkun þessara þjóðlegu kræsinga,“ segir Ágúst Torfi.
 
Hann segir alltaf eitthvað um að vera hjá fyrirtæki sem sinni kjötframleiðslu, þorrinn sem áður segir handan við hornið með öllum sínum þorrablótum og tilheyrandi veisluhöldum. Fljótlega þurfi að huga að páskasteikunum og landsmenn hafa rétt svo sporðrennt þeim þegar sumar gengur í garð og grilltíminn hefst. Þá tekur sláturtíð við og á haustin, sem er annasamur tími hjá starfsfólki Norðlenska, hefst undirbúningur og framleiðsla á hátíðarmat jólanna.  „Það er alltaf nóg að gera hjá okkur,“ segir Ágúst Torfi. 
 
Höfuðstöðvar Norðlenska eru á Akureyri, starfsstöðvar fyrirtækisins eru víða um land, á Akureyri, Húsavík, Höfn í Hornafirði auk söluskrifstofu á höfuðborgarsvæðinu. 
 
Ágúst Torfi er 41 árs ­gamall fjölskyldumaður, uppalinn á Austfjörðum, í Þingeyjarsýslu og á Akureyri. Hann er vélstjóri og verkfræðingur að mennt. Hann starfaði um árabil sem framkvæmdastjóri Brims hf. á Akureyri, hafði viðkomu í orku- og verktakageiranum og sinnti einnig ráðgjafarstörfum af ýmsu tagi áður en hann réði sig til Norðlenska nú á haustmánuðum.
 
Spennandi að kynnast kjötgeiranum
 
„Ég starfaði í mínu fagi, tengdum vélstjórn og verkfræði, fyrstu árin á mínum starfsferli, en frá árinu 2005 hef ég fengist við stjórnun fyrirtækja, bæði sem framkvæmda- og forstjóri, sem og einnig með stjórnarsetum og ráðgjöf. Bakgrunnur minn er einkum í sjávarútvegi þó svo ég hafi haft viðkomu í öðrum greinum. Ég kem því nýr inn í kjötbransann nú þegar ég tek sæti framkvæmdastjóra Norðlenska. Mér finnst afskaplega spennandi að kynnast þessum geira, enda verið ákafur neytandi allra helstu landbúnaðarafurða frá unga aldri,“ segir Ágúst Torfi.
 
Forréttindi að hafa úrvals hráefni úr að spila
 
Hann segir kjötmarkaðinn langt í frá auðveldan viðfangs og á þeim vettvangi ríki mikil samkeppni um hylli neytenda. Íslenskir neytendur séu góðu vanir þegar kemur að landbúnaðarvörum, „og við störfum við þau forréttindi að hafa úr úrvals hráefni að spila við framleiðslu á okkar vörum. Okkar verkefni er að koma vörunni til neytenda á þann hátt að gæðin varðveitist sem allra best og neytandinn njóti þannig þess besta sem völ er á. Það er sannfæring mín að fáir hafi aðgang að jafn heilnæmum og góðum landbúnaðarvörum og Íslendingar. Við hjá Norðlenska tökum hlutverk okkar í keðjunni frá haga að borði neytenda mjög alvarlega og leggjum alúð og metnað í að skila góðu verki svo varan sem neytt er sé bæði góð og holl.“
 
Ágúst Torfi segir að Norðlenska sé drifið áfram af þörfum viðskiptavina og framleiðslu þeirra bænda sem leggja inn til fyrirtækisins. Fyrirtækið er í eigu rúmlega 500 bænda á Norður-, Austur- og Suðausturlandi. 
„Við leggjum okkur fram um að veita viðskiptavinum afbragðs þjónustu þannig að þær góðu vörur sem eiga uppruna sinn í framleiðslu þessara bænda nái til sem flestra,“ segir hann. Markaðsstarf sé því mikilvægur hluti af starfi fyrirtækisins, „og það er verðugt verkefni að ná eyrum neytenda í þeirri samkeppni sem ríkir á þessum markaði.“
 
Ágúst Torfi bendir á að á sama tíma og keppt er við söluaðila innanlands, þá sem eru í framleiðslu kjötafurða, skapi síauknar heimildir til innflutnings bæði á óunnu sem og unnu kjöti enn frekari samkeppni á markaði. Það sé því augljóslega á brattann að sækja.
„Við hjá Norðlenska hræðumst þetta ekki, samkeppnin herðir okkur og hvetur til frekari sóknar á markaði – sóknar sem ekki síst felst í því að upplýsa viðskiptavini um hvað við gerum, hvernig vöru viðskiptavinurinn fær og að draga fram þann metnað sem starfsfólk Norðlenska hefur til sinna starfa. Sóknin felst einnig í virkri og stöðugri vöruþróun, bæði þegar kemur að þjónustu, umbúðum og vöruframboði, en þar leggjast allir starfsmenn á eitt um að ná þeim árangri sem stefnt er að hverju sinni,“ segir hann.
 
Styrkleikinn felst í góðu starfsfólki
 
Ágúst Torfi segir einn af helstu styrkleikum Norðlenska einmitt vera það góða starfsfólk sem hjá fyrirtækinu vinni. 
 
„Við erum svo lánsöm að hafa innan okkar raða vandað fagfólk á öllum sviðum rekstrarins, okkar starfsfólk vinnur sitt verk af metnaði hvern dag. Þannig og aðeins þannig getum við staðið við fyrirheit okkar til neytenda og verið áfram í fararbroddi hvað varðar gæði framleiðsluvara.“
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...