Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hornafjarðarkartöflur verða í umhverfisvænum umbúðum
Fréttir 24. janúar 2020

Hornafjarðarkartöflur verða í umhverfisvænum umbúðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændurnir á Seljavöllum og Akurnesi við Hornafjörð stefna að því að pakka öllum sínum pökkuðu kartöflum í umhverfisvænar umbúðir á þessu ári. Kartöflurnar eru seldar undir heitinu Hornafjarðarkartöflur.

Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum við Hornafjörð, segir að í desember á síðasta ári hafi Seljavallabúið byrjað að pakka gullauga í eins kílóa umhverfisvænar umbúðir og að á þessu ári sé stefnt að því að allar pakkaðar kartöflur frá Seljavalla- og Akurnesbúunum verði í slíkum umbúðum. Búin selja framleiðslu sína undir heitinu Hornafjarðarkartöflur.

Hjalti Egilsson og  Khalid Bousmara með gullauga í nýju umbúðunum.

„Umbúðirnar hafa reynst vel og við erum ánægð með að hafa fundið lausn sem kemur sér bæði vel fyrir umhverfið og gæði framleiðslunnar.“

Hjalti segir að vaxandi umhverfis­vitund og vilji til umhverfisverndar kalli á framboð vöru sem unnin er með umhverfisvænni hætti.

„Í umbúð­un­um er grænt PE, sem er hráefni sem ekki er framleitt úr jarðefnaolíu heldur úr sykursterkju, og er því kolefnisfótsporið af framleiðslunni mun minna. Efnið er 100% endurvinnanlegt og flokkast með plasti. Umbúð­irnar sem við notum eru með svo­kall­aða „OK biobased“ sem er vottun sem leitast við að uppfylla ströngustu skilyrði um umhverfisvænar vörur. Að baki vottuninni eru einföld og nákvæm gildi sem eiga að tryggja að verið sé að bera saman sambærilega hluti og á  grundvelli hlutfalls endurnýjanlegs hráefnis er varan vottuð með stjörnugjöf. 

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...