Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hornafjarðarkartöflur verða í umhverfisvænum umbúðum
Fréttir 24. janúar 2020

Hornafjarðarkartöflur verða í umhverfisvænum umbúðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændurnir á Seljavöllum og Akurnesi við Hornafjörð stefna að því að pakka öllum sínum pökkuðu kartöflum í umhverfisvænar umbúðir á þessu ári. Kartöflurnar eru seldar undir heitinu Hornafjarðarkartöflur.

Hjalti Egilsson, bóndi á Seljavöllum við Hornafjörð, segir að í desember á síðasta ári hafi Seljavallabúið byrjað að pakka gullauga í eins kílóa umhverfisvænar umbúðir og að á þessu ári sé stefnt að því að allar pakkaðar kartöflur frá Seljavalla- og Akurnesbúunum verði í slíkum umbúðum. Búin selja framleiðslu sína undir heitinu Hornafjarðarkartöflur.

Hjalti Egilsson og  Khalid Bousmara með gullauga í nýju umbúðunum.

„Umbúðirnar hafa reynst vel og við erum ánægð með að hafa fundið lausn sem kemur sér bæði vel fyrir umhverfið og gæði framleiðslunnar.“

Hjalti segir að vaxandi umhverfis­vitund og vilji til umhverfisverndar kalli á framboð vöru sem unnin er með umhverfisvænni hætti.

„Í umbúð­un­um er grænt PE, sem er hráefni sem ekki er framleitt úr jarðefnaolíu heldur úr sykursterkju, og er því kolefnisfótsporið af framleiðslunni mun minna. Efnið er 100% endurvinnanlegt og flokkast með plasti. Umbúð­irnar sem við notum eru með svo­kall­aða „OK biobased“ sem er vottun sem leitast við að uppfylla ströngustu skilyrði um umhverfisvænar vörur. Að baki vottuninni eru einföld og nákvæm gildi sem eiga að tryggja að verið sé að bera saman sambærilega hluti og á  grundvelli hlutfalls endurnýjanlegs hráefnis er varan vottuð með stjörnugjöf. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...