Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hörgsland 2
Bóndinn 14. janúar 2016

Hörgsland 2

Við kynntumst á Hvanneyri  1982 og útskrifuðumst 1983. Anna er frá Holti í Flóa og Sigurður héðan frá Hörgslandi. 
 
Þegar  við  komum inn í búskapinn 1984 bjuggu hér Róshildur og Jakob, amma og afi Sigurðar, ásamt  Ólafíu og Kristni, foreldrum  hans. Við tókum við öllu búinu í kringum 2000. Fluttum í okkar íbúðarhús og  settum haugkjallara í fjárhúsið og hlöðuna 1993 og gátum þá haft allt féð heima, vorum að gefa í fjórum húsum áður. 
 
Býli:  Hörgsland 2.
 
Staðsett í sveit:  Á Austur- Síðu í Skaftárhreppi í Vestur-Skaftafellssýslu.
 
Ábúendur: Anna Harðardóttir og Sigurður Kristinsson.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýr):
Við eigum tvær dætur, Elínu, 31 árs og Láru, 27 ára, þær búa í Reykjavík, og einn son, Atla 23 ára, sem býr hjá okkur og vinnur á Klaustri með rafvirkjanum og tekur einnig þátt í búskapnum. Svo eru á bænum  smalahundarnir Píla, Vala og Hössi.
 
Stærð jarðar:  Nær suður í sjó og inn að hálendislínu ríkisins, ekki vitað hve stór í ha.
 
Gerð bús: Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir:
501 kind og 21 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Núna er fengitímanum að ljúka, það eru gegningar tvisvar á dag, síðan er snoðrúningur, sauðburður, flagvinna og áburðardreifing, heyskapur, keyra út skít, smalamennskur, fjárrag og haustrúningur. Svo þarf að hreyfa hrossin en þau eru notuð við smalamennskur og í skemmtiferðir og svo er eitt og eitt selt. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt þegar vel gengur og viðrar vel, en þrif eftir sauðburð og að tjasla saman gömlum girðingum njóta minnstu vinsælda.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Sjáum ekki að það verði neinar stórbreytingar en er ekki markmiðið að gera betur?
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Mætti  sjálfsagt vera almennari  þátttaka.
 
Hvernig mun íslenskum land­búnaði vegna í framtíðinni? Okkur finnst allar forsendur fyrir því að hann ætti að geta  gengið vel, tölum nú ekki um ef reynt væri að koma afurðunum í alla þessa túrista sem flæða yfir landið. Svo vonum við að næsti búvörusamningur verði  til bóta fyrir bændur en verði ekki greiðslur til þeirra sem hafa verið að kaupa jarðir út um allt land og eru kannski orðnar í eigu bankanna. Þetta fólk er ekki að lifa á landbúnaði.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinleiki og gæði búvara fyrst og fremst og nota það til markaðssetningar á lúxusvörum.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, skyr, ostur, egg og álegg, lambakjötið í frystinum.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heim­ilinu? Grillað lamb, linkind (er í ofninum í 3–4 tíma) og heimareykta hangikjötið.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bú­störfin? Það er án efa að upplifa svartamyrkur um hábjartan dag í Grímsvatnagosinu  sem byrjaði 20. maí 2011. Heyra lambféð jarma einhvers staðar úti í myrkrinu og  geta ekkert gert. Urðum að keyra allt fé heim og lemba – taka ærnar úr sem urðu blindar (í þrjár vikur) eftir að askan „ pússaði“ sjónhimnuna í þeim og gefa meira hey út um öll tún þar sem það var nánast haglaust. Sem betur fer eru vatnsuppsprettur í túninu því allt vatn í lækjum  og ám varð ódrekkandi.

7 myndir:

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum
Fréttir 20. júní 2024

Stækka ræktarland og fjölga vörutegundum

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölum fengu nýlega tvo styrki úr Matvælasjóð...

Verðlaunuðu góðan árangur
Fréttir 20. júní 2024

Verðlaunuðu góðan árangur

Tabea Elisabeth Schneider hlaut verðlaun fyrir besta árangur á B.S. prófi þegar ...

Fuglum fækkar vegna óveðurs
Fréttir 20. júní 2024

Fuglum fækkar vegna óveðurs

Samkvæmt fuglatalningu varð algjört hrun í fjölda fugla á Norðausturlandi þegar ...

Óhrædd að takast á við áskoranir
Fréttir 19. júní 2024

Óhrædd að takast á við áskoranir

Tilkynnt var um ráðningu Margrétar Ágústu Sigurðardóttur í starf framkvæmdastjór...

Halla færir út kvíarnar
Fréttir 19. júní 2024

Halla færir út kvíarnar

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjuframleiðandi og eigandi garðyrkjustö...

Sala Búvís stöðvuð
Fréttir 19. júní 2024

Sala Búvís stöðvuð

Samkeppniseftirlitið hefur komið í veg fyrir að Skeljungur kaupi Búvís ehf. þar ...

Heitt vatn óskast
Fréttir 19. júní 2024

Heitt vatn óskast

Bláskógaveita, sem er í eigu sveitarfélagsins Bláskógabyggð, hefur óskað eftir t...

Minni innflutningur og meiri framleiðsla
Fréttir 19. júní 2024

Minni innflutningur og meiri framleiðsla

Um 300 tonn af nautakjöti voru flutt inn á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2024.