Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Holta kjúklingur vottaður af „Íslenskt staðfest“
Fréttir 4. júní 2025

Holta kjúklingur vottaður af „Íslenskt staðfest“

Höfundur: Þröstur Helgason

Reykjagarður, sem framleiðir Holta kjúkling, hefur hlotið vottun upprunamerkingarinnar „Íslenskt staðfest“.

„Við hjá Reykjagarði erum gríðarlega stolt af því að hafa nú hlotið vottun „Íslenskt staðfest“,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Í því felst að við höfum nú heimild til að nota merkið og getum tengt það við okkar sterku og rótgrónu vörumerki, „Holta“ og „Heimshorn Holta“.“

Guðmundur segir að kannanir sýni að íslenskir neytendur kjósi íslenska framleiðslu umfram aðra séu þeir upplýstir. „Því miður eru merkingar oft og tíðum villandi og dæmi um að vörur sem eiga litla sem enga tengingu við Ísland séu skreyttar með merkjum sem gefa til kynna að um íslenska framleiðslu sé að ræða. Þetta alíslenska og vottaða upprunamerki Bændasamtakanna segir neytendum að þeir eigi að geta treyst því að um sé að ræða afurðir af íslenskum kjúklingi, sem alinn er og unninn við bestu mögulegu aðstæður. Fyrir það viljum við standa.“

Almennt segir Guðmundur að Reykjagarði þyki gríðarlega mikilvægt að vottuð íslensk upprunamerking sé til staðar. „Við hvetjum alla framleiðendur til að stökkva á vagninn þannig að merkinu og umgjörð þess vaxi fiskur um hrygg. Við þurfum að festa merkið í sessi og gefa það skýrlega í ljós að ef vara beri merkið sé hægt að treysta því að um íslenska vöru sé að ræða. „Íslenskt staðfest“ er rétta aðferðafræðin að okkar mati.“

Allar vörur undir merkjum „Holta“ og „Heimshorn Holta“ á smásölumarkaði eru með vottun, segir Guðmundur, en undanskildar séu 2–3 samsettar vörur undir Heimshornalínunni, sem eru í kryddhjúp eða raspi. „Kjöthlutinn þar er 100% íslenskur en því miður eru önnur hráefni eins og brauð- og kornflexraspur, krydd o.þ.h. ekki fáanleg af íslenskum uppruna.“

Holta er nýjasti framleiðandinn til þess að fá vottun hjá „Íslenskt staðfest“ en Grænegg hafa sömuleiðis nýlega fengið hana. Merkið er einnig farið að birtast á vörum Lambhaga, auk þess sem Sólskins og Ártangi hafa verið að bæta við vörum með merkinu.

Skylt efni: Íslenskt staðfest

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...