Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hollustupitsa og svepparisotto
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 26. febrúar 2016

Hollustupitsa og svepparisotto

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Díana prinsessa heitin nefndi svepparisotto sem sitt persónulega uppáhald, svepparisotto „Risotto Ai Funghi“ að hætti Anton Mosimann. Þetta er réttur sem allir geta gert með blöndu af íslenskum sveppum eða þurrkuðum villisveppum. En risotto þarf að vera fljótandi og rjómakenndur grautur með sterku bragði og vel af osti. 
Hægt er að framreiða risotto með Parmaskinku, fiski eða jafnvel sem sér rétt eins og gert er á Ítalíu. Ostinn „Tind“ er hægt að rífa niður í stað ítalska pamesian reggiano. Íslenskir ostagerðarmenn eru á réttri leið með að láta ost þroskast við réttar aðstæður! 
 
Einnig býð ég upp á holla grænmetispitsu með kúrbít og ristuðum hvítlauk. Nýr valkostur fyrir hádegismat eða kvöldmat. Holl og góð pitsa án hinnar hefðundnu pitsusósu.
 
Svepparisotto 
Undirbúningur
 
  • 10 g smjör (2 tsk.)
  • 1 meðalstór skarlottulaukur
  • 120 g Arborio hrísgrjón (1/2 bolli)
  • 160 ml sterkt kjúklingasoð (2/3 bolli) vatn og kraftur

Villisveppasósa
  • 10 g smjör (2 tsk.)
  • 1 meðalstór skarlottulaukur
  • 350 g blanda af villisveppum og sneidd­um frosnum (1 1/2 bolli)
  • 5 g hveiti (1 tsk.)
  • 60 ml Madeira eða annað vín sem er við hendina (má sleppa)
  • 150 ml brúnt kjötsoð (2/3 bolli) vatn og kraftur
  • 100 ml  rjómi (1/3 bolli)
  • salt & ferskmalaður pipar
 
Risotto
(klárað þegar gesti ber að garði)
 
  • forsteikt hrísgrjón (sjá uppskrift að ofan)
  • 80 ml kjúklingasoð (1/3 bolli)
  • 180 g villisveppasósa (3/4 bolli)
  • 40 g Parmesanostur (2 matskeiðar + 2 tsk. til skrauts)
  • 25 g rjómi (5 tsk.)
  • 40 g þurrkaðir villisveppir (3 mat skeiðar)
  • 30 ml jarðsveppaolía (2 msk.)
  • ferskur skorinn graslaukur
  • 30 ml hvítvín eða freyðivín (2 mat- skeiðar)
  • salt & ferskmalaður pipar
Saxið skarlottulauk fínt og bræðið smjör í potti. Léttsteikið laukinn þar til hann er farinn að mýkjast án þess að hann brúnist. Þá er hrísgrjónunum bætt á pönnuna. Hrærið stöðugt þar til laukurinn og grjónin eru léttsteikt og hálfgagnsæ.
 
Bætið í soði og hrærið varlega. Eldið hrísgrjónin í 10 mínútur. Setjið hrísgrjón á hreinan bakka eða disk og látið kólna. Geymið þar til gesti ber að garði.
 
Saxið skarlottulaukinn. Bræðið smjörið á pönnu og eldið varlega þar til hann er gegnsær. Skerið sveppina, setjið á pönnu og steikið þar til þeir eru mjúkir. Stráið yfir hveiti og hrærið í. Bætið í Madeira-víni ef það er til og látið sjóða. Bæta kjötsoði og látið sjóða. Bætið í rjóma og sjóðið niður um helming. Kryddið með salti og ferskmöluðum  pipar.
 
Bætið sveppasósunni og hrísgrjónunum á pönnuna. Hrærið vel ásamt parmesanosti, þeyttum rjóma og þurrkuðum sveppum. Bætið með graslauk, truffluolíu og ögn af freyðivíni eða hvítvíni. Bragðbætið með kryddi og framreiðið strax
 
Holl pitsa með ristuðu hvítlauksmauki
Hráefni
  • Gróft maísmjöl
  • hveiti
  • 1 kúla  pitsudeig (hægt að kaupa deig tilbúið)
  • 1 sítróna
  • 1 meðalstór kúrbítur
  • 2 hvítlaukshausar (bakaðir við 180°C í 1 klst.)
  • 2 msk. ólífuolía
  • ¼ tsk. flögur rauður chilipipar
  • ¼ biti rifinn parmesan, Tindur eða ferskur mozzarela-ostur
  • salt og ferskur pipar
Hitið ofninn í 225°C. Stráið maísmjöli á bökunarpappír. Stráið örlitlu af hveiti á borðið og mótið deigið í 14- til 16-tommu hring eða rétthyrning og setjið á bökunarpappír.
 
Með grænmetisflysjara, fjarlægið 3 lengjur af sítrónubörk og sneiðið fínt. Í stóra skál, blandið berki, kúrbít, ólífuolíu, chilipipar flögum, 2 matskeiðum af parmesan og 1/2 tsk salt.
 
Merjið hvítlaukinn með skeið eða gaffli og smyrjið yfir deigið.
 
Raðið kúrbítblöndu yfir deigið og stráið restinni af (2 msk) parmesan­ostinum. Bakið þar til skorpan  er gullinbrún og stökk eða í 20 til 25 mínútur.
 
Framreiðið með salati – þá er þetta frábær grænmetisréttur.
 

3 myndir:

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...